Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar

Landsréttur hefur fellt úrskurð héraðsdómarans Jónasar Jóhannssonar, um að hann víki sjálfur sæti í ærumeiðingamáli Margrétar Friðriksdóttur ritstjóra, úr gildi. Margrét sætir ákæru fyrir að hafa meðal annars kallað annan héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur „lausláta mellu“. Allir dómarar þess dómstóls höfðu áður vikið sæti í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Opna fyrir Tiktok á nýjan leik

Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta.

Erlent
Fréttamynd

Þéna tölu­vert þrátt fyrir að vera ekki til

Nýir og öðruvísi áhrifavaldar hafa rutt sér til rúms á samfélagsmiðlum og eru dæmi um að þeir þéni töluvert þrátt fyrir að vera ekki til í alvörunni. Sérfræðingur segir áhrifavaldana eiga sér jákvæðar og neikvæðar hliðar.

Lífið
Fréttamynd

„Gríðar­legt högg“ ef bannið varir til fram­búðar

Sérfræðingur í markaðsmálum segir TikTok-bannið í Bandaríkjunum mikið högg fyrir fyrirtæki sem nýta miðilinn í markaðssetningu. Milljónir notenda þessa vinsæla samfélagsmiðils í Bandaríkjunum geta ekki notað TikTok sem stendur en væntingar eru um að bannið vari ekki lengi.

Innlent
Fréttamynd

TikTok bann í Banda­ríkjunum

TikTok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum í gærkvöld og milljónir notenda komast nú ekki inn á forritið. Verðandi forseti Bandaríkjanna íhugar að blanda sér í málið. 

Erlent
Fréttamynd

Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað

Donald Trump, sem verður forseti Bandaríkjanna á nýjan leik mánudaginn næstkomandi, segir mjög líklegt að gildistöku laga sem þvinga kínverska eigendur Tiktok til að selja starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum eða loka miðlinum verði frestað um 90 daga. Lögin taka gildi á morgun sunnudag, en Biden fráfarandi forseti hefur sagst ekki munu fylgja þeim eftir.

Erlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur veitir TikTok banninu blessun sína

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja.

Erlent
Fréttamynd

„Í rauninni fyrsti ís­lenski samfélagsmiðillinn“

„Þetta er náttúrulega tuttugu ára saga blaðsins en svo er líka heil kynslóð sem man ekkert eftir þessu blaði,“ segir Þorsteinn J sem er umsjónarmaður þáttanna Séð & heyrt sem hófu göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Upprætum óttann við óttann

Undanfarin ár hefur verið rætt um aukinn kvíða meðal ungmenna og hefur þetta verið tengt við kórónuveirufaraldurinn og aukna skjánotkun. Þótt fleiri jánki því í könnunum að kvíði sé til staðar, er óljóst hvort kvíðaraskanir séu algengari en verið hefur.

Skoðun
Fréttamynd

Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt

Jovana Pavlovic mannfræðingur hefur sagt skilið við samfélagsmiðla fyrir fullt og allt. Hún segir miðlana hafa haft neikvæð áhrif á andlega heilsu hennar og að þeir hafi verið farnir að hafa einum of mótandi áhrif á samskipti hennar við aðra. Hún segist finna fyrir miklum fráhvarfseinkennum.

Lífið
Fréttamynd

Musk reynir að hafa á­hrif víða: „Ekki fóðra tröllið“

Auðjöfurinn Elon Musk, hægri hönd Donald Trump í forsetakosningunum, reynir nú að beita áhrifum sínum til að styðja við þýska fjarhægriflokkinn AfD og hvetja Bretakonung til að leysa upp breska þingið. Kanslari Þýskalands varar fólk við því að fóðra tröllið.

Erlent
Fréttamynd

Tískudrottningin biðst af­sökunar á eineltinu

Sænski áhrifavaldurinn Matilda Djerf, sem á tískufatarisann Djerf Avenue, hefur beðist afsökunar á hegðun í garð starfsmanna sinna hjá fyrirtækinu. Hún var á dögunum sökuð um að niðurlægja starfsmenn sína og leggja þá í einelti. 

Lífið
Fréttamynd

Aug­lýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir

Stjórnmálaflokkar, aðildarfélög þeirra og einstaka frambjóðendur til Alþingis vörðu samtals um 44,8 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Mestu varði Sjálfstæðisflokkurinn eða rétt tæpum níu milljónum króna, þá Flokkur fólksins sem notaði rúmar 7,5 milljónir í slíkar auglýsingar og Framsóknarflokkurinn kemur þar fast á hæla með rúmar 7,2 milljónir sem fóru í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Samfylkingin er í fjórða sæti og eyddi tæpum 5,7 milljónum og þá Miðflokkurinn sem eyddi rétt undir 4,6 milljónum.

Innlent
Fréttamynd

Enginn ætti að lesa skila­boðin sem honum hafi borist

Írski leikarinn Barry Keoghan hefur fengið sig fullsaddan af hatri í hans garð á netinu. Hann sættir sig ekki við að fólk sitji um heimili sonar hans og dreifi fölskum sögusögnum. Keoghan hætti nýlega með bandarísku söngkonunni Sabrinu Carpenter en sá orðrómur gekk að hann hefði haldið framhjá henni.

Lífið
Fréttamynd

Ó­gilda kosningar og endur­taka allt ferlið

Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það.

Erlent
Fréttamynd

VG rak ekki kosninga­baráttuna á yfir­drætti

Snærós Sindradóttir spyr þeirrar spurningar sem margir velta fyrir sér: Hvernig standa fjármálin hjá Vinstri grænum? Ekki vel segir Sunna Valgerðardóttir en kosningabaráttan var þó ekki rekin á yfirdrætti.

Innlent
Fréttamynd

Ungum Áströlum bannað að nota sam­félags­miðla

Áströlsk börn yngri en sextán ára mega brátt ekki nota samfélagsmiðla eftir að umdeilt frumvarp ríkisstjórnar landsins varð að lögum í gær. Bannið nýtur almenns stuðnings en samfélagsmiðlafyrirtæki og nokkur samtök sem berjast fyrir réttindum barna eru á móti.

Viðskipti erlent