Fótbolti

Sjáðu Norðurálsmótið á Akranesi: Gleðin við völd er stjörnur framtíðarinnar stigu sín fyrstu skref

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
norduralsmotid_2022_(1)
skjáskot/bjarni einarsson

Það var nóg um að vera á Akranesi þegar Norðurálsmótið fór þar fram á dögunum, þar sem strákar í 7. flokki léku listir sínar. Þeir sýndu einnig tilþrif utan vallar og voru laufléttir í bragði í samtölum sínum við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, sem gerði mótinu góð skil í þætti á Stöð 2 Sport.

Norðurálsmótið fór fram dagana 17.-19. júní á Akranesi. Þáttinn í heild má nú sjá hér á Vísi en hann er hluti árlegri þáttaröð Stöðvar 2 Sport um sumarmótin í fótbolta.

Klippa: Sumarmótin 2022 - Norðurálsmótið

Gaupi ræddi meðal annars við hressa stráka úr ÍBV, ÍR, Gróttu, Þrótti, Selfossi og heimamenn í ÍA.

Í lok þáttar fylgdist Gaupi svo með leik ÍA og Þróttar þar sem liðin léku af mikilli snilld og nokkur gullfalleg mörk litu dagsins ljós. Eftir leik mættu leikmenn liðanna svo í viðtöl eins og atvinnumönnum sæmir og greindu leikinn í þaula.

Ekki er leikið til úrslita á mótinu, en allir keppendur fá viðurkenningu fyrir þátttökuna og augljóst var að gleðin var við völd.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×