„Getum alveg eins verið með í baráttunni um titillinn næsta sumar“ Atli Arason skrifar 25. september 2021 17:36 Ísak Snær Þorvaldsson ásamt þjálfara sínum hjá ÍA, Jóhannesi Karli Guðjónssyni. MYND/ÍA Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, gat ekki lýst tilfinningum sínum eftir 2-3 endurkomu sigur ÍA á Keflavík á útivelli í dag. Sigurinn gerir það að verkum að Skagamenn halda sæti sínu í efstu deild en ÍA var 2-0 undir þegar rúmur klukkutími var liðin af leiknum. „Ég er orðlaus. Þetta er bara karakterinn, við gefumst ekki upp fyrr en dómarinn er búinn að flauta leikinn af. Það sást þegar við lentum tveimur mörkum undir þá kveiknaði aðeins í okkur og þegar stuðningurinn er svona þá erum við 13 inn á vellinum,“ sagði Ísak í viðtali eftir leik. Stuðningurinn sem ÍA fékk í dag var vægast sagt góður. Skagamenn sendu þrjár rútur af stuðningsmönnum til Keflavíkur og liðið fékk góðan stuðning, jafnvel þrátt fyrir að vera 2-0 undir eftir klukkutíma leik. Ísak þakkaði stuðningin og biðlar til stuðningsmanna að sýna það sama í næst leik. „Ég vil fá þetta aftur í bikarnum. Þetta á að vera svona í öllum leikjum, ekki bara í síðustu leikjunum. Ef við spilum svona eins og við gerðum í dag þá getum við alveg eins verið með í baráttunni um titillinn næsta sumar. Þetta var geggjaður leikur fannst mér. Allir strákarnir voru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan,“ svaraði Ísak aðspurður út í stuðningsmanna sveitina. Ísak telur að lukkudísirnar hafi verið með þeim í liði í seinni hálfleiknum. „Þeir fá ekki nema eitt hálf færi í fyrri hálfleik sem þeir skora úr. Við vorum óheppnir að skora ekki í fyrri hálfleik. Þetta datt með okkur í seinni hálfleik þar sem heppnin var aðeins meira með okkur.“ Næsti leikur Skagamanna er einmitt aftur á móti Keflavík, í þetta sinn í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Sá leikur fer fram á Akranesi og Ísak kallar eftir eins baráttugleði frá liðsfélögum sínum svo ÍA eigi möguleika að komast í bikarúrslit. „Þeir munu koma vitlausir á móti okkur í næsta leik og vilja vinna hann. Við munum fara aftur yfir þá og hvernig þeir spiluðu þennan leik og skoðum hvað við getum bætt. Við ætlum að sýna eins mikla baráttu í næsta leik,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, að lokum. Fótbolti Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍA 2-3 | Skagamenn snéru taflinu við og bæði lið halda sér uppi Skagamenn tryggðu sæti sitt í Pepsi Max deild karla að ári með því að vinna 3-2 útisigur gegn Keflvíkingum í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í dag eftir að hafa lent 2-0 undir. Önnur úrslit dagsins þýða það að Keflvíkingar halda einnig sæti sínu í deildinni. 25. september 2021 16:31 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Sjá meira
„Ég er orðlaus. Þetta er bara karakterinn, við gefumst ekki upp fyrr en dómarinn er búinn að flauta leikinn af. Það sást þegar við lentum tveimur mörkum undir þá kveiknaði aðeins í okkur og þegar stuðningurinn er svona þá erum við 13 inn á vellinum,“ sagði Ísak í viðtali eftir leik. Stuðningurinn sem ÍA fékk í dag var vægast sagt góður. Skagamenn sendu þrjár rútur af stuðningsmönnum til Keflavíkur og liðið fékk góðan stuðning, jafnvel þrátt fyrir að vera 2-0 undir eftir klukkutíma leik. Ísak þakkaði stuðningin og biðlar til stuðningsmanna að sýna það sama í næst leik. „Ég vil fá þetta aftur í bikarnum. Þetta á að vera svona í öllum leikjum, ekki bara í síðustu leikjunum. Ef við spilum svona eins og við gerðum í dag þá getum við alveg eins verið með í baráttunni um titillinn næsta sumar. Þetta var geggjaður leikur fannst mér. Allir strákarnir voru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan,“ svaraði Ísak aðspurður út í stuðningsmanna sveitina. Ísak telur að lukkudísirnar hafi verið með þeim í liði í seinni hálfleiknum. „Þeir fá ekki nema eitt hálf færi í fyrri hálfleik sem þeir skora úr. Við vorum óheppnir að skora ekki í fyrri hálfleik. Þetta datt með okkur í seinni hálfleik þar sem heppnin var aðeins meira með okkur.“ Næsti leikur Skagamanna er einmitt aftur á móti Keflavík, í þetta sinn í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Sá leikur fer fram á Akranesi og Ísak kallar eftir eins baráttugleði frá liðsfélögum sínum svo ÍA eigi möguleika að komast í bikarúrslit. „Þeir munu koma vitlausir á móti okkur í næsta leik og vilja vinna hann. Við munum fara aftur yfir þá og hvernig þeir spiluðu þennan leik og skoðum hvað við getum bætt. Við ætlum að sýna eins mikla baráttu í næsta leik,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, að lokum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍA 2-3 | Skagamenn snéru taflinu við og bæði lið halda sér uppi Skagamenn tryggðu sæti sitt í Pepsi Max deild karla að ári með því að vinna 3-2 útisigur gegn Keflvíkingum í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í dag eftir að hafa lent 2-0 undir. Önnur úrslit dagsins þýða það að Keflvíkingar halda einnig sæti sínu í deildinni. 25. september 2021 16:31 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - ÍA 2-3 | Skagamenn snéru taflinu við og bæði lið halda sér uppi Skagamenn tryggðu sæti sitt í Pepsi Max deild karla að ári með því að vinna 3-2 útisigur gegn Keflvíkingum í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í dag eftir að hafa lent 2-0 undir. Önnur úrslit dagsins þýða það að Keflvíkingar halda einnig sæti sínu í deildinni. 25. september 2021 16:31