Átök í Ísrael og Palestínu Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Spænska ríkissjónvarpið RTVE hefur óskað eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í bréfi til Evrópska útvarpssambandsins (EBU). Erlent 11.4.2025 20:04 Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna leikja liðsins við Ísrael og aðdragandans að þeim. Þær spyrja hvers vegna Ísrael sé enn leyft að taka þátt í alþjóðlegum keppnum og skora á íþróttayfirvöld að knýja fram breytingar. Handbolti 11.4.2025 15:13 Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sæti sitt á HM með öðrum öruggum sigrinum á Ísrael á jafnmörgum dögum að Ásvöllum í gær. HM-sætinu var fagnað en stuðningsaðili HSÍ falinn í myndatöku eftir leik. Handbolti 11.4.2025 12:34 NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ekki tilefni til að taka aftur upp á vettvangi nefndarinnar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem viðstaddir voru mótmæli við Skuggasund þann 31. maí í fyrra. Nefndin fjallaði um mótmælin í ákvörðun í júní í fyrra en vegna umfjöllunar um orðfæri lögreglumanna á vettvangi fór nefndin aftur yfir upptökurnar. Innlent 11.4.2025 06:21 Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Mótmælendur spörkuðu ítrekað í hurðir á Ásvöllum í gær þar sem umspilsleikur Ísland og Ísraels fór fram í handbolta. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra gekk öryggisgæsla að öðru leyti vel. Næsti leikur fer fram í kvöld og verður tekið mið af gærdeginum við gæsluna. Innlent 10.4.2025 12:00 Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Mótmælendur hafa nú safnast saman fyrir utan Ásvelli, íþróttamiðstöð Hauka í Hafnafirði, til að mótmæla veru ísraelska handboltaliðsins í kvennahandbolta sem keppir í kvöld við íslenska landsliðið í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. Innlent 9.4.2025 19:41 Sniðganga var rædd innan HSÍ „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. Handbolti 9.4.2025 08:00 „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. Handbolti 8.4.2025 16:13 Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur greint frá því að leikmönnum landsliðsins hafi borist skilaboð á samfélagsmiðlum vegna leikja landsliðsins við Ísrael í umspili um sæti á HM. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni á morgun og hinn. Handbolti 8.4.2025 14:36 „Ekki leika þennan leik“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur ritað opið bréf til landsliðskvenna í handbolta þar sem hann skorar á þær að leika ekki við ísraelska landsliðið. Innlent 8.4.2025 13:47 Þjóðarmorðið í blokkinni Um 16.000 börn hafa verið drepin á Gaza á einu og hálfu ári. Til að setja þá tölu í samhengi þá jafngildir það því að öll grunnskólabörn í Reykjavík væru drepin. 1. til 10. bekkur í öllum grunnskólum Reykjavíkur þurrkaður út í blóðbaði. Skoðun 8.4.2025 09:01 Mikilvægur fundur með Íran framundan Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsið. Þeir ræddu meðal annars tollgjöld forsetans, fund Bandaríkjamanna við Íran og átök á milli Ísrael og Gasa. Erlent 7.4.2025 21:58 Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Blaðamannafundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Benjamins Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sem halda átti í kvöld hefur verið aflýst. Þeir munu svara spurningum útvaldra blaða- og fréttamanna. Erlent 7.4.2025 18:52 Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Mótmælendur sem stefndu íslenska ríkinu vegna valdbeitingar á mótmælum við Skuggasund í Reykjavík í fyrra hafa áfrýjað sýknudómi í héraði til Landsréttar. Þá hafa þau stofnað félag í kringum málið með þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega. Innlent 7.4.2025 14:29 Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Síðar í dag ræðst það hvort fjölmiðlar fái tækifæri til að ræða við leikmenn og þjálfara í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í aðdraganda leikja við Ísrael hér heima sem verða spilaðir fyrir luktum dyrum eftir ráðleggingar frá embætti Ríkislögreglustjóra. Handbolti 7.4.2025 12:31 Það er kominn tími til... „Fullveldi Íslands veltur á því að alþjóðalög séu virt.