Fimm ár í dag síðan að Luis Suarez missti jafnvægið og datt á öxlina hans Chiellini Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2019 20:30 Luis Suarez kvartar undir verk í tönnunum eftir að hafa bitið Ítalann Giorgio Chiellini í öxlina. Getty/Matthias Hangst 24. júní 2014 verður seint talinn vera einn af betri dögunum á knattspyrnuferli Úrúgvæmannsins Luis Suarez. Í dag eru fimm ár liðin frá þessum afdrifaríka degi í lífi Barcelona framherjans. Það var nefnilega á þessum degi fyrir fimm árum sem Luis Suarez varð uppvís að því að bíta Ítalann Giorgio Chiellini í öxlina í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu. Luis Suarez lét sig falla í grasið í kjölfarið og hélt um tennurnar sínar eins og hann væri fórnarlambið. Þegar málið var tekið fyrir hjá aganefnd FIFA þá sagðist hann hafa misst jafnvægið og dottið á öxlina hans Chiellini. Myndir og myndbönd af atvikinu sögðu hins vegar allt aðra sögu og það hjálpaði heldur ekki til að þetta var langt frá því að vera fyrsta bitið hans á fótboltavellinum. Luis Suarez var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir bitið. Suarez var enn í algjörri afneitun á æfingu daginn eftir þegar Oscar Tabarez, þjálfari Úrúgvæ, kallaði hann til sín. Tabarez færði honum fréttirnar af ákvörðun FIFA. Níu leikja bann og hann mátti ekki vera lengur í kringum úrúgvæska landsliðið. Hann þurfti að yfirgefa hópinn strax.Five years ago today, Luis Suarez bit Giorgio Chiellini at the World Cup pic.twitter.com/Ac33Vxn4cb — B/R Football (@brfootball) June 24, 2019Luis Suarez var þarna ennþá leikmaður Liverpool en enska félagið seldi hann síðan til Barcelona 11. júlí fyrir um 82 milljónir evra. Luis Suarez var í banni til 25. október og mátti ekki koma nálægt skipulögðum fótbolta, hvort sem leikmaður eða áhorfandi. Eftir áfrýjun Luis Suarez fékk hann að spila æfingaleiki með Barcelona en lék ekki fyrsta keppnisleikinn sinn með Barca fyrr en í lok október.“I lost my balance and hit my face against Chiellini, leaving a small bruise on my cheek and a strong pain in my teeth” Five years ago today, Luis Suarez came up with the worst excuse ever after sinking his teeth into Giorgio Chiellini pic.twitter.com/RoP9F6KuRz — GiveMeSport Football (@GMS__Football) June 24, 2019Luis Suarez hefur rætt þessa erfiðu tíma í viðtölum og sagt frá því að í kjölfarið hafi hann leitað sér aðstoðar hjá sálfræðingi. Sú meðferð hefur gengið vel því Luis Suarez hefur ekki bitið neinn andstæðing síðan þá. Suarez er samt ekki sáttur við þá meðferð sem hann og fjölskylda hans fékk í kjölfarið. Úr varð mikið fjölmiðlafár og hann var fórnarlamd háðs og harðar gagnrýni á samfélagamiðlum. Þrátt fyrir ótal mörk og fjölda titla mun honum eflaust seint takast að losna við svarta blettinn sem hann fékk á sig 24. júní fyrir fimm árum síðan.Never forget... On this day five years ago, Luis Suarez bit Chiellini and pretended he accidentally ran in to his shoulder with his teeth.pic.twitter.com/Vlun8SKezX — 90min (@90min_Football) June 24, 2019Luis Suarez has been voted the greatest sporting villain ever. Do you agree? pic.twitter.com/NSmMdMCUEQ — ESPN UK (@ESPNUK) June 17, 2019 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
24. júní 2014 verður seint talinn vera einn af betri dögunum á knattspyrnuferli Úrúgvæmannsins Luis Suarez. Í dag eru fimm ár liðin frá þessum afdrifaríka degi í lífi Barcelona framherjans. Það var nefnilega á þessum degi fyrir fimm árum sem Luis Suarez varð uppvís að því að bíta Ítalann Giorgio Chiellini í öxlina í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu. Luis Suarez lét sig falla í grasið í kjölfarið og hélt um tennurnar sínar eins og hann væri fórnarlambið. Þegar málið var tekið fyrir hjá aganefnd FIFA þá sagðist hann hafa misst jafnvægið og dottið á öxlina hans Chiellini. Myndir og myndbönd af atvikinu sögðu hins vegar allt aðra sögu og það hjálpaði heldur ekki til að þetta var langt frá því að vera fyrsta bitið hans á fótboltavellinum. Luis Suarez var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir bitið. Suarez var enn í algjörri afneitun á æfingu daginn eftir þegar Oscar Tabarez, þjálfari Úrúgvæ, kallaði hann til sín. Tabarez færði honum fréttirnar af ákvörðun FIFA. Níu leikja bann og hann mátti ekki vera lengur í kringum úrúgvæska landsliðið. Hann þurfti að yfirgefa hópinn strax.Five years ago today, Luis Suarez bit Giorgio Chiellini at the World Cup pic.twitter.com/Ac33Vxn4cb — B/R Football (@brfootball) June 24, 2019Luis Suarez var þarna ennþá leikmaður Liverpool en enska félagið seldi hann síðan til Barcelona 11. júlí fyrir um 82 milljónir evra. Luis Suarez var í banni til 25. október og mátti ekki koma nálægt skipulögðum fótbolta, hvort sem leikmaður eða áhorfandi. Eftir áfrýjun Luis Suarez fékk hann að spila æfingaleiki með Barcelona en lék ekki fyrsta keppnisleikinn sinn með Barca fyrr en í lok október.“I lost my balance and hit my face against Chiellini, leaving a small bruise on my cheek and a strong pain in my teeth” Five years ago today, Luis Suarez came up with the worst excuse ever after sinking his teeth into Giorgio Chiellini pic.twitter.com/RoP9F6KuRz — GiveMeSport Football (@GMS__Football) June 24, 2019Luis Suarez hefur rætt þessa erfiðu tíma í viðtölum og sagt frá því að í kjölfarið hafi hann leitað sér aðstoðar hjá sálfræðingi. Sú meðferð hefur gengið vel því Luis Suarez hefur ekki bitið neinn andstæðing síðan þá. Suarez er samt ekki sáttur við þá meðferð sem hann og fjölskylda hans fékk í kjölfarið. Úr varð mikið fjölmiðlafár og hann var fórnarlamd háðs og harðar gagnrýni á samfélagamiðlum. Þrátt fyrir ótal mörk og fjölda titla mun honum eflaust seint takast að losna við svarta blettinn sem hann fékk á sig 24. júní fyrir fimm árum síðan.Never forget... On this day five years ago, Luis Suarez bit Chiellini and pretended he accidentally ran in to his shoulder with his teeth.pic.twitter.com/Vlun8SKezX — 90min (@90min_Football) June 24, 2019Luis Suarez has been voted the greatest sporting villain ever. Do you agree? pic.twitter.com/NSmMdMCUEQ — ESPN UK (@ESPNUK) June 17, 2019
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira