Bein útsending: Segja Trump enn ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2022 16:00 Donald Trump á sviðið í Arizona á sunnudaginn. AP/Matt York Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra heldur opin fund í kvöld þar sem til stendur að skoða hugarástand Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, þegar árásin átti sér stað. Einnig ætla meðlimir nefndarinnar að ítreka það að lýðræði Bandaríkjanna stafi enn ógn af Trump og fylgjendum hans. Þetta er líklegast síðasti opni fundur nefndarinnar en hún hefur fjallað ítarlega um viðleitni Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Hópur stuðningsmanna Trumps ruddi sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna í Washington DC með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna, sem hann tapaði og hefur aldrei sætt sig við. Frá því hann tapaði kosningunum og jafnvel fyrir kosningarnar hefur Trump ítrekað haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur, sem er ekki rétt. Fulltrúadeildin, sem Demókratar stjórnuðu þá, ákærði Trump fyrir embættisbrot en Repúblikanar í öldungadeildinni komu í veg fyrir að hann yrði sakfelldur. Hafa rætt við fólk úr innsta hring Trumps Nærri því þrír mánuðir eru liðnir frá því nefndin hélt síðast opinn fund af þessu tagi. Síðan þá hafa meðlimir nefndarinnar farið yfir gögn frá lífvarðarsveit forsetans, rætt við vitni úr innsta hring Trumps og fleira. Markmið þessara opnu funda er að koma þeim upplýsingum sem nefndin hefur safnað á framfæri við Bandaríkjamenn en áhorf á þá hefur verið nokkuð mikið. Sjá einnig: Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Nefndin var stofnuð af fulltrúadeildinni eftir að Repúblikanar komu í veg fyrir stofnun óðháðrar rannsóknarnefndar vegna árásarinnar á þinghúsið. Leiðtogar Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni neituðu svo því að tveir ötulir stuðningsmenn Trumps fengju sæti í nefndinni, eins og leiðtogar Repúblikana kröfðust. Þess í stað tóku þau Liz Cheney og Adam Kinzinger sæti í nefndinni en bæði hafa verið gagnrýnin á Donald Trump vegna árásarinnar. Sjá einnig: Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Trump og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum hafa beitt sér gegn þeim af mikilli hörku en Kinzinger ætlar að hætta á þingi og Liz Cheney var sigruð í forvali Repúblikanaflokksins í Wyoming. Trump hefur tekist að bola svo gott sem öllum andstæðingum sínum innan Repúblikanaflokksins á brott. Segja Trump enn nota sama málflutning Í frétt Wall Street Journal segir að nefndin muni koma niðurstöðum sínum á framfæri í kvöld en engin vitni munu tala á fundinum. Þess í stað verða sýnd myndbönd af viðtölum við vitni og munu allir níu meðlimir nefndarinnar ræða rannsókn þeirra. Politico hefur eftir Cheney að nefndin ætli að sýna hvernig Trump hafi ítrekað notað sama málflutning leiddi til árásarinnar á þinghúsið og það hafi færst í aukana. Vísaði hún meðal annars til nýlegra ummæla dómara sem gagnrýndi háttsetta Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra í garð Trumps og sagði þá lafandi hrædda við hann. Sjá einnig: Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Bandarískir saksóknarar eru einnig með árásina á þinghúsið og aðkomu Trumps að henni til rannsóknar. Fundurinn hefst klukkan fimm og má fylgjast með honum í beinni útsendingu hér að neðan. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05 Krefur CNN um 68 milljarða vegna meintra ærumeiðinga Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur höfðað mál á hendur fjölmiðlarisanum CNN. Sakar