Fyrrverandi leikmaður ÍBV og Vals í gæsluvarðhaldi - Hóstaði á lögreglu og sagðist vera með Covid Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2020 20:43 James Hurst lék með Val og ÍBV hér á landi á sínum tíma. James Hurst, fyrrverandi leikmaður ÍBV og Vals í fótbolta, hefur verið settur í gæsluvarðhald í Skotlandi í kjölfar þess að hann meðal annars hóstaði að lögregluþjónum og sagðist vera með kórónuveiruna. Hurst, sem er 28 ára gamall, lék með ÍBV árið 2010 og með Val hluta af tímabilunum 2013 og 2014. Samkvæmt BBC viðurkenndi hann fyrir dómi að hafa hagað sér með ógnandi hætti í garð lögregluþjónanna en hann tók æðiskast í garði við heimili konu í Glasgow í apríl. A footballer has been remanded in custody after being convicted of coughing at police officers and telling them he had #coronavirus. https://t.co/AjLuJGPC6Y #bbcfootball pic.twitter.com/7QUd8tU4V2— BBC Sport (@BBCSport) June 8, 2020 Hurst var handtekinn eftir að hafa meðal annars kallað lögreglumennina illum nöfnum og sagt þá vera skoska þræla sem ættu að vinna fyrir sig. Samkvæmt saksóknara sagði Hurst svo: „Ég er með Covid. Ég ætla að hósta og hrækja á ykkur alla.“ Hann hafi svo byrjað að hósta framan í andlit lögreglumanna um leið og þeir handjárnuðu hann. Hurst, sem er enskur, sagðist vera frá landi drottningarinnar og hélt áfram að fullyrða að skoska lögreglan væri ekkert annað en þrælar í sínum augum. Hurst, sem hefur áður verið dæmdur fyrir að aka undir áhrifum áfengis, fær að vita refsingu sína í kringum næstu mánaðamót. Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) ÍBV Valur Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
James Hurst, fyrrverandi leikmaður ÍBV og Vals í fótbolta, hefur verið settur í gæsluvarðhald í Skotlandi í kjölfar þess að hann meðal annars hóstaði að lögregluþjónum og sagðist vera með kórónuveiruna. Hurst, sem er 28 ára gamall, lék með ÍBV árið 2010 og með Val hluta af tímabilunum 2013 og 2014. Samkvæmt BBC viðurkenndi hann fyrir dómi að hafa hagað sér með ógnandi hætti í garð lögregluþjónanna en hann tók æðiskast í garði við heimili konu í Glasgow í apríl. A footballer has been remanded in custody after being convicted of coughing at police officers and telling them he had #coronavirus. https://t.co/AjLuJGPC6Y #bbcfootball pic.twitter.com/7QUd8tU4V2— BBC Sport (@BBCSport) June 8, 2020 Hurst var handtekinn eftir að hafa meðal annars kallað lögreglumennina illum nöfnum og sagt þá vera skoska þræla sem ættu að vinna fyrir sig. Samkvæmt saksóknara sagði Hurst svo: „Ég er með Covid. Ég ætla að hósta og hrækja á ykkur alla.“ Hann hafi svo byrjað að hósta framan í andlit lögreglumanna um leið og þeir handjárnuðu hann. Hurst, sem er enskur, sagðist vera frá landi drottningarinnar og hélt áfram að fullyrða að skoska lögreglan væri ekkert annað en þrælar í sínum augum. Hurst, sem hefur áður verið dæmdur fyrir að aka undir áhrifum áfengis, fær að vita refsingu sína í kringum næstu mánaðamót.
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) ÍBV Valur Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira