Valgeir Lunddal áfram á toppnum í Svíþjóð | Öruggt hjá Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2022 20:45 Valgeir Lunddal (lengst til hægri) og félagar eru enn á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar. @bkhackenofcl Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnar Bayern München er liðið fór örugglega áfram í þýsku bikarkeppninni, lokatölur 7-0 Bæjurum í vil. Valgeir Lunddal Friðriksson er áfram á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar. Bayern heimsótti Ingolstadt og var Glódís Perla í hjarta varnarinnar. Sigurinn var einkar öruggur eins og lokatölur gefa til kynna en staðan var orðin 2-0 eftir aðeins átta mínútur og var 4-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Mit vier Toren und zahlreichen Chancen in die Halbzeitpause! #FCIFCB | 0:4 | 45' pic.twitter.com/WDsu1MRBEl— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 12, 2022 Lokatölur 7-0 og Bayern komið áfram í þýska bikarnum. Á síðustu leiktíð fór liðið alla leið í undanúrslit þar sem það beið lægri hlut gegn Wolfsburg. Í Svíþjóð gerðu Davíð Kristján Ólafsson og Valgeir Lunddal Friðriksson 1-1 jafntefli þegar lið þeirra Kalmar og Häcken mættust. Báðir léku allan leikinn í vinstri bakverði. Davíð Kristján nældi sér í gult spjald í leiknum. BK Häcken ligger under i halvtid med 1 0 på Guldfågeln Arena. Trots att laget öppnade starkt har man ännu inte lyckats få in ett mål bakom Kalmar FFs Ricardo Friedrich.#bkhäcken pic.twitter.com/4udwcSfi4V— BK Häcken (@bkhackenofcl) September 12, 2022 Valgeir Lunddal og félagar í Häcken eru enn á toppnum, nú með 46 stig að loknum 22 umferðum. Kalmar er á sama tíma í 6. sæti með 37 stig. Birkir Bjarnason spilaði tíu mínútur í dramatískum 3-2 sigri Adana Demirspor á Tyrklandsmeisturum Trabzonspor. Staðan var 2-1 Demirspor í vil þegar Birkir var sendur inn af bekknum. Gestirnir jöfnuðu en þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Samet Akaydin sigurmark leiksins. Birkir og félagar eru nú í 4. sæti deildarinnar með 13 stig að loknum sex umferðum, aðeins stigi á eftir toppliði Konyaspor. Aron Sigurðarson spilaði 76 mínútur í 2-1 tapi Horsens gegn Viborg á útivelli. Aron nældi sér í gult spjald í síðari hálfleik. Eftir leik kvöldsins er Horsens í 7. sæti með 11 stig eftir níu umferðir. Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK unnu 1-0 sigur á Lamia í grísku úrvalsdeildinni. PAOK er í 3. sæti með tíu stig að loknum fjórum umferðum. Fótbolti Þýski boltinn Danski boltinn Sænski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Crystal Palace | Mikilvægur slagur á fallsvæðinu Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Haaland skaut í stöngina í uppbótartíma og Bournemouth slapp með sigur Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Sjá meira
Bayern heimsótti Ingolstadt og var Glódís Perla í hjarta varnarinnar. Sigurinn var einkar öruggur eins og lokatölur gefa til kynna en staðan var orðin 2-0 eftir aðeins átta mínútur og var 4-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Mit vier Toren und zahlreichen Chancen in die Halbzeitpause! #FCIFCB | 0:4 | 45' pic.twitter.com/WDsu1MRBEl— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 12, 2022 Lokatölur 7-0 og Bayern komið áfram í þýska bikarnum. Á síðustu leiktíð fór liðið alla leið í undanúrslit þar sem það beið lægri hlut gegn Wolfsburg. Í Svíþjóð gerðu Davíð Kristján Ólafsson og Valgeir Lunddal Friðriksson 1-1 jafntefli þegar lið þeirra Kalmar og Häcken mættust. Báðir léku allan leikinn í vinstri bakverði. Davíð Kristján nældi sér í gult spjald í leiknum. BK Häcken ligger under i halvtid med 1 0 på Guldfågeln Arena. Trots att laget öppnade starkt har man ännu inte lyckats få in ett mål bakom Kalmar FFs Ricardo Friedrich.#bkhäcken pic.twitter.com/4udwcSfi4V— BK Häcken (@bkhackenofcl) September 12, 2022 Valgeir Lunddal og félagar í Häcken eru enn á toppnum, nú með 46 stig að loknum 22 umferðum. Kalmar er á sama tíma í 6. sæti með 37 stig. Birkir Bjarnason spilaði tíu mínútur í dramatískum 3-2 sigri Adana Demirspor á Tyrklandsmeisturum Trabzonspor. Staðan var 2-1 Demirspor í vil þegar Birkir var sendur inn af bekknum. Gestirnir jöfnuðu en þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Samet Akaydin sigurmark leiksins. Birkir og félagar eru nú í 4. sæti deildarinnar með 13 stig að loknum sex umferðum, aðeins stigi á eftir toppliði Konyaspor. Aron Sigurðarson spilaði 76 mínútur í 2-1 tapi Horsens gegn Viborg á útivelli. Aron nældi sér í gult spjald í síðari hálfleik. Eftir leik kvöldsins er Horsens í 7. sæti með 11 stig eftir níu umferðir. Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK unnu 1-0 sigur á Lamia í grísku úrvalsdeildinni. PAOK er í 3. sæti með tíu stig að loknum fjórum umferðum.
Fótbolti Þýski boltinn Danski boltinn Sænski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Crystal Palace | Mikilvægur slagur á fallsvæðinu Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Haaland skaut í stöngina í uppbótartíma og Bournemouth slapp með sigur Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Sjá meira