“ Þessum orðum hefur verið fleygt fram við ýmis tilefni upp á síðkastið, helst þá þegar valdamenn í vestri tjá sig um Grænland og þegar fjallað er um árásarstríðið í austri. Það er eðlilegt að fólk hafi áhyggjur, því við á litla Íslandi megum okkar lítils þegar siðferðislega heftir þjóðarleiðtogar með hátæknivæddan her fá þá flugu í höfuðið að best sé að kúga, þvinga, ljúga, hóta, skjóta, sprengja og drepa til að fá sínu framgengt. Skoðun 6.4.2025 22:32 „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ráðleggingu embættisins til HSÍ vera setta fram þar sem upplýsingar séu til staðar um ólgu og hita í tengslum við leiki Íslands og Ísrael. Hún segir það alfarið HSÍ að taka lokaákvörðun um málið. Handbolti 6.4.2025 21:00 Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Bráðaliði sem lifði af árás Ísraela á bílalest, þar sem fimmtán hjálparstarfsmenn voru drepnir, lýsir því hvernig hermennirnir létu hann afklæðast, skyrptu á hann, börðu og pyntuðu. Ísraelsher laug til um aðdraganda árásarinnar og gróf hina látnu í fjöldagröf. Erlent 6.4.2025 15:29 Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Ísraelsher viðurkennir að hermenn hans hafi gert mistök þegar þeir drápu fimmtán hjálparstarfsmenn í Gasa 23. mars. Ísraelsher hélt því fyrst fram að sjúkrabílalestin hefði ferðast „grunsamlega“ í myrkrinu án framljósa en myndefni af vettvangi afsannar það. Erlent 6.4.2025 10:16 Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Laugardaginn 5. apríl fer fram formannskjör í HSÍ. Þessu erindi og eftirfarandi spurningu er beint til frambjóðenda í formannskjörinu: Munt þú beita þér fyrir því að HSÍ segi upp samningi sínum við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd eða endurnýi ekki samninginn þegar hann rennur út? Skoðun 4.4.2025 12:32 Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Ísraelsher rannsakar nú dráp á hópi starfsmanna alþjóðlegra hjálparsamtaka á Gasaströndinni sem hafa vakið mikla reiði. Talsmaður hersins hafnar ásökunum um að mennirnir hafi verið teknir af lífi. Erlent 4.4.2025 08:52 Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Ungverk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau ætluðu að segja sig frá Alþjóðasamáladómstólnum á sama tíma og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mætti í opinbera heimsókn til Búdapestar. Dómstóllinn, sem er sá eini sem fjallar um stríðsglæpi og þjóðarmorð, gaf út handtökuskipun á hendur Netanjahú vegna stríðsins á Gasa í nóvember. Erlent 3.4.2025 09:00 Fordæma árás á sjúkraliða Talsmenn Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans segja að dráp á átta sjúkraliðum á vegum samtakanna á Gasa-svæðinu sé svívirða. Níu manns voru að störfum í Rafah 23. mars síðastliðinn þegar árás var gerð á þá. Erlent 31.3.2025 06:39 Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Hamasliðar hafa fallist á að láta fimm ísraelska gísla lausa í skiptum fyrir fimmtíu daga vopnahlé. Haft er eftir leiðtoga innan samtakanna að þau hafi samþykkt vopnahléstillögu sem lögð var fram af Egyptum og Katörum fyrir tveimur dögum síðan. Erlent 