Villtum dýrum fækkað um 70 prósent á fimmtíu árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2022 07:53 Dýrum hefur fækkað gríðarlega í heiminum öllum á undanförnum fimmtíu árum. Vísir/Vilhelm Villtum dýrum á jörðinni hefur fækkað um tæp 70 prósent á rétt tæpum fimmtíu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu en þar er ofurneyslu mannfólks, minnkun skóglendis vegna ágangs manna og mengun þeirra kennt um þessa gríðarlegu fækkun dýra. Skýrslan var unnin af WWF og Dýrafræðingasamfélagi Lundúna (e. Zoological Society of London). Þar kemur fram að á milli ársins 1970 og 2018 hafi dýrum fækkað um 60 prósent. Tveimur árum síðar, árið 2020 hafi fækkunin frá 1970 verið 68 prósent. Fram kemur í frétt Guardian um málið að margir vísindamenn líti svo á að við lifum nú á tímum sjöttu fjöldaútrýmingarinnar. Við séum að verða vitni að mestu útrýmingu lífs á jörðinni síðan tími risaeðlanna rann sitt skeið. Í þetta skiptið sé það ekki gríðarstór loftsteinn sem beri ábyrgðina heldur við, mannfólkið. Áttatíu og níu höfundar skýrslunnar skora á þjóðarleiðtoga heimsins að grípa til aðgerða og samþykkja áætlun á Cop15 ráðstefnunni um fjölbreytni í lífríkinu, sem fer fram í Kanada í desember. Þá skora þeir á leiðtoga að takmarka hækkun hitastigs við 1,5°C á þessum áratug í von um að stöðva eyðileggingu náttúrunnar. Fram kemur í skýrslunni að villtum dýrum hafi fækkað lang mest í Suður- og Mið-Ameríku og eyjum Karíbahafsins, þar með talið Amazon regnskóginum. Þar hafi dýrum fækkað um 94 prósent á undanförnum 48 árum. Skógarhöggið er sagt spila stóran þátt í þessu, sérstaklega í Amazon skóginum sem er stærsti regnskógur heims. Næstmest fækkun sé í Afríku, þar sem dýrum hafi fækkað um 66 prósent, þar á eftir í Asíu og Kyrrahafi, 55 prósent, og Norður-Ameríku þar sem dýrum hefur fækkað um 20 prósent. Í Evrópu og Mið-Asíu hafi dýrum fækað um 18 prósent á þessu tímabili. Í skýrslunni er þessari fækkun líkt við að allt fólk í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Afríku, Eyjaálfu og Kína hyrfi á fimmtíu ára tímabili. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Við verðum að grípa í taumana“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og einn flutningsaðila tillögu um yfirlýsingu neyðarástands í loftslagsmálum sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að stjórnvöld víðs vegar um heiminn væru að bregðast jörðinni. Nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi. 12. október 2022 22:23 Telur það slæma hugmynd að skipta kjarnorku út fyrir kol Sænski umhverfisverndaraðgerðarsinninn Greta Thunberg varar við því að þýsk stjórnvöld loki kjarnorkuverum og framleiði í staðinn raforku með kolum. Til stendur að loka þremur þýskum kjarnorkuverum fyrir árslok á sama tíma og gömul kolaorkuver eru vakin upp frá dauðum. 12. október 2022 14:54 Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Skýrslan var unnin af WWF og Dýrafræðingasamfélagi Lundúna (e. Zoological Society of London). Þar kemur fram að á milli ársins 1970 og 2018 hafi dýrum fækkað um 60 prósent. Tveimur árum síðar, árið 2020 hafi fækkunin frá 1970 verið 68 prósent. Fram kemur í frétt Guardian um málið að margir vísindamenn líti svo á að við lifum nú á tímum sjöttu fjöldaútrýmingarinnar. Við séum að verða vitni að mestu útrýmingu lífs á jörðinni síðan tími risaeðlanna rann sitt skeið. Í þetta skiptið sé það ekki gríðarstór loftsteinn sem beri ábyrgðina heldur við, mannfólkið. Áttatíu og níu höfundar skýrslunnar skora á þjóðarleiðtoga heimsins að grípa til aðgerða og samþykkja áætlun á Cop15 ráðstefnunni um fjölbreytni í lífríkinu, sem fer fram í Kanada í desember. Þá skora þeir á leiðtoga að takmarka hækkun hitastigs við 1,5°C á þessum áratug í von um að stöðva eyðileggingu náttúrunnar. Fram kemur í skýrslunni að villtum dýrum hafi fækkað lang mest í Suður- og Mið-Ameríku og eyjum Karíbahafsins, þar með talið Amazon regnskóginum. Þar hafi dýrum fækkað um 94 prósent á undanförnum 48 árum. Skógarhöggið er sagt spila stóran þátt í þessu, sérstaklega í Amazon skóginum sem er stærsti regnskógur heims. Næstmest fækkun sé í Afríku, þar sem dýrum hafi fækkað um 66 prósent, þar á eftir í Asíu og Kyrrahafi, 55 prósent, og Norður-Ameríku þar sem dýrum hefur fækkað um 20 prósent. Í Evrópu og Mið-Asíu hafi dýrum fækað um 18 prósent á þessu tímabili. Í skýrslunni er þessari fækkun líkt við að allt fólk í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Afríku, Eyjaálfu og Kína hyrfi á fimmtíu ára tímabili.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Við verðum að grípa í taumana“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og einn flutningsaðila tillögu um yfirlýsingu neyðarástands í loftslagsmálum sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að stjórnvöld víðs vegar um heiminn væru að bregðast jörðinni. Nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi. 12. október 2022 22:23 Telur það slæma hugmynd að skipta kjarnorku út fyrir kol Sænski umhverfisverndaraðgerðarsinninn Greta Thunberg varar við því að þýsk stjórnvöld loki kjarnorkuverum og framleiði í staðinn raforku með kolum. Til stendur að loka þremur þýskum kjarnorkuverum fyrir árslok á sama tíma og gömul kolaorkuver eru vakin upp frá dauðum. 12. október 2022 14:54 Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
„Við verðum að grípa í taumana“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og einn flutningsaðila tillögu um yfirlýsingu neyðarástands í loftslagsmálum sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að stjórnvöld víðs vegar um heiminn væru að bregðast jörðinni. Nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi. 12. október 2022 22:23
Telur það slæma hugmynd að skipta kjarnorku út fyrir kol Sænski umhverfisverndaraðgerðarsinninn Greta Thunberg varar við því að þýsk stjórnvöld loki kjarnorkuverum og framleiði í staðinn raforku með kolum. Til stendur að loka þremur þýskum kjarnorkuverum fyrir árslok á sama tíma og gömul kolaorkuver eru vakin upp frá dauðum. 12. október 2022 14:54
Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53