Íranskar konur telja næsta öruggt að ríkisstjórn Írans fylgist með þeim á HM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2022 07:30 Stuðningskona Írans á leik liðsins gegn Wales á dögunum. Marvin Ibo Guengoer(Getty Images Kvenkyns stuðningsmenn íranska landsliðsins í fótbolta telja að menn á vegum ríkisstjórnar landsins fylgist með þeim á leikjum liðsins á heimsmeistaramótinu sem nú fer fram í Katar. Þannig er mál með vexti að konur mega ekki fara á fótboltaleiki í Íran en þónokkrar hafa stutt við bakið á Íran sem eygir enn von um að komast í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins. Á vefnum The Athletic er greint frá því að þónokkrar íranskar konur hafi tekið eftir jakkafataklæddir menn hafi verið að fylgjast með þeim með sjónauka og jafnvel tekið þær upp. Mikil ólga ríkir nú í Íran þar sem gríðarleg mótmæli hafa átt sér stað. Hefur þúsundum verið stungið í fangelsi og mótmælendur jafnvel dæmdir til dauða. Í gær, mánudag, var greint frá því að fjölskyldum leikmanna hafi verið hótað pyntingum og fangelsisvist ef leikmennirnir myndu ekki haga sér sómasamlega. Í fyrsta leik Íran sungu leikmenn liðsins ekki með þjóðsöngnum. Í öðrum leik liðsins mátti sjá nokkra leikmenn muldra með en enginn tók undir af líf og sál. Er talið að leikmenn hafi þarna verið að sýna samstöðu með mótmælendum heima fyrir og í raun að mótmæla ríkisstjórn landsins. Þá greindi The Athletic frá því að fjöldi íranskra kvenna sem nú eru staddar í Katar að fylgjast með HM telji að fylgst sé með þeim þegar Íran spilar. Mótshaldarar segjast gæta fyllsta öryggis og að áhættumat sé gert fyrir hvern leik. Female Iranian fans believe they're being watched at games by 'spotters' from their government.The women - who aren't allowed at matches back home - saw men filming them & others watching with binoculars.The concerns have been reported to FIFA.@AdamCrafton_ @lmwilliamson7— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 28, 2022 Jafnframt segir í svari ríkisstjórnar Katar við fyrirspurn Athletic að enginn á vegum íranska ríkisins sé að fylgjast með stuðningsfólki Írans í leikjum liðsins á mótinu. Hvorki FIFA né knattspyrnusamband Írans svaraði fyrirspurn Athletic um málið. Fótbolti HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Íranir vilja sparka Bandaríkjamönnum af HM Íranska knattspyrnusambandið hefur sent inn formlega kvörtun til FIFA vegna Bandaríkjanna. 28. nóvember 2022 10:00 Segir að ummæli Klinsmann um íranska liðið sé „svívirðing við fótbolta“ Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins í fótbolta, segir að ummæli fyrrum knattspyrnumannsins Jürgen Klinsmann um liðið séu „svívirðing við fótbolta.“ 27. nóvember 2022 13:00 Öryggisverðir tóku treyju með nafni Masha Amini af stuðningsmanni Írans Öryggisverðir á leik Wales og Írans á HM 2022 fjarlægðu treyju stuðningsmanns íranska liðsins með nafni Masha Amini. 25. nóvember 2022 11:55 Íranskur landsliðsmaður handtekinn eftir æfingu Voria Ghafouri, landsliðsmaður Írans í fótbolta, hefur verið handtekinn, sakaður um að dreifa „áróðri“ gegn íranska ríkinu. 24. nóvember 2022 15:17 Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Þannig er mál með vexti að konur mega ekki fara á fótboltaleiki í Íran en þónokkrar hafa stutt við bakið á Íran sem eygir enn von um að komast í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins. Á vefnum The Athletic er greint frá því að þónokkrar íranskar konur hafi tekið eftir jakkafataklæddir menn hafi verið að fylgjast með þeim með sjónauka og jafnvel tekið þær upp. Mikil ólga ríkir nú í Íran þar sem gríðarleg mótmæli hafa átt sér stað. Hefur þúsundum verið stungið í fangelsi og mótmælendur jafnvel dæmdir til dauða. Í gær, mánudag, var greint frá því að fjölskyldum leikmanna hafi verið hótað pyntingum og fangelsisvist ef leikmennirnir myndu ekki haga sér sómasamlega. Í fyrsta leik Íran sungu leikmenn liðsins ekki með þjóðsöngnum. Í öðrum leik liðsins mátti sjá nokkra leikmenn muldra með en enginn tók undir af líf og sál. Er talið að leikmenn hafi þarna verið að sýna samstöðu með mótmælendum heima fyrir og í raun að mótmæla ríkisstjórn landsins. Þá greindi The Athletic frá því að fjöldi íranskra kvenna sem nú eru staddar í Katar að fylgjast með HM telji að fylgst sé með þeim þegar Íran spilar. Mótshaldarar segjast gæta fyllsta öryggis og að áhættumat sé gert fyrir hvern leik. Female Iranian fans believe they're being watched at games by 'spotters' from their government.The women - who aren't allowed at matches back home - saw men filming them & others watching with binoculars.The concerns have been reported to FIFA.@AdamCrafton_ @lmwilliamson7— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 28, 2022 Jafnframt segir í svari ríkisstjórnar Katar við fyrirspurn Athletic að enginn á vegum íranska ríkisins sé að fylgjast með stuðningsfólki Írans í leikjum liðsins á mótinu. Hvorki FIFA né knattspyrnusamband Írans svaraði fyrirspurn Athletic um málið.
Fótbolti HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Íranir vilja sparka Bandaríkjamönnum af HM Íranska knattspyrnusambandið hefur sent inn formlega kvörtun til FIFA vegna Bandaríkjanna. 28. nóvember 2022 10:00 Segir að ummæli Klinsmann um íranska liðið sé „svívirðing við fótbolta“ Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins í fótbolta, segir að ummæli fyrrum knattspyrnumannsins Jürgen Klinsmann um liðið séu „svívirðing við fótbolta.“ 27. nóvember 2022 13:00 Öryggisverðir tóku treyju með nafni Masha Amini af stuðningsmanni Írans Öryggisverðir á leik Wales og Írans á HM 2022 fjarlægðu treyju stuðningsmanns íranska liðsins með nafni Masha Amini. 25. nóvember 2022 11:55 Íranskur landsliðsmaður handtekinn eftir æfingu Voria Ghafouri, landsliðsmaður Írans í fótbolta, hefur verið handtekinn, sakaður um að dreifa „áróðri“ gegn íranska ríkinu. 24. nóvember 2022 15:17 Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Íranir vilja sparka Bandaríkjamönnum af HM Íranska knattspyrnusambandið hefur sent inn formlega kvörtun til FIFA vegna Bandaríkjanna. 28. nóvember 2022 10:00
Segir að ummæli Klinsmann um íranska liðið sé „svívirðing við fótbolta“ Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins í fótbolta, segir að ummæli fyrrum knattspyrnumannsins Jürgen Klinsmann um liðið séu „svívirðing við fótbolta.“ 27. nóvember 2022 13:00
Öryggisverðir tóku treyju með nafni Masha Amini af stuðningsmanni Írans Öryggisverðir á leik Wales og Írans á HM 2022 fjarlægðu treyju stuðningsmanns íranska liðsins með nafni Masha Amini. 25. nóvember 2022 11:55
Íranskur landsliðsmaður handtekinn eftir æfingu Voria Ghafouri, landsliðsmaður Írans í fótbolta, hefur verið handtekinn, sakaður um að dreifa „áróðri“ gegn íranska ríkinu. 24. nóvember 2022 15:17
Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45