„Þykir gríðarlega miður að upplifun einstaka foreldra hafi verið neikvæð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2023 19:45 Jóhann Þór Jónsson, mótsstjóri Símamótsins. Vísir/Arnar Mótastjóri Símamótsins harmar slæma upplifun iðkenda og foreldra á mótinu um helgina en afreksfólk í íþróttum hefur greint frá slíku á samfélagsmiðlum. Hann segir mótið heilt yfir hafa farið afar vel fram. Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vakti athygli á slæmri upplifun dóttur sinnar af Símamótinu um helgina og sama má segja um Sif Atladóttur, leikmann Selfoss í Bestu deild kvenna. Upplifun sem í báðum tilfellum hafi verið vegna hegðunar foreldra. Jóhann Þór Jónsson, formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar Breiðabliks og formaður mótsnefndar Símamótsins, segir mótið heilt yfir hafa verið afar vel heppnað en því miður komi upp einstaka atvik á risastóru móti. „Ég lít ekki á þetta sem neinar ásakanir. Ég vil fyrst og fremst segja að Símamótið heppnaðist gríðarlega vel. Hér voru spilaðir 1.600 leikir og okkur þykir gríðarlega miður að upplifun einstakra foreldra hafi verið neikvæð,“ „Símamótið lagði upp með það að leggja áherslu á virðingu foreldra og aðstandenda fyrir leikmönnunum. Símamótið er vettvengur ungu stelpnanna okkar og það tókst. Það fór ekkert bleikt spjald á loft. En í 1.600 leikjum gerist ýmislegt og það finnst okkur gríðarlega miður að einhverjir leikir hafi farið þannig og upplifun einhverra foreldra hafi verið þannig að markmið mótsins hafi ekki náðst,“ segir Jóhann Þór. Mótsstjórn skikki leikmenn ekki í bann Jóhann vildi ekki tjá sig um einstaka mál eða stöðuuppfærslur þeirra sem nefnd eru að ofan. Hann segir þó skýrt að mótsstjórn banni leikmönnum ekki að spila. „Mótsstjórn setur ekki leikmenn í bann. Mótsstjórn treystir frábærum þjálfurum þessara liða til að vinna með sínum krökkum, og foreldrum til að stíga inn ef þarf. Það er alveg af og frá að mótsstjórn geri eitthvað slíkt,“ segir Jóhann Þór sem segir mótið í heild hafa gengið afar vel. „1.600 leikir og tíu þúsund manns. Það er viðbúið að eitthvað komi upp. En upplifun allra sem ég hef talað við hefur verið mjög jákvæð og við höfum fengið mjög góð viðbrögð við þessu frumkvæði um bleika spjaldi. Ég vona svo sannarlega að sú umræða skili sér frá sjöunda flokki og alla leið upp í efstu deild. Því mér virðist ekki veita af,“ segir Jóhann Þór. Viðtal við Jóhann má sjá í spilaranum að ofan. Fótbolti Íþróttir barna Breiðablik Kópavogur Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vakti athygli á slæmri upplifun dóttur sinnar af Símamótinu um helgina og sama má segja um Sif Atladóttur, leikmann Selfoss í Bestu deild kvenna. Upplifun sem í báðum tilfellum hafi verið vegna hegðunar foreldra. Jóhann Þór Jónsson, formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar Breiðabliks og formaður mótsnefndar Símamótsins, segir mótið heilt yfir hafa verið afar vel heppnað en því miður komi upp einstaka atvik á risastóru móti. „Ég lít ekki á þetta sem neinar ásakanir. Ég vil fyrst og fremst segja að Símamótið heppnaðist gríðarlega vel. Hér voru spilaðir 1.600 leikir og okkur þykir gríðarlega miður að upplifun einstakra foreldra hafi verið neikvæð,“ „Símamótið lagði upp með það að leggja áherslu á virðingu foreldra og aðstandenda fyrir leikmönnunum. Símamótið er vettvengur ungu stelpnanna okkar og það tókst. Það fór ekkert bleikt spjald á loft. En í 1.600 leikjum gerist ýmislegt og það finnst okkur gríðarlega miður að einhverjir leikir hafi farið þannig og upplifun einhverra foreldra hafi verið þannig að markmið mótsins hafi ekki náðst,“ segir Jóhann Þór. Mótsstjórn skikki leikmenn ekki í bann Jóhann vildi ekki tjá sig um einstaka mál eða stöðuuppfærslur þeirra sem nefnd eru að ofan. Hann segir þó skýrt að mótsstjórn banni leikmönnum ekki að spila. „Mótsstjórn setur ekki leikmenn í bann. Mótsstjórn treystir frábærum þjálfurum þessara liða til að vinna með sínum krökkum, og foreldrum til að stíga inn ef þarf. Það er alveg af og frá að mótsstjórn geri eitthvað slíkt,“ segir Jóhann Þór sem segir mótið í heild hafa gengið afar vel. „1.600 leikir og tíu þúsund manns. Það er viðbúið að eitthvað komi upp. En upplifun allra sem ég hef talað við hefur verið mjög jákvæð og við höfum fengið mjög góð viðbrögð við þessu frumkvæði um bleika spjaldi. Ég vona svo sannarlega að sú umræða skili sér frá sjöunda flokki og alla leið upp í efstu deild. Því mér virðist ekki veita af,“ segir Jóhann Þór. Viðtal við Jóhann má sjá í spilaranum að ofan.
Fótbolti Íþróttir barna Breiðablik Kópavogur Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“