Þarf að greiða fjölskyldum fórnarlamba tæpan milljarð dollara vegna samsæriskenninga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2022 20:22 Alex Jones er í vondum málum. Tyler Sizemore/Hearst Connecticut Media via AP, Pool, File Bandaríski fjölmiðlamaðurinn og samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur verið dæmdur til að greiða fjölskyldum barna sem myrt voru í skotárásinni í Sandy Hook í Bandaríkjunum tæpan milljarð dollara í skaðabætur. Þetta er niðurstaða kviðdóms í máli sem fjölskyldurnar höfðuðuð gegn Jones. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. Hélt hann því ítrekað fram að fjöldamorðið hafi verið sviðsett og að foreldrar barnanna væru leikarar á vegum stjórnvalda. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana auk sex starfsmanna skólans. Foreldrar margra barna sem dóu hafa höfðað mál gegn Jones í gegnum árin en með takmörkuðum árangri hingað til. Þau segja ummæli hans hafa valdið þau gífurlegu tilfinningalegu tjóni í gegnum árin og leitt til þess að áhorfendur Jones hafi áreitt þau lengi. Þá var Jones sakaður um það nú að hafa nýtt sér samsæriskenningarnar til þess að byggja upp áhorfendahóp á sjómvarpsráðs hans, samsæriskenningamiðlinum Infowars. Með þessu hafi hann hagnast um milljónir dollara. Barbara Bellis, dómari í málinu.H John Voorhees III/Hearst Connecticut Media via AP) Dómari í umræddi máli komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að Jones væri lagalega ábyrgur gagnvart þeim samsæriskenningum sem hann setti fram og ýtti undir í samsæriskenningamiðlinum, Fyrir stundu komst dómarinn að niðurstöðu um hversu háar skaðabæturnar ættu að vera. Alls þarf Jones að greiða fjölskyldunum 965 milljónir dollara. Fyrr á árinu var Jones dæmdur til að greiða 50 milljónir dollara vegna máls af sama meiði. Eru skaðabæturnar sem Jones þarf að greiða því yfir einn milljarður dollara. Í íslenskum krónum eru það um 144 milljarðar króna. Til að setja þá upphæð í íslenskt samhengi mætti byggja á bilinu sex til átta Hörpur fyrir þá fjárhæð. A Connecticut jury on Wednesday decided how much conspiracy theorist Alex Jones must pay the families of victims from the 2012 Sandy Hook shooting — here’s the breakdown: pic.twitter.com/jw4sg9UT7v— NowThis (@nowthisnews) October 12, 2022 Niðurstaðan í málunum tveimur var tilkomin vegna þess að Jones hefur um árabil neitað að útvega dómnum gögn sem hann hefur verið krafinn um. Dómarinn sagði sektir og aðrar tilraunir til að fá Jones til að afhenda gögnin hafa engum árangri skilað. Dómarinn gagnrýndi Jones harðlega og sagði að vegna undanbragða hans væri engin annar kostur í boði en að úrskurða hann ábyrgan. Óvíst er hvort að Jones hafi efni á því að greiða skaðabæturnar. Hann hefur áður sagt að hann geti ekki greitt meira en tvær milljónir dollara í skaðabætur. Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir „Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum. 3. ágúst 2022 22:48 Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið. 4. ágúst 2022 23:56 Gert að greiða nærri sjö milljarða króna vegna lyga um skotárásina í Sandy Hook Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones þarf að greiða rúmar 49 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna, vegna ítrekaðra staðhæfinga um að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum hafi verið sviðsett. 5. ágúst 2022 23:56 Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Þetta er niðurstaða kviðdóms í máli sem fjölskyldurnar höfðuðuð gegn Jones. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. Hélt hann því ítrekað fram að fjöldamorðið hafi verið sviðsett og að foreldrar barnanna væru leikarar á vegum stjórnvalda. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana auk sex starfsmanna skólans. Foreldrar margra barna sem dóu hafa höfðað mál gegn Jones í gegnum árin en með takmörkuðum árangri hingað til. Þau segja ummæli hans hafa valdið þau gífurlegu tilfinningalegu tjóni í gegnum árin og leitt til þess að áhorfendur Jones hafi áreitt þau lengi. Þá var Jones sakaður um það nú að hafa nýtt sér samsæriskenningarnar til þess að byggja upp áhorfendahóp á sjómvarpsráðs hans, samsæriskenningamiðlinum Infowars. Með þessu hafi hann hagnast um milljónir dollara. Barbara Bellis, dómari í málinu.H John Voorhees III/Hearst Connecticut Media via AP) Dómari í umræddi máli komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að Jones væri lagalega ábyrgur gagnvart þeim samsæriskenningum sem hann setti fram og ýtti undir í samsæriskenningamiðlinum, Fyrir stundu komst dómarinn að niðurstöðu um hversu háar skaðabæturnar ættu að vera. Alls þarf Jones að greiða fjölskyldunum 965 milljónir dollara. Fyrr á árinu var Jones dæmdur til að greiða 50 milljónir dollara vegna máls af sama meiði. Eru skaðabæturnar sem Jones þarf að greiða því yfir einn milljarður dollara. Í íslenskum krónum eru það um 144 milljarðar króna. Til að setja þá upphæð í íslenskt samhengi mætti byggja á bilinu sex til átta Hörpur fyrir þá fjárhæð. A Connecticut jury on Wednesday decided how much conspiracy theorist Alex Jones must pay the families of victims from the 2012 Sandy Hook shooting — here’s the breakdown: pic.twitter.com/jw4sg9UT7v— NowThis (@nowthisnews) October 12, 2022 Niðurstaðan í málunum tveimur var tilkomin vegna þess að Jones hefur um árabil neitað að útvega dómnum gögn sem hann hefur verið krafinn um. Dómarinn sagði sektir og aðrar tilraunir til að fá Jones til að afhenda gögnin hafa engum árangri skilað. Dómarinn gagnrýndi Jones harðlega og sagði að vegna undanbragða hans væri engin annar kostur í boði en að úrskurða hann ábyrgan. Óvíst er hvort að Jones hafi efni á því að greiða skaðabæturnar. Hann hefur áður sagt að hann geti ekki greitt meira en tvær milljónir dollara í skaðabætur.
Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir „Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum. 3. ágúst 2022 22:48 Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið. 4. ágúst 2022 23:56 Gert að greiða nærri sjö milljarða króna vegna lyga um skotárásina í Sandy Hook Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones þarf að greiða rúmar 49 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna, vegna ítrekaðra staðhæfinga um að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum hafi verið sviðsett. 5. ágúst 2022 23:56 Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
„Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum. 3. ágúst 2022 22:48
Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið. 4. ágúst 2022 23:56
Gert að greiða nærri sjö milljarða króna vegna lyga um skotárásina í Sandy Hook Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones þarf að greiða rúmar 49 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna, vegna ítrekaðra staðhæfinga um að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum hafi verið sviðsett. 5. ágúst 2022 23:56
Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56