Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Gamli NFL-sparkarinn Jay Feely hefur ákveðið að taka nýja U-beygju í lífi sínu og ætlar nú að leyfa pólítíkinni að njóta krafta sinna. Sport 23.4.2025 16:00
Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Mikel Arteta mun að eigin sögn ekki hvíla lykilmenn liðsins fyrir undanúrslitaleikina í Meistaradeildinni. Enski boltinn 23.4.2025 15:17
Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir var bæði með mark og stoðsendingu í sigri Víkingskvenna í Garðabænum í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær. Íslenski boltinn 23.4.2025 14:32
„Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Páskahelgin var eftirminnileg fyrir stelpurnar í 8. flokki Vals í körfubolta. Þær unnu þá Scania Cup í Svíþjóð. Annar þjálfara liðsins segir að það hafi lent í ýmsu mótlæti á leið sinni að titlinum en sigrast á því og eigi framtíðina fyrir sér. Körfubolti 23.4.2025 10:01
„Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Íslendingar gætu eignast Evrópumeistara í körfubolta í kvöld en Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao Basket mæta þá PAOK í seinni leiknum í úrslitum Europe Cup. Tryggvi hefur verið frá vegna meiðsla í um mánuð en er klár í slaginn fyrir leikinn mikilvæga. Körfubolti 23.4.2025 09:31
„Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugsson tóku óvænt við þjálfun ÍA eftir nokkrar umferðir sumarið 2006. Nálgun þeirra á þjálfarahlutverkið var nokkuð óvenjuleg en þeir áttu sér hauk í horni í verkalýðsleiðtoganum Vilhjálmi Birgissyni. Íslenski boltinn 23.4.2025 09:01
Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Knattspyrnukonan Almuth Schult vann bæði Ólympíugull með þýska landsliðinu og Meistaradeildina með VfL Wolfsburg. Hún segir fótboltaferil sinn hafa endað allt of snemma vegna þess að evrópsku félögin vilji í raun ekki semja við knattspyrnukonur sem eiga börn. Sport 23.4.2025 08:31
Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Úrúgvæski framherjinn Darwin Nunez hefur ekki komið við sögu í síðustu tveimur leikjum Liverpool og blaðamenn í Portúgal velta ástæðunni fyrir sér. Enski boltinn 23.4.2025 08:01
Hörður undir feldinn Eftir fjögurra ára vegferð er KR komið aftur í Bónusdeild kvenna í körfubolta. Þjálfarinn segist vera stoltur af liðinu sem er mikið til skipað ungum og uppöldum leikmönnum. Körfubolti 23.4.2025 07:33
Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Norska ríkisútvarpið skrifar um áhyggjur íþróttafólks af því að borða kjöt þegar það tekur þátt í heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Kína í næsta mánuði. Sport 23.4.2025 07:31
Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Los Angeles Lakers jafnaði einvígi sitt í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt en bæði Indiana Pacers og Oklahoma City Thunder komust hins vegar í 2-0 í sínum einvígum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 23.4.2025 07:18
Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Þrátt fyrir að það segi í samningi Chelsea og Manchester United að fyrrnefnda félagið þurfi að kaupa Jadon Sancho endi Chelsea ofar en 15. sæti í ensku úrvalsdeildinni þá er enn óvíst hvort Chelsea standi við samninginn. Enski boltinn 23.4.2025 07:02
Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Ítalska úrvalsdeildin, Sería A, hefur tekið þá ákvörðun að fresta fleiri leikjum í deildinni en öllum leikjum mánudagsins var frestað eftir að Frans páfi lést. Fótbolti 23.4.2025 06:32
Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Alls eru níu beinar útsendingar á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Sport 23.4.2025 06:02
Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Anthony Edwards er svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið og aðra hluti þar fyrir neðan. Dálæti hans á eigin líkama mun nú kosta hann rúmlega sex milljónir íslenskra króna eða 50 þúsund Bandaríkjadali. Körfubolti 22.4.2025 23:30
Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusamband Íslands fundaði í dag. Þar voru tveir leikmenn úrskurðaðir í bann í næstu umferð Mjólkurbikars karla. Um er að ræða 16-liða úrslit og fara leikirnir fram 14. og 15. maí næstkomandi. Íslenski boltinn 22.4.2025 23:02
„Svona er úrslitakeppnin“ Það gekk ekki mikið upp hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, og lærisveinum hans í Mosfellsbæ í kvöld. Valsmenn töpuðu með átta mörkum á móti Aftureldingu og er nú jafnt í einvígi liðanna, 1-1. Handbolti 22.4.2025 22:09
ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun ÍR og Selfoss mættust í þriðja sinn í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Eftir að tapa fyrsta leiknum nokkuð sannfærandi vann ÍR tvo leiki í röð með minnsta mun og mætir nú Val í undanúrslitum. Handbolti 22.4.2025 22:02
„Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Jamil Abiad, þjálfari Vals, segir liðið hafa leyst betur úr hápressu Hauka í leik kvöldsins en samt endað með svipað marga tapaða bolta. Vandamál sem þarf að leysa fyrir næsta leik ef Valskonur ætla ekki að láta sópa sér út úr úrslitakeppninni. Körfubolti 22.4.2025 21:45
KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna KA er Íslandsmeistari kvenna í blaki. Það þýðir að liðið stendur uppi sem Íslands- og bikarmeistari ásamt því að hafa orðið deildarmeistari og meistarar meistaranna fyrr á leiktíðinni. Sport 22.4.2025 21:28
Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslandsmeistarar Breiðabliks lentu 0-2 undir gegn Þrótti Reykjavík í leik liðanna í 2. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Meistararnir létu ekki deigann síga og tókst að jafna metin í uppbótartíma, jafntefli niðurstaðan í Laugardalnum. Íslenski boltinn 22.4.2025 17:16
„Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Þróttur tók á móti Breiðablik í 2. umferð Bestu deild kvenna í kvöld á Avis vellinum. Þróttur komst tveimur mörkum yfir en Breiðablik jafnaði í uppbótartíma 2-2 og þar við sat. Sport 22.4.2025 21:01
Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Haukar sóttu 80-82 sigur á Hlíðarenda í öðrum leik undanúrslitanna gegn Val. Heimakonur leiddu leikinn nánast allan tímann en köstuðu frá sér sigrinum undir lokin, Jiselle Thomas mistókst svo að jafna á vítalínunni á lokasekúndunum. Haukar verða með sópinn á lofti í næsta leik liðanna á laugardaginn. Körfubolti 22.4.2025 18:32
„Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir 2-6 tapið fyrir Víkingi í Bestu deild kvenna í kvöld. Hann segir að leikmenn Stjörnunnar verði að taka meiri ábyrgð og liðið þurfi að bæta spilamennsku sína til muna í næstu leikjum. Íslenski boltinn 22.4.2025 20:52