Erlent Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. Erlent 8.8.2022 10:25 Einn frægasti Jiu Jitsu-kappi heims skotinn í höfuðið af löggu á frívakt Leandro Lo, einn frægasti Jiu Jitsu-bardagamaður allra tíma, var skotinn í höfuðið á næturklúbbi í São Paulo í Brasilíu. Hinn 33 ára Brasilíumaður var staddur á skemmtanastað í Saude-hverfi borgarinnar þegar hann var skotinn af lögreglumanni á frívakt, að sögn lögreglu en sá er nú sagður vera á flótta. Erlent 8.8.2022 08:17 Ekkert lát á ógnandi heræfingum Kínverja í kringum Taívan Kínverjar tilkynntu í morgun að þeir hefðu framlengt heræfingar sínar í kringum Taívan. Æfingarnar hafa truflað flutninga og flugsamgöngur síðustu daga ásamt því að auka á áhyggjur manna af því að Kínverjar hafi í hyggju að ráðast inn í landið. Erlent 8.8.2022 07:23 Öldungadeildin samþykkir sögulegt frumvarp í baráttunni gegn loftslagsbreytingum Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær löggjöf sem kveður á um eina umfangsmestu fjárfestingu Bandaríkjanna í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og til að lækka smásöluverð á lyfseðilsskyldum lyfjum. Erlent 8.8.2022 07:15 Vopnahlé í kjölfar átaka á Gaza Heröfl Ísrael og Palestínu hafa samið um vopnahlé eftir þrjá daga af átökum en að minnsta kosti 43 eru látin vegna þeirra. Vopnahléið átti að hefjast klukkan hálf níu í kvöld á íslenskum tíma. Erlent 7.8.2022 21:24 Mjaldurinn í ánni Signu enn í vanda staddur Vannærður mjaldur fannst í ánni Signu nú á þriðjudag en mjaldurinn hefur neitað að borða þá fæðu sem honum hefur verið gefin og hefur vísindafólk á svæðinu miklar áhyggjur af heilsu hans. Líkurnar á því að hann komist aftur á sínar heimaslóðir séu hverfandi. Erlent 7.8.2022 20:28 Þúsundir mættu til útfarar þeirra sem féllu í loftárásum Ísraela á borgina Rafah á Gaza í gær Þúsundir mættu til útfarar þeirra sem féllu í loftárásum Ísraela á borgina Rafah á Gaza í gær. Þegar hafa 29 palestínumenn fallið í átökunum sem hófust á föstudag, þar á meðal almennir borgarar og börn. Erlent 7.8.2022 20:01 Fiðla seld fyrir tvo milljarða króna Fiðla sem smíðuð var fyrir rúmum 300 árum, var seld í sumar á uppboði fyrir andvirði tveggja milljarða íslenskra króna. Ekki er vitað hver kaupandinn var. Erlent 7.8.2022 17:01 Rannsaka tuttugu og fimm þúsund meinta stríðsglæpi Yfirvöld í Úkraínu rannsaka rúmlega 25 þúsund meinta stríðsglæpi sem Rússar eiga að hafa framið í landinu síðan innrásin hófst í lok febrúar. Erlent 7.8.2022 16:30 Færeyingar segja nei takk við Herjólfi III Færeyingar hafa stofnað undirskriftarlista þess efnis að fá annað skip en Herjólfur III til þess að sigla milli Þórshafnar og Suðureyjar á meðan ferjan Smyril fer í slipp. Ekki sé nægt pláss í Herjólfi til að hann leysi Smyril af. Erlent 7.8.2022 16:16 Áttatíu þúsund ferðamenn strandaglópar á „kínversku Hawaii“ Útgöngubann var sett á í borginni Sanya í Kína í gær eftir að 263 kórónuveirusmit greindust þar. Um það bil áttatíu þúsund ferðamenn eru nú staddir í borginni og komast þeir ekki neitt án þess að skila af sér fimm neikvæðum PCR-prófum á sjö dögum. Erlent 7.8.2022 14:39 Sænskur þingmaður sendi nektarmyndband úr þinghúsinu Nektarmyndband af sænskum þingmanni sem talið er að hafi verið tekið upp í þinghúsinu þar í landi er nú í dreifingu samkvæmt Aftonbladet. Maðurinn situr á þingi fyrir Svíþjóðardemókrata en flokkurinn hefur hafið rannsókn á málinu. Erlent 7.8.2022 11:48 Uri Geller segir skoska einkaeyju sína vera sjálfstæða smáþjóð Hinn umdeildi töframaður, sjónvarpsmaður og sjáandi, Uri Geller, heldur því fram að eyja við strendur Skotlands sem er í hans eigu sé nú orðin að smáþjóð (e. micronation). Hann keypti eyjuna árið 2009 en smáþjóðin mun á næstunni fá sinn eigin þjóðsöng, fána og stjórnarskrá. Erlent 7.8.2022 11:17 Ísraelar drápu leiðtoga PIJ og fimm almenna borgara Annar leiðtogi íslamistasamtakanna PIJ var drepinn í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza í nótt. Liðsmenn PIJ hafa skotið eldflaugum í átt að Jerúsalem í hefndarskyni. Erlent 7.8.2022 10:56 Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur áhyggjur en Rússar vísa ásökunum á bug Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur miklar áhyggjur af aðstæðum í Zaporizhzhya kjarnorkuverinu. Innviðir skemmdust töluvert í eldflaugaárásum fyrir helgi en verið er hið stærsta í Evrópu. Úkraínumenn og Rússar benda hver á annan. Erlent 7.8.2022 10:55 Fleiri skip sigla úr höfn Fjögur skip með korn innanborðs sigldu út á Svartahaf frá Úkraínu í morgun. Um tuttugu milljónir tonna bíða útflutnings frá Úkraínu en samanlagt voru um 160 þúsund tonn í skipunum fjórum. Erlent 7.8.2022 10:37 Annar eldsneytisgeymslutankur sprakk á Kúbu Eldsneytisgeymslutankur við höfnina í Matanzas á Kúbu sprakk nú í morgun vegna elds sem hafði logað á svæðinu um nóttina. Eldurinn logaði vegna eldingar sem hafði slegið niður í samskonar tank á föstudagskvöld og hann einnig sprungið. Erlent 6.8.2022 19:47 Biden búinn að losna við Covid, aftur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur nú aftur losað sig við kórónuveiruna. Forsetinn greindist með veiruna um síðustu helgi en hann mun þó halda áfram í einangrun þar til prófið er staðfest. Erlent 6.8.2022 18:59 Kona sem drap nauðgara sinn ákærð fyrir manndráp 22ja ára mexíkósk kona á yfir höfði sér 7 ára fangelsi fyrir að hafa orðið manni, sem var að nauðga henni, að bana. Ákæruvaldið segir konuna hafa beitt óhóflegu ofbeldi. Tæplega 50 konum er nauðgað að meðaltali á degi hverjum í Mexíkó. Erlent 6.8.2022 15:15 Hafa áhyggjur af horuðum mjaldri sem er fastur í Signu Yfirvöld í Frakklandi hafa áhyggjur af mjaldri sem fastur er í ánni Signu. Hvalurinn hefur ekki viljað borða neitt síðan hann fannst. Erlent 6.8.2022 15:09 Rúmlega fimm hundruð manns látist í skyndiflóðum í Pakistan Alls hafa 549 manns látið lífið í Pakistan síðasta mánuðinn vegna skyndiflóða. Yfir 42 þúsund heimili eru eyðilögð vegna þeirra. Erlent 6.8.2022 14:21 Segja Kínverja hafa æft árásir á Taívan Varnarmálaráðuneyti Taívans segir mikinn fjölda kínverskra herskipa og -flugvéla hafa verið við æfingar í Taívansundi. Sum þeirra hafi farið yfir miðlínu sundsins. Erlent 6.8.2022 13:30 Tólf manns látnir eftir rútuslys í Króatíu Tólf manns eru látnir eftir að rúta með 43 farþega lenti utan vegar nálægt þorpinu Jarek Bisaki í Króatíu í morgun. Allir þeir farþegar sem enn eru á lífi eru slasaðir og nokkrir þeirra alvarlega. Erlent 6.8.2022 12:10 Auknar áhyggjur af kjarnorkuverinu eftir árás Rússa Yfirvöld í Úkraínu hafa auknar áhyggjur af öryggi í Zaporizhzhya kjarnorkuverinu