29.3.2025 21:15 Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Lofther Ísraelsher gerði fyrstu loftárásina í Beirút, höfuðborg Líbanon, síðan vopnahlé var samþykkt milli Ísrales og Hezbollah samtakanna undir lok síðasta árs. Erlent 28.3.2025 14:31 Lestu Gaza Mosab Abu Toha er skáld og greinahöfundur fyrir utan það að flytja alheiminum fréttir um rangindin sem eiga sér stað á hverri mínútu í Palestínu. Skoðun 27.3.2025 14:02 Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Hundruð Palestínumanna tóku þátt í mótmælum á Gasa í gær og kölluðu eftir því að Hamas-samtökin legðu niður vopn og hefðu sig á brott. Mótmælendurnir, í Beit Lahia í norðurhluta Gasa, hrópuðu meðal annars „Hamas út“ og Hamas hryðjuverkamenn“. Erlent 26.3.2025 07:31 Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Aðstoðarlögreglustjóri segir niðurstöðu héraðsdóms í máli níu mótmælenda ramma vel inn það sem má og má ekki á mótmælum. Lögregla hafi í kjölfarið tekið orðfæri lögreglumanna til skoðunar og ekki sé líklegt að álíka mál komi aftur upp. Miklu máli skipti þó að valdbeiting lögreglunnar hafi verið dæmd lögmæt. Innlent 25.3.2025 13:02 Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ísraelsríki hefur fengið að komast upp með stórfelld brot á alþjóðalögum í áratugi. Það er kominn tími til þess að framfylgja alþjóðalögum og úrskurðum alþjóðlegra dómstóla. Það er kominn tími til að íslenska ríkið framfylgi vilja þjóðarinnar um mannréttindi og réttlæti fyrir Palestínu. Skoðun 25.3.2025 10:32 Sjáðu Gaza Hörmungarnar í Gaza eru linnulausar. Ekkert sem ég geri hér á ritvellinum mun breyta því. Eða hvað? Ég held að hvert gramm sem lagt er á vogarskálar þeirra mannréttindabrota og stríðsódæða sem nú standa yfir fyrir botni Miðjarðarhafs skipti máli. Skoðun 25.3.2025 08:31 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 47 ›
Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Spænska ríkissjónvarpið RTVE hefur óskað eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í bréfi til Evrópska útvarpssambandsins (EBU). Erlent 11.4.2025 20:04
Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna leikja liðsins við Ísrael og aðdragandans að þeim. Þær spyrja hvers vegna Ísrael sé enn leyft að taka þátt í alþjóðlegum keppnum og skora á íþróttayfirvöld að knýja fram breytingar. Handbolti 11.4.2025 15:13
Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sæti sitt á HM með öðrum öruggum sigrinum á Ísrael á jafnmörgum dögum að Ásvöllum í gær. HM-sætinu var fagnað en stuðningsaðili HSÍ falinn í myndatöku eftir leik. Handbolti 11.4.2025 12:34
NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ekki tilefni til að taka aftur upp á vettvangi nefndarinnar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem viðstaddir voru mótmæli við Skuggasund þann 31. maí í fyrra. Nefndin fjallaði um mótmælin í ákvörðun í júní í fyrra en vegna umfjöllunar um orðfæri lögreglumanna á vettvangi fór nefndin aftur yfir upptökurnar. Innlent 11.4.2025 06:21
Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Mótmælendur spörkuðu ítrekað í hurðir á Ásvöllum í gær þar sem umspilsleikur Ísland og Ísraels fór fram í handbolta. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra gekk öryggisgæsla að öðru leyti vel. Næsti leikur fer fram í kvöld og verður tekið mið af gærdeginum við gæsluna. Innlent 10.4.2025 12:00
Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Mótmælendur hafa nú safnast saman fyrir utan Ásvelli, íþróttamiðstöð Hauka í Hafnafirði, til að mótmæla veru ísraelska handboltaliðsins í kvennahandbolta sem keppir í kvöld við íslenska landsliðið í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. Innlent 9.4.2025 19:41
Sniðganga var rædd innan HSÍ „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. Handbolti 9.4.2025 08:00
„Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. Handbolti 8.4.2025 16:13
Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur greint frá því að leikmönnum landsliðsins hafi borist skilaboð á samfélagsmiðlum vegna leikja landsliðsins við Ísrael í umspili um sæti á HM. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni á morgun og hinn. Handbolti 8.4.2025 14:36
„Ekki leika þennan leik“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur ritað opið bréf til landsliðskvenna í handbolta þar sem hann skorar á þær að leika ekki við ísraelska landsliðið. Innlent 8.4.2025 13:47
Þjóðarmorðið í blokkinni Um 16.000 börn hafa verið drepin á Gaza á einu og hálfu ári. Til að setja þá tölu í samhengi þá jafngildir það því að öll grunnskólabörn í Reykjavík væru drepin. 1. til 10. bekkur í öllum grunnskólum Reykjavíkur þurrkaður út í blóðbaði. Skoðun 8.4.2025 09:01
Mikilvægur fundur með Íran framundan Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsið. Þeir ræddu meðal annars tollgjöld forsetans, fund Bandaríkjamanna við Íran og átök á milli Ísrael og Gasa. Erlent 7.4.2025 21:58
Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Blaðamannafundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Benjamins Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sem halda átti í kvöld hefur verið aflýst. Þeir munu svara spurningum útvaldra blaða- og fréttamanna. Erlent 7.4.2025 18:52
Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Mótmælendur sem stefndu íslenska ríkinu vegna valdbeitingar á mótmælum við Skuggasund í Reykjavík í fyrra hafa áfrýjað sýknudómi í héraði til Landsréttar. Þá hafa þau stofnað félag í kringum málið með þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega. Innlent 7.4.2025 14:29
Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Síðar í dag ræðst það hvort fjölmiðlar fái tækifæri til að ræða við leikmenn og þjálfara í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í aðdraganda leikja við Ísrael hér heima sem verða spilaðir fyrir luktum dyrum eftir ráðleggingar frá embætti Ríkislögreglustjóra. Handbolti 7.4.2025 12:31
Það er kominn tími til... „Fullveldi Íslands veltur á því að alþjóðalög séu virt.“ Þessum orðum hefur verið fleygt fram við ýmis tilefni upp á síðkastið, helst þá þegar valdamenn í vestri tjá sig um Grænland og þegar fjallað er um árásarstríðið í austri. Það er eðlilegt að fólk hafi áhyggjur, því við á litla Íslandi megum okkar lítils þegar siðferðislega heftir þjóðarleiðtogar með hátæknivæddan her fá þá flugu í höfuðið að best sé að kúga, þvinga, ljúga, hóta, skjóta, sprengja og drepa til að fá sínu framgengt. Skoðun 6.4.2025 22:32
„Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ráðleggingu embættisins til HSÍ vera setta fram þar sem upplýsingar séu til staðar um ólgu og hita í tengslum við leiki Íslands og Ísrael. Hún segir það alfarið HSÍ að taka lokaákvörðun um málið. Handbolti 6.4.2025 21:00
Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Bráðaliði sem lifði af árás Ísraela á bílalest, þar sem fimmtán hjálparstarfsmenn voru drepnir, lýsir því hvernig hermennirnir létu hann afklæðast, skyrptu á hann, börðu og pyntuðu. Ísraelsher laug til um aðdraganda árásarinnar og gróf hina látnu í fjöldagröf. Erlent 6.4.2025 15:29
Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Ísraelsher viðurkennir að hermenn hans hafi gert mistök þegar þeir drápu fimmtán hjálparstarfsmenn í Gasa 23. mars. Ísraelsher hélt því fyrst fram að sjúkrabílalestin hefði ferðast „grunsamlega“ í myrkrinu án framljósa en myndefni af vettvangi afsannar það. Erlent 6.4.2025 10:16
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Laugardaginn 5. apríl fer fram formannskjör í HSÍ. Þessu erindi og eftirfarandi spurningu er beint til frambjóðenda í formannskjörinu: Munt þú beita þér fyrir því að HSÍ segi upp samningi sínum við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd eða endurnýi ekki samninginn þegar hann rennur út? Skoðun 4.4.2025 12:32
Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Ísraelsher rannsakar nú dráp á hópi starfsmanna alþjóðlegra hjálparsamtaka á Gasaströndinni sem hafa vakið mikla reiði. Talsmaður hersins hafnar ásökunum um að mennirnir hafi verið teknir af lífi. Erlent 4.4.2025 08:52
Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Ungverk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau ætluðu að segja sig frá Alþjóðasamáladómstólnum á sama tíma og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mætti í opinbera heimsókn til Búdapestar. Dómstóllinn, sem er sá eini sem fjallar um stríðsglæpi og þjóðarmorð, gaf út handtökuskipun á hendur Netanjahú vegna stríðsins á Gasa í nóvember. Erlent 3.4.2025 09:00
Fordæma árás á sjúkraliða Talsmenn Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans segja að dráp á átta sjúkraliðum á vegum samtakanna á Gasa-svæðinu sé svívirða. Níu manns voru að störfum í Rafah 23. mars síðastliðinn þegar árás var gerð á þá. Erlent 31.3.2025 06:39
Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Hamasliðar hafa fallist á að láta fimm ísraelska gísla lausa í skiptum fyrir fimmtíu daga vopnahlé. Haft er eftir leiðtoga innan samtakanna að þau hafi samþykkt vopnahléstillögu sem lögð var fram af Egyptum og Katörum fyrir tveimur dögum síðan. Erlent 29.3.2025 21:15
Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Lofther Ísraelsher gerði fyrstu loftárásina í Beirút, höfuðborg Líbanon, síðan vopnahlé var samþykkt milli Ísrales og Hezbollah samtakanna undir lok síðasta árs. Erlent 28.3.2025 14:31
Lestu Gaza Mosab Abu Toha er skáld og greinahöfundur fyrir utan það að flytja alheiminum fréttir um rangindin sem eiga sér stað á hverri mínútu í Palestínu. Skoðun 27.3.2025 14:02
Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Hundruð Palestínumanna tóku þátt í mótmælum á Gasa í gær og kölluðu eftir því að Hamas-samtökin legðu niður vopn og hefðu sig á brott. Mótmælendurnir, í Beit Lahia í norðurhluta Gasa, hrópuðu meðal annars „Hamas út“ og Hamas hryðjuverkamenn“. Erlent 26.3.2025 07:31
Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Aðstoðarlögreglustjóri segir niðurstöðu héraðsdóms í máli níu mótmælenda ramma vel inn það sem má og má ekki á mótmælum. Lögregla hafi í kjölfarið tekið orðfæri lögreglumanna til skoðunar og ekki sé líklegt að álíka mál komi aftur upp. Miklu máli skipti þó að valdbeiting lögreglunnar hafi verið dæmd lögmæt. Innlent 25.3.2025 13:02
Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ísraelsríki hefur fengið að komast upp með stórfelld brot á alþjóðalögum í áratugi. Það er kominn tími til þess að framfylgja alþjóðalögum og úrskurðum alþjóðlegra dómstóla. Það er kominn tími til að íslenska ríkið framfylgi vilja þjóðarinnar um mannréttindi og réttlæti fyrir Palestínu. Skoðun 25.3.2025 10:32
Sjáðu Gaza Hörmungarnar í Gaza eru linnulausar. Ekkert sem ég geri hér á ritvellinum mun breyta því. Eða hvað? Ég held að hvert gramm sem lagt er á vogarskálar þeirra mannréttindabrota og stríðsódæða sem nú standa yfir fyrir botni Miðjarðarhafs skipti máli. Skoðun 25.3.2025 08:31