Aron Einar aftur í landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2022 10:01 Aron Einar Gunnarsson lék síðast með íslenska landsliðinu gegn Póllandi í vináttulandsleik í júní á síðasta ári. Getty Aron Einar Gunnarsson snýr aftur í íslenska landsliðshópinn í fótbolta fyrir næstu leiki liðsins sem fara fram síðar í þessum mánuði. Þetta er fullyrt í grein mbl.is en Arnar Þór Viðarsson tilkynnir næsta landsliðshóp sinn á blaðamannafundi klukkan 13:15 í dag, í beinni útsendingu á Vísi. Aron Einar hefur ekki verið valinn í landsliðið síðan í júní á síðasta ári en hann kom ekki til greina vegna ásakana um nauðgun. Aron Einar hefur ávallt neitað sök og eftir að ríkissaksóknari staðfesti í síðasta mánuði niðurfellingu héraðssaksóknara á kynferðisbrotamálinu sem höfðað var gegn Aroni, og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, er Arnari samkvæmt reglum KSÍ heimilt að velja hann í landsliðið. Aron Einar, sem er 33 ára gamall, gæti því nálgast hundrað landsleikja múrinn en hann á að baki 97 A-landsleiki og hefur leitt íslenska liðið sem fyrirliði á tvö stórmót, EM 2016 og HM 2018. Hann hefur leikið með Al Arabi í Katar síðustu ár og er með liðinu á toppi katörsku úrvalsdeildarinnar eftir sjö umferðir. Ísland mætir Venesúela í vináttulandsleik 22. september til að undirbúa sig fyrir leik sem gæti orðið ansi mikilvægur, þann 27. september á útivelli gegn Albaníu, þegar keppni í Þjóðadeildinni lýkur. Leikurinn gæti orðið afar úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins sem Ísland er í, í B-deild Þjóðadeildarinnar, en sigur í riðlinum veitir sterka stöðu í undankeppni EM 2024 og rétt til að spila í umspili ef á þarf að halda. Ísland þarf þó að treysta á að Albanía tapi ekki gegn Ísrael í leik sem fram fer þremur dögum fyrr, eða 24. september, því annars vinnur Ísrael riðilinn. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Sjá meira
Þetta er fullyrt í grein mbl.is en Arnar Þór Viðarsson tilkynnir næsta landsliðshóp sinn á blaðamannafundi klukkan 13:15 í dag, í beinni útsendingu á Vísi. Aron Einar hefur ekki verið valinn í landsliðið síðan í júní á síðasta ári en hann kom ekki til greina vegna ásakana um nauðgun. Aron Einar hefur ávallt neitað sök og eftir að ríkissaksóknari staðfesti í síðasta mánuði niðurfellingu héraðssaksóknara á kynferðisbrotamálinu sem höfðað var gegn Aroni, og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, er Arnari samkvæmt reglum KSÍ heimilt að velja hann í landsliðið. Aron Einar, sem er 33 ára gamall, gæti því nálgast hundrað landsleikja múrinn en hann á að baki 97 A-landsleiki og hefur leitt íslenska liðið sem fyrirliði á tvö stórmót, EM 2016 og HM 2018. Hann hefur leikið með Al Arabi í Katar síðustu ár og er með liðinu á toppi katörsku úrvalsdeildarinnar eftir sjö umferðir. Ísland mætir Venesúela í vináttulandsleik 22. september til að undirbúa sig fyrir leik sem gæti orðið ansi mikilvægur, þann 27. september á útivelli gegn Albaníu, þegar keppni í Þjóðadeildinni lýkur. Leikurinn gæti orðið afar úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins sem Ísland er í, í B-deild Þjóðadeildarinnar, en sigur í riðlinum veitir sterka stöðu í undankeppni EM 2024 og rétt til að spila í umspili ef á þarf að halda. Ísland þarf þó að treysta á að Albanía tapi ekki gegn Ísrael í leik sem fram fer þremur dögum fyrr, eða 24. september, því annars vinnur Ísrael riðilinn.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Sjá meira