Viðar Örn skoraði bæði í sigri | Arnór Ingvi skoraði þegar Norrköping henti frá sér unnum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2022 19:31 Arnór Ingvi var á skotskónum í kvöld. Twitter@ifknorrkoping Íslendinglið Atromitos í Grikklandi vann 2-1 sigur á Giannina í úrvalsdeildinni þar í landi þökk sé tveimur mörkum frá Viðari Erni Kjartanssyni. Arnór Ingvi Traustason skoraði annað mark Norrköping í því sem virtist ætla að vera öruggur sigur á Mjallby, lokatölur hins vegar 2-2 þar á bæ. Viðar Örn og Samúel Kári Friðjónsson voru í byrjunarliði Atromitos sem tók á móti Giannina í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir yfir á 63. mínútu en skömmu þar áður hafði Samúel Kári verið tekinn af velli. Viðar Örn jafnaði metin á 75. mínútu og tryggði svo sigurinn með marki fjórum mínútum fyrir leikslok. Nældi Selfyssingurinn sér í gult spjald í fagnaðarlátunum. Hann var svo tekinn af velli í uppbótartíma. Lokatölur 2-1 Íslendingaliðinu í vil en Atromitos er nú með 11 stig í 6. sæti að loknum sjö umferðum. Á sama tíma er Hörður Björgvin Magnússon og liðsfélagar hans í Panathinaikos á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eða 21 talsins. Arnór Ingvi var í byrjunarliði Norrköping líkt og Ari Freyr Skúlason þegar Mjallby kom í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá var Andri Lucas Guðjohnsen á varamannabekk liðsins. Arnór Sigurðsson var hins vegar hvergi sjáanlegur í kvöld. Christoffer Nyman kom heimaliðinu yfir eftir stundarfjórðung og var það eina mark fyrri hálfleiks. Arnór Ingvi skoraði svo eftir rúma klukkustund með skoti úr aukaspyrnu sem hafði viðkomu í varnarveggnum og flaug þaðan í netið. Óverjandi fyrir markvörð gestanna. Arnor Ingvi Traustasons frispark går via muren och in i mål! 2-0 för IFK Norrköping.Se matchen på https://t.co/ocJJkbqFRn pic.twitter.com/r4YvY9KkN7— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Andri Lucas kom svo inn af bekknum á 65. mínútu og nældi sér í gult tíu mínútum síðar. Upp úr aukaspyrnunni tókst gestunum að minnka muninn, staðan orðin 2-1 og stundarfjórðungur til leiksloka. Silas Nwankwo reducerar till 2-1 för Mjällby med kvarten kvar att spela. pic.twitter.com/ntmWOEmE6q— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Þegar fjórar mínútur voru til loka venjulegs leiktíma fékk Amir Al Ammari beint rautt spjald í liði Mjallby og gestirnir því marki undir og manni færri það sem eftir lifði leiks. Rött kort på Amir Al-Ammari i Mjällby efter den här situationen. pic.twitter.com/NouFmpvhvs— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Þér létu það ekki á sig fá og tókst að jafna metin þegar venjulegum leiktíma lauk. Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum og lauk leiknum því með 2-2 jafntefli. Íslendinglið Norrköping er nú með 29 stig að loknum 25 leikjum. Carlos Moros Gracia kvitterar till 2-2 när Mjällby spelar med en man mindre! pic.twitter.com/Lkf1DybBoE— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Í öðrum leikjum þá spilaði Aron Sigurðarson 76 mínútur og nældi sér í gult spjald þegar AC Horsens gerði markalaust jafntefli við Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Horsens er í 8. sæti með 15 stig að loknum 12 leikjum. Fótbolti Gríski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Sjá meira
Viðar Örn og Samúel Kári Friðjónsson voru í byrjunarliði Atromitos sem tók á móti Giannina í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir yfir á 63. mínútu en skömmu þar áður hafði Samúel Kári verið tekinn af velli. Viðar Örn jafnaði metin á 75. mínútu og tryggði svo sigurinn með marki fjórum mínútum fyrir leikslok. Nældi Selfyssingurinn sér í gult spjald í fagnaðarlátunum. Hann var svo tekinn af velli í uppbótartíma. Lokatölur 2-1 Íslendingaliðinu í vil en Atromitos er nú með 11 stig í 6. sæti að loknum sjö umferðum. Á sama tíma er Hörður Björgvin Magnússon og liðsfélagar hans í Panathinaikos á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eða 21 talsins. Arnór Ingvi var í byrjunarliði Norrköping líkt og Ari Freyr Skúlason þegar Mjallby kom í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá var Andri Lucas Guðjohnsen á varamannabekk liðsins. Arnór Sigurðsson var hins vegar hvergi sjáanlegur í kvöld. Christoffer Nyman kom heimaliðinu yfir eftir stundarfjórðung og var það eina mark fyrri hálfleiks. Arnór Ingvi skoraði svo eftir rúma klukkustund með skoti úr aukaspyrnu sem hafði viðkomu í varnarveggnum og flaug þaðan í netið. Óverjandi fyrir markvörð gestanna. Arnor Ingvi Traustasons frispark går via muren och in i mål! 2-0 för IFK Norrköping.Se matchen på https://t.co/ocJJkbqFRn pic.twitter.com/r4YvY9KkN7— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Andri Lucas kom svo inn af bekknum á 65. mínútu og nældi sér í gult tíu mínútum síðar. Upp úr aukaspyrnunni tókst gestunum að minnka muninn, staðan orðin 2-1 og stundarfjórðungur til leiksloka. Silas Nwankwo reducerar till 2-1 för Mjällby med kvarten kvar att spela. pic.twitter.com/ntmWOEmE6q— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Þegar fjórar mínútur voru til loka venjulegs leiktíma fékk Amir Al Ammari beint rautt spjald í liði Mjallby og gestirnir því marki undir og manni færri það sem eftir lifði leiks. Rött kort på Amir Al-Ammari i Mjällby efter den här situationen. pic.twitter.com/NouFmpvhvs— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Þér létu það ekki á sig fá og tókst að jafna metin þegar venjulegum leiktíma lauk. Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum og lauk leiknum því með 2-2 jafntefli. Íslendinglið Norrköping er nú með 29 stig að loknum 25 leikjum. Carlos Moros Gracia kvitterar till 2-2 när Mjällby spelar med en man mindre! pic.twitter.com/Lkf1DybBoE— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Í öðrum leikjum þá spilaði Aron Sigurðarson 76 mínútur og nældi sér í gult spjald þegar AC Horsens gerði markalaust jafntefli við Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Horsens er í 8. sæti með 15 stig að loknum 12 leikjum.
Fótbolti Gríski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti