Fótbolti

Keflvíkingar unnu mikilvægan sigur í fallbaráttunni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Keflvíkingar unnu afar mikilvægan sigur í dag.
Keflvíkingar unnu afar mikilvægan sigur í dag. Vísir/Hulda Margrét

Keflavík vann afar mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þrótti í 17. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag.

Eina mark leiksins skoraði Álfheiður Rósa Kjartansdóttir þegar hún varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á 25. mínútu eftir sendingu frá Melanie Rendeiro inn á teiginn.

Elín Metta Jensen sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Þrótt eftir endurkomuna í boltann kom inn á sem varamaður þegar um hálftími var eftir af venjulegum leiktíma, en það kom þó ekki í veg fyrir sigur Keflvíkinga. 

Sigur Keflvíkinga er afar mikilvægur, enda er liðið í harðri fallbaráttu. Sigurinn þýðir að liðið situr enn í næst neðsta sæti deildarinnar, nú með 17 stig eftir jafn marga leiki, einu stigi frá öruggu sæti og sex stigum fyrir ofan botnlið Selfoss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×