Fundu óvænt málm í andrúmslofti glóandi gasrisa Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2022 12:01 Teikning listamanns af heitum gasrisa ganga fyrir móðurstjörnu sína. Stjörnufræðingar efnagreina lofthjúpa fjarreikistjarna með litrófsmælingum á ljósi stjarnanna sem skín í gegnum andrúmsloftið. ESO/M. Kornmesser Uppgötvun á málmtegundinni barín í lofthjúpi tveggja fjarlægra fjarreikistjarna kom vísindamönnum í opna skjöldu. Svo þungt frumefni hefur ekki áður fundist í lofthjúpi reikistjörnu og er fundurinn sagður afhjúpa hversu lítið menn vita enn um reikistjörnur í öðrum sólkerfum. Barín er með sætistöluna 56 í lotukerfinu en það finnst aldrei eitt og sér á jörðinni. Einu skiptin sem það má finna í andrúmsloftinu er þegar flugeldum er skotið á loft. Frumefnið fannst hátt í lofthjúpi gasrisanna WASP-76b og WASP-121b sem eru í mörg hundruð ljósára fjarlægð frá jörðinni, hvor í sínu sólkerfinu. Báðar reikistjörnur eru heitir gasrisar á stærð við Júpíter. Ólíkt stærstu reikistjörnunni í sólkerfinu okkar eru fjarreikistjörnurnar tvær gríðarlega heitar, um þúsund gráður við yfirborðið. Þær eru enda þétt upp við móðurstjörnur sínar og ganga um þær á aðeins einum til tveimur jarðneskum sólarhringum. Svo framandlegir eru þessir heimar að stjörnufræðinga grunar að járni rigni af himni ofan á WASP-76b þegar járn verður að gufu á þeirri hlið reikistjörnunnar sem snýr alltaf að móðurstjörnunni og blæs yfir á svalari fjærhliðina þar sem járngufan þéttist og fellur sem regn. Teikning af því hvernig járnrigning gæti litið út á fjærhlið WASP-76b. Möndulsnúningur reikistjörnunnar er bundinn vegna flóðkrafta á milli hennar og móðurstjörnunnar. Líkt og tunglið að jörðinni snýr hún því alltaf sömu hlið að stjörnunni. Járn er því talið gufa upp í vítishita á daghliðinni en þéttast og falla sem regn á næturhliðinni.ESO/M. Kornmesser Engu að síður kom það stjörnufræðingunum á óvart að finna barín sem er tvisvar og hálfu sinni þyngra en járn hátt í lofthjúpi reikistjarnanna. Þær hafa sterkan þyngdarkraft og því bjuggust vísindamennirnir við því að barín félli hratt niður í neðri lög lofthjúpsins. „Við bjuggumst ekki við og vorum ekki að leita að baríni sérstaklega og urðum að kanna gaumgæfilega hvort það væri í raun í reikistjörnunum þar sem það hafði aldrei sést áður á fjarreikistjörnu,“ er haft eftir Azevedo Silva, doktorsnema við Porto-háskóla sem fór fyrir rannsókninni, í tilkynningu á vef Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Hópurinn notaði VLT-sjónauka ESO til að efnagreina lofthjúp reikistjarnanna með því að mæla litróf ljóss frá móðurstjörnum reikistjarnanna sem skein í gegnum andrúmsloft þeirra. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Astronomy and Astrophysics í dag. Ekki liggur fyrir hvaða náttúrulega ferli veldur því að barín finnst svo hátt í lofthjúpi reikistjarnanna. Framtíðartækjabúnaður eins og ELT-sjónauki ESO á að hjálpa stjörnufræðingum að rannsaka frekar andrúmsloft stórra og lítilla fjarreikistjarna, ekki aðeins gasrisa eins og þessara heldur einnig bergreikistjarna sem hafa meiri líkindi við jörðina. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. 10. febrúar 2022 22:44 Hafa aldrei fundið eins náið par risasvarthola svo nálægt jörðu Par risasvarthola sem hópur stjörnufræðinga fann nýlega er það þéttasta og nálægasta jörðinni sem fundist hefur til þessa. Stjörnufræðingar telja að svarholin tvö muni sameinast í náinni framtíð á stjarnfræðilegan mælikvarða. 30. nóvember 2021 13:00 Fundu málmgufur utan um halastjörnur Uppgötvun evrópskra stjörnufræðinga á gufum þungmálma í gashjúpi utan um halastjörnur innan og utan sólkerfisins okkar þykir óvænt. Þungmálmar finnast venjulega í heitu umhverfi en ekki á gasformi í kringum halastjörnur þegar þær eru fjarri sólinni. 19. maí 2021 15:01 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Barín er með sætistöluna 56 í lotukerfinu en það finnst aldrei eitt og sér á jörðinni. Einu skiptin sem það má finna í andrúmsloftinu er þegar flugeldum er skotið á loft. Frumefnið fannst hátt í lofthjúpi gasrisanna WASP-76b og WASP-121b sem eru í mörg hundruð ljósára fjarlægð frá jörðinni, hvor í sínu sólkerfinu. Báðar reikistjörnur eru heitir gasrisar á stærð við Júpíter. Ólíkt stærstu reikistjörnunni í sólkerfinu okkar eru fjarreikistjörnurnar tvær gríðarlega heitar, um þúsund gráður við yfirborðið. Þær eru enda þétt upp við móðurstjörnur sínar og ganga um þær á aðeins einum til tveimur jarðneskum sólarhringum. Svo framandlegir eru þessir heimar að stjörnufræðinga grunar að járni rigni af himni ofan á WASP-76b þegar járn verður að gufu á þeirri hlið reikistjörnunnar sem snýr alltaf að móðurstjörnunni og blæs yfir á svalari fjærhliðina þar sem járngufan þéttist og fellur sem regn. Teikning af því hvernig járnrigning gæti litið út á fjærhlið WASP-76b. Möndulsnúningur reikistjörnunnar er bundinn vegna flóðkrafta á milli hennar og móðurstjörnunnar. Líkt og tunglið að jörðinni snýr hún því alltaf sömu hlið að stjörnunni. Járn er því talið gufa upp í vítishita á daghliðinni en þéttast og falla sem regn á næturhliðinni.ESO/M. Kornmesser Engu að síður kom það stjörnufræðingunum á óvart að finna barín sem er tvisvar og hálfu sinni þyngra en járn hátt í lofthjúpi reikistjarnanna. Þær hafa sterkan þyngdarkraft og því bjuggust vísindamennirnir við því að barín félli hratt niður í neðri lög lofthjúpsins. „Við bjuggumst ekki við og vorum ekki að leita að baríni sérstaklega og urðum að kanna gaumgæfilega hvort það væri í raun í reikistjörnunum þar sem það hafði aldrei sést áður á fjarreikistjörnu,“ er haft eftir Azevedo Silva, doktorsnema við Porto-háskóla sem fór fyrir rannsókninni, í tilkynningu á vef Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Hópurinn notaði VLT-sjónauka ESO til að efnagreina lofthjúp reikistjarnanna með því að mæla litróf ljóss frá móðurstjörnum reikistjarnanna sem skein í gegnum andrúmsloft þeirra. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Astronomy and Astrophysics í dag. Ekki liggur fyrir hvaða náttúrulega ferli veldur því að barín finnst svo hátt í lofthjúpi reikistjarnanna. Framtíðartækjabúnaður eins og ELT-sjónauki ESO á að hjálpa stjörnufræðingum að rannsaka frekar andrúmsloft stórra og lítilla fjarreikistjarna, ekki aðeins gasrisa eins og þessara heldur einnig bergreikistjarna sem hafa meiri líkindi við jörðina.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. 10. febrúar 2022 22:44 Hafa aldrei fundið eins náið par risasvarthola svo nálægt jörðu Par risasvarthola sem hópur stjörnufræðinga fann nýlega er það þéttasta og nálægasta jörðinni sem fundist hefur til þessa. Stjörnufræðingar telja að svarholin tvö muni sameinast í náinni framtíð á stjarnfræðilegan mælikvarða. 30. nóvember 2021 13:00 Fundu málmgufur utan um halastjörnur Uppgötvun evrópskra stjörnufræðinga á gufum þungmálma í gashjúpi utan um halastjörnur innan og utan sólkerfisins okkar þykir óvænt. Þungmálmar finnast venjulega í heitu umhverfi en ekki á gasformi í kringum halastjörnur þegar þær eru fjarri sólinni. 19. maí 2021 15:01 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. 10. febrúar 2022 22:44
Hafa aldrei fundið eins náið par risasvarthola svo nálægt jörðu Par risasvarthola sem hópur stjörnufræðinga fann nýlega er það þéttasta og nálægasta jörðinni sem fundist hefur til þessa. Stjörnufræðingar telja að svarholin tvö muni sameinast í náinni framtíð á stjarnfræðilegan mælikvarða. 30. nóvember 2021 13:00
Fundu málmgufur utan um halastjörnur Uppgötvun evrópskra stjörnufræðinga á gufum þungmálma í gashjúpi utan um halastjörnur innan og utan sólkerfisins okkar þykir óvænt. Þungmálmar finnast venjulega í heitu umhverfi en ekki á gasformi í kringum halastjörnur þegar þær eru fjarri sólinni. 19. maí 2021 15:01