Erlent

Bosnía fær stöðu um­sóknar­ríkis hjá ESB

Atli Ísleifsson skrifar
Ungverjinn Olivér Várhelyi er stækkunarmálastjóri ESB.
Ungverjinn Olivér Várhelyi er stækkunarmálastjóri ESB. Getty

Bosnía hefur fengið formlega stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Þetta staðfestir Oliver Varhelyi, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB í dag.

Greint er frá málinu á Twitter en hinn ungverski Varhelyi hafði þá upplýst þingnefnd Evrópuþingsins sem fer með málefni stækkunarmála um ákvörðunina.

Það eru aðildarríki Evrópusambandsins sem taka ákvörðun um hvort önnur ríki skulu fá stöðu umsóknarríkis.

Þjóðernisátök hafa lengi einkennt stjórnmál í Bosníu og er ekki mikil blöndun meðal Bosníaka, Bosníu-Króata og Bosníu-Serba.

Þó að Bosnía hafi nú fengið stöðu umsóknarríkis er langur vegur þar til að landið á möguleika á að verða fullgilt aðildarríki.

Aðildarríki ESB eru nú 27 eftir útgöngu Bretlands. Ríki með stöðu umsóknarríkis eru nú átta – Albanía, Moldóva, Norður-Makedónía, Svartfjallaland, Serbía, Tyrkland og Úkraína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×