Loks fékk Sverrir Ingi tækifæri | Samúel Kári á skotskónum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2019 18:00 Loks fékk Sverrir Ingi tækifæri í byrjunarliðinu. Vísir/Vilhelm Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var loks í byrjunarliði gríska liðsins PAOK er liðið vann Lamia 3-0 á heimavelli í dag. Sverrir Ingi hafði aðeins leikið einn leik með PAOK á leiktíðinni fyrir daginn í dag, þá kom hann inn sem varamaður. Í dag var hann í hjarta varnarinnar og stóð sig með prýði. PAOK vann leikinn örugglega 3-0 en öll mörk dagsins komu á fyrstu 11 mínútum leiksins. PAOK, sem er ríkjandi Grikklandsmeistari, er sem stendur með 17 stig í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Olympiacos þegar sjö umferðum er lokið. Hjörtur Hermannsson, annar miðvörður þó hann spili bakvörð með íslenska landsliðinu, var á sínum stað í fimm manna varnarlínu Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Líkt og Sverrir var Hjörtur í sigurliði og líkt og hjá Sverri fór leikurinn 3-0. Bröndby pakkaði Lyngby BK saman á útivelli. Bröndby fer með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 13 umferðir. Eggert Gunnþór Jónsson kom af varamannabekknum hjá SönderjyskE er liðið tapaði 4-1 fyrir Nordsjælland á heimavelli. Eggert Gunnþór og félagar eru í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn er IFK Norrköping vann Kalmar FF 1-0 í sænsku úrvalsdeildinni. Norrköping er í 5. sæti deildarinnar með 53 stig þegar 28 umferðum er lokið. Í Noregi voru þó nokkrir Íslendingar að leik. Samúel Kári Friðjónsson kom inn af varamannabekknum eftir aðeins tíu mínútur þegar Viking lagði Tromsö 2-1 í norsku úrvalsdeildinni. Samúel Kári gerði sér lítið fyrir og kom Viking yfir á 26. mínútu og nældi sér svo í gult spjald þremur mínútum síðar. Í norsku B-deildinni spiluðu þeir Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson allan leikinn í 1-0 sigri Álasunds FK gegn Tromsdalen. Sigurinn þýðir að liðið er komið upp í efstu deild þó enn séu þrjár umferðir eftir af deildinni. Þá lék Viðar Ari Jónsson einnig allan leikinn í 3-0 sigri Sandefjörd á Notodden FK. Sömu sögu má segja um Aron Sigurðarson er IK Start gerði 0-0 jafntefli við KFUM Oslo. Jóhannes Þór Harðarson er þjálfari IK Start. Íslendingaliðin þrjú eru á toppi deildarinnar, Álasund efstir með 70 stig. Þar á eftir koma Sandefjord með 59 stig og Start í 3. sæti með 56 stig. Danski boltinn Norski boltinn Sænski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn lagði upp í stórsigri Kolbeinn Sigþórsson lagði upp eitt marka AIK í stórsigri á Falkenbergs í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2019 15:05 Glódís Perla sænskur meistari Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård tryggðu sér í dag sænska meistaratitilinn í fótbolta. 20. október 2019 15:16 Hörður og Arnór spiluðu í jafntefli CSKA Moskva gerði jafntefli við Ufa í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 20. október 2019 12:55 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Sjá meira
Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var loks í byrjunarliði gríska liðsins PAOK er liðið vann Lamia 3-0 á heimavelli í dag. Sverrir Ingi hafði aðeins leikið einn leik með PAOK á leiktíðinni fyrir daginn í dag, þá kom hann inn sem varamaður. Í dag var hann í hjarta varnarinnar og stóð sig með prýði. PAOK vann leikinn örugglega 3-0 en öll mörk dagsins komu á fyrstu 11 mínútum leiksins. PAOK, sem er ríkjandi Grikklandsmeistari, er sem stendur með 17 stig í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Olympiacos þegar sjö umferðum er lokið. Hjörtur Hermannsson, annar miðvörður þó hann spili bakvörð með íslenska landsliðinu, var á sínum stað í fimm manna varnarlínu Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Líkt og Sverrir var Hjörtur í sigurliði og líkt og hjá Sverri fór leikurinn 3-0. Bröndby pakkaði Lyngby BK saman á útivelli. Bröndby fer með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 13 umferðir. Eggert Gunnþór Jónsson kom af varamannabekknum hjá SönderjyskE er liðið tapaði 4-1 fyrir Nordsjælland á heimavelli. Eggert Gunnþór og félagar eru í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn er IFK Norrköping vann Kalmar FF 1-0 í sænsku úrvalsdeildinni. Norrköping er í 5. sæti deildarinnar með 53 stig þegar 28 umferðum er lokið. Í Noregi voru þó nokkrir Íslendingar að leik. Samúel Kári Friðjónsson kom inn af varamannabekknum eftir aðeins tíu mínútur þegar Viking lagði Tromsö 2-1 í norsku úrvalsdeildinni. Samúel Kári gerði sér lítið fyrir og kom Viking yfir á 26. mínútu og nældi sér svo í gult spjald þremur mínútum síðar. Í norsku B-deildinni spiluðu þeir Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson allan leikinn í 1-0 sigri Álasunds FK gegn Tromsdalen. Sigurinn þýðir að liðið er komið upp í efstu deild þó enn séu þrjár umferðir eftir af deildinni. Þá lék Viðar Ari Jónsson einnig allan leikinn í 3-0 sigri Sandefjörd á Notodden FK. Sömu sögu má segja um Aron Sigurðarson er IK Start gerði 0-0 jafntefli við KFUM Oslo. Jóhannes Þór Harðarson er þjálfari IK Start. Íslendingaliðin þrjú eru á toppi deildarinnar, Álasund efstir með 70 stig. Þar á eftir koma Sandefjord með 59 stig og Start í 3. sæti með 56 stig.
Danski boltinn Norski boltinn Sænski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn lagði upp í stórsigri Kolbeinn Sigþórsson lagði upp eitt marka AIK í stórsigri á Falkenbergs í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2019 15:05 Glódís Perla sænskur meistari Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård tryggðu sér í dag sænska meistaratitilinn í fótbolta. 20. október 2019 15:16 Hörður og Arnór spiluðu í jafntefli CSKA Moskva gerði jafntefli við Ufa í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 20. október 2019 12:55 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Sjá meira
Kolbeinn lagði upp í stórsigri Kolbeinn Sigþórsson lagði upp eitt marka AIK í stórsigri á Falkenbergs í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2019 15:05
Glódís Perla sænskur meistari Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård tryggðu sér í dag sænska meistaratitilinn í fótbolta. 20. október 2019 15:16
Hörður og Arnór spiluðu í jafntefli CSKA Moskva gerði jafntefli við Ufa í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 20. október 2019 12:55