eftir loftárás rússneskra hersveita hinn 5. ágúst síðastliðinn. Kjarnorkuverið er hið stærsta í Evrópu. Erlent 6.8.2022 12:09 Ellefu látnir eftir árás á Gaza-svæðið Ellefu létu lífið er ísraelski herinn skaut eldflaugum á Gaza-svæðið í gær. Herinn segir að skotmark sitt hafi verið íslamskur öfgahópur en einhverjir þeirra sem létu lífið voru óbreyttir borgarar. Erlent 6.8.2022 10:22 Gert að greiða nærri sjö milljarða króna vegna lyga um skotárásina í Sandy Hook Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones þarf að greiða rúmar 49 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna, vegna ítrekaðra staðhæfinga um að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum hafi verið sviðsett. Erlent 5.8.2022 23:56 Herða öryggi af ótta við tölvuþrjóta Íhaldsflokkurinn í Bretlandi tók ákvörðun að herða öryggið í kringum kosningu forystu flokksins sem fer fram þessa dagana en flokkurinn var varaður við því að tölvuþrjótar gætu reynt að breyta niðurstöðu kjörsins. Niðurstaða kosninganna verður ljós þann 5. september næstkomandi. Erlent 5.8.2022 14:27 Alvarlega slösuð eftir öfluga eldingu við Hvíta húsið Tveir karlmenn og tvær konur slösuðust alvarlega þegar öflugri eldingu eða eldingum laust niður skammt frá Hvíta húsinu í Washington í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Erlent 5.8.2022 12:03 Segir hald Rússa á Griner óréttmætt Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari. Erlent 5.8.2022 11:52 Þrettán létust í eldsvoða á skemmtistað Minnst þrettán létust og 35 slösuðust eftir að eldur kviknaði á skemmtistað í Taílandi í nótt. Erlent 5.8.2022 07:48 « ‹ 256 257 258 259 260 261 262 263 264 … 334 ›
Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. Erlent 8.8.2022 10:25
Einn frægasti Jiu Jitsu-kappi heims skotinn í höfuðið af löggu á frívakt Leandro Lo, einn frægasti Jiu Jitsu-bardagamaður allra tíma, var skotinn í höfuðið á næturklúbbi í São Paulo í Brasilíu. Hinn 33 ára Brasilíumaður var staddur á skemmtanastað í Saude-hverfi borgarinnar þegar hann var skotinn af lögreglumanni á frívakt, að sögn lögreglu en sá er nú sagður vera á flótta. Erlent 8.8.2022 08:17
Ekkert lát á ógnandi heræfingum Kínverja í kringum Taívan Kínverjar tilkynntu í morgun að þeir hefðu framlengt heræfingar sínar í kringum Taívan. Æfingarnar hafa truflað flutninga og flugsamgöngur síðustu daga ásamt því að auka á áhyggjur manna af því að Kínverjar hafi í hyggju að ráðast inn í landið. Erlent 8.8.2022 07:23
Öldungadeildin samþykkir sögulegt frumvarp í baráttunni gegn loftslagsbreytingum Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær löggjöf sem kveður á um eina umfangsmestu fjárfestingu Bandaríkjanna í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og til að lækka smásöluverð á lyfseðilsskyldum lyfjum. Erlent 8.8.2022 07:15
Vopnahlé í kjölfar átaka á Gaza Heröfl Ísrael og Palestínu hafa samið um vopnahlé eftir þrjá daga af átökum en að minnsta kosti 43 eru látin vegna þeirra. Vopnahléið átti að hefjast klukkan hálf níu í kvöld á íslenskum tíma. Erlent 7.8.2022 21:24
Mjaldurinn í ánni Signu enn í vanda staddur Vannærður mjaldur fannst í ánni Signu nú á þriðjudag en mjaldurinn hefur neitað að borða þá fæðu sem honum hefur verið gefin og hefur vísindafólk á svæðinu miklar áhyggjur af heilsu hans. Líkurnar á því að hann komist aftur á sínar heimaslóðir séu hverfandi. Erlent 7.8.2022 20:28
Þúsundir mættu til útfarar þeirra sem féllu í loftárásum Ísraela á borgina Rafah á Gaza í gær Þúsundir mættu til útfarar þeirra sem féllu í loftárásum Ísraela á borgina Rafah á Gaza í gær. Þegar hafa 29 palestínumenn fallið í átökunum sem hófust á föstudag, þar á meðal almennir borgarar og börn. Erlent 7.8.2022 20:01
Fiðla seld fyrir tvo milljarða króna Fiðla sem smíðuð var fyrir rúmum 300 árum, var seld í sumar á uppboði fyrir andvirði tveggja milljarða íslenskra króna. Ekki er vitað hver kaupandinn var. Erlent 7.8.2022 17:01
Rannsaka tuttugu og fimm þúsund meinta stríðsglæpi Yfirvöld í Úkraínu rannsaka rúmlega 25 þúsund meinta stríðsglæpi sem Rússar eiga að hafa framið í landinu síðan innrásin hófst í lok febrúar. Erlent 7.8.2022 16:30
Færeyingar segja nei takk við Herjólfi III Færeyingar hafa stofnað undirskriftarlista þess efnis að fá annað skip en Herjólfur III til þess að sigla milli Þórshafnar og Suðureyjar á meðan ferjan Smyril fer í slipp. Ekki sé nægt pláss í Herjólfi til að hann leysi Smyril af. Erlent 7.8.2022 16:16
Áttatíu þúsund ferðamenn strandaglópar á „kínversku Hawaii“ Útgöngubann var sett á í borginni Sanya í Kína í gær eftir að 263 kórónuveirusmit greindust þar. Um það bil áttatíu þúsund ferðamenn eru nú staddir í borginni og komast þeir ekki neitt án þess að skila af sér fimm neikvæðum PCR-prófum á sjö dögum. Erlent 7.8.2022 14:39
Sænskur þingmaður sendi nektarmyndband úr þinghúsinu Nektarmyndband af sænskum þingmanni sem talið er að hafi verið tekið upp í þinghúsinu þar í landi er nú í dreifingu samkvæmt Aftonbladet. Maðurinn situr á þingi fyrir Svíþjóðardemókrata en flokkurinn hefur hafið rannsókn á málinu. Erlent 7.8.2022 11:48
Uri Geller segir skoska einkaeyju sína vera sjálfstæða smáþjóð Hinn umdeildi töframaður, sjónvarpsmaður og sjáandi, Uri Geller, heldur því fram að eyja við strendur Skotlands sem er í hans eigu sé nú orðin að smáþjóð (e. micronation). Hann keypti eyjuna árið 2009 en smáþjóðin mun á næstunni fá sinn eigin þjóðsöng, fána og stjórnarskrá. Erlent 7.8.2022 11:17
Ísraelar drápu leiðtoga PIJ og fimm almenna borgara Annar leiðtogi íslamistasamtakanna PIJ var drepinn í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza í nótt. Liðsmenn PIJ hafa skotið eldflaugum í átt að Jerúsalem í hefndarskyni. Erlent 7.8.2022 10:56
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur áhyggjur en Rússar vísa ásökunum á bug Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur miklar áhyggjur af aðstæðum í Zaporizhzhya kjarnorkuverinu. Innviðir skemmdust töluvert í eldflaugaárásum fyrir helgi en verið er hið stærsta í Evrópu. Úkraínumenn og Rússar benda hver á annan. Erlent 7.8.2022 10:55
Fleiri skip sigla úr höfn Fjögur skip með korn innanborðs sigldu út á Svartahaf frá Úkraínu í morgun. Um tuttugu milljónir tonna bíða útflutnings frá Úkraínu en samanlagt voru um 160 þúsund tonn í skipunum fjórum. Erlent 7.8.2022 10:37
Annar eldsneytisgeymslutankur sprakk á Kúbu Eldsneytisgeymslutankur við höfnina í Matanzas á Kúbu sprakk nú í morgun vegna elds sem hafði logað á svæðinu um nóttina. Eldurinn logaði vegna eldingar sem hafði slegið niður í samskonar tank á föstudagskvöld og hann einnig sprungið. Erlent 6.8.2022 19:47
Biden búinn að losna við Covid, aftur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur nú aftur losað sig við kórónuveiruna. Forsetinn greindist með veiruna um síðustu helgi en hann mun þó halda áfram í einangrun þar til prófið er staðfest. Erlent 6.8.2022 18:59
Kona sem drap nauðgara sinn ákærð fyrir manndráp 22ja ára mexíkósk kona á yfir höfði sér 7 ára fangelsi fyrir að hafa orðið manni, sem var að nauðga henni, að bana. Ákæruvaldið segir konuna hafa beitt óhóflegu ofbeldi. Tæplega 50 konum er nauðgað að meðaltali á degi hverjum í Mexíkó. Erlent 6.8.2022 15:15
Hafa áhyggjur af horuðum mjaldri sem er fastur í Signu Yfirvöld í Frakklandi hafa áhyggjur af mjaldri sem fastur er í ánni Signu. Hvalurinn hefur ekki viljað borða neitt síðan hann fannst. Erlent 6.8.2022 15:09
Rúmlega fimm hundruð manns látist í skyndiflóðum í Pakistan Alls hafa 549 manns látið lífið í Pakistan síðasta mánuðinn vegna skyndiflóða. Yfir 42 þúsund heimili eru eyðilögð vegna þeirra. Erlent 6.8.2022 14:21
Segja Kínverja hafa æft árásir á Taívan Varnarmálaráðuneyti Taívans segir mikinn fjölda kínverskra herskipa og -flugvéla hafa verið við æfingar í Taívansundi. Sum þeirra hafi farið yfir miðlínu sundsins. Erlent 6.8.2022 13:30
Tólf manns látnir eftir rútuslys í Króatíu Tólf manns eru látnir eftir að rúta með 43 farþega lenti utan vegar nálægt þorpinu Jarek Bisaki í Króatíu í morgun. Allir þeir farþegar sem enn eru á lífi eru slasaðir og nokkrir þeirra alvarlega. Erlent 6.8.2022 12:10
Auknar áhyggjur af kjarnorkuverinu eftir árás Rússa Yfirvöld í Úkraínu hafa auknar áhyggjur af öryggi í Zaporizhzhya kjarnorkuverinu eftir loftárás rússneskra hersveita hinn 5. ágúst síðastliðinn. Kjarnorkuverið er hið stærsta í Evrópu. Erlent 6.8.2022 12:09
Ellefu látnir eftir árás á Gaza-svæðið Ellefu létu lífið er ísraelski herinn skaut eldflaugum á Gaza-svæðið í gær. Herinn segir að skotmark sitt hafi verið íslamskur öfgahópur en einhverjir þeirra sem létu lífið voru óbreyttir borgarar. Erlent 6.8.2022 10:22
Gert að greiða nærri sjö milljarða króna vegna lyga um skotárásina í Sandy Hook Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones þarf að greiða rúmar 49 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna, vegna ítrekaðra staðhæfinga um að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum hafi verið sviðsett. Erlent 5.8.2022 23:56
Herða öryggi af ótta við tölvuþrjóta Íhaldsflokkurinn í Bretlandi tók ákvörðun að herða öryggið í kringum kosningu forystu flokksins sem fer fram þessa dagana en flokkurinn var varaður við því að tölvuþrjótar gætu reynt að breyta niðurstöðu kjörsins. Niðurstaða kosninganna verður ljós þann 5. september næstkomandi. Erlent 5.8.2022 14:27
Alvarlega slösuð eftir öfluga eldingu við Hvíta húsið Tveir karlmenn og tvær konur slösuðust alvarlega þegar öflugri eldingu eða eldingum laust niður skammt frá Hvíta húsinu í Washington í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Erlent 5.8.2022 12:03
Segir hald Rússa á Griner óréttmætt Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari. Erlent 5.8.2022 11:52
Þrettán létust í eldsvoða á skemmtistað Minnst þrettán létust og 35 slösuðust eftir að eldur kviknaði á skemmtistað í Taílandi í nótt. Erlent 5.8.2022 07:48