Fótbolti

Ten Hag eftir hörmu­legan endi: „Ekki skemmti­legt kvöld“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Erik Ten Hag þakkar áhorfendum eftir vægast sagt súran endi.
Erik Ten Hag þakkar áhorfendum eftir vægast sagt súran endi. Matthew Ashton/Getty Images

Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög ósáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir að hans menn höfðu glutrað niður tveggja marka forystu gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildar karla í knattspyrnu.

Man United hóf leikinn frábærlega og virtist vera búið að klára einvígið í fyrri hálfleik. Hins vegar hrundið liðið algjörlega þegar innan við tíu mínútur voru til leiksloka. Tvö sjálfsmörk sem og Lisandro Martínez fór að því virtist alvarlega meiddur af velli.

„Við vorum með leikinn í höndunum, vorum 2-0 yfir en hefðum átt að vera búnir að skora þrjú eða fjögur. Getum kennt sjálfum okkur um. Við vorum óheppnir með meiðsli, þurfum að gera nokkrar skiptingar vegna meiðsla og þá misstum við stjórn á leiknum.“

„Við fengum á okkur tvö sjálfsmörk, það er óheppni en við verðum að höndla það. Við verðum að læra og þurfum að drepa leiki en einvígið er nú galopið.“

„Þegar við náðum ekki að skora þriðja markið og lentum í nokkrum meiðslum þá misstum við ryðmann sem við höfðum verið í. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, sýndum mikla trú og Marcel Sabitzer skoraði tvö frábær mörk. Hefðum getað skorað enn fleiri en í síðari hálfleik misstum við alla stjórn á leiknum.“

„Ég veit að við getum gert betur með þá leikmenn sem kláruðu leikinn. Við þurfum að vera yfirvegaðri, þetta var ekki skemmtilegt kvöld.“

Að lokum tjáði Ten Hag sig um meiðsli Martínez og Raphaël Varane.

„Við sjáum Martínez falla niður með engan nálægt sér. Það lítur ekki vel út en það er þó ekki um að ræða meiðsli á hásin. Ekki á því svæði. Ég veit ekki hversu alvarleg meiðslin eru, sama með Raphaël.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×