Fótbolti

Fer með PSG til München þrátt fyrir að hafa verið kærður fyrir nauðgun

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hakimi verður með PSG í seinni leiknum gegn Bayern.
Hakimi verður með PSG í seinni leiknum gegn Bayern. EPA-EFE/TERESA SUAREZ

Achraf Hakimi, hægri bakvörður París Saint-Germain, mun ferðast með liðinu til München þar sem síðari leikur PSG og Bayern í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fer fram. Hakimi var nýverið sakaður um nauðgun og hefur verið kærður vegna málsins.

Undir lok síðasta mánaðar var Hakimi sakaður um að hafa nauðgað konu á heimili sínu í París. Samkvæmt fréttaveitunni AFP var hann tekinn til yfirheyrslu og í kjölfarið kærður. Leikmaðurinn er þó enn frjáls ferða sinna.

Hakimi æfði með liðinu í dag, mánudag, og var í kjölfarið valinn í leikmannahóp PSG sem fer til München þar sem liðið þarf á tveggja marka sigri að halda ætli það sé áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Samkvæmt fréttum erlendis hefur Hakimi leyfi til að ferðast með PSG þó rannsókn sé í gangi. Lögfræðiteymi leikmannsins segir hann vera fórnarlamb fjárkúgunar. Það er þó vitað að hann hafi borgað Uber-leigubíl fyrir konuna og stundað með henni mök á meðan eiginkona hans og börn voru erlendis.

Achraf Hakimi er 24 ára gamall og hefur spilað með Real Madríd, Borussia Dortmund og Inter Milan ásamt PSG. Þá á hann að baki 61 A-landsleik fyrir Marokkó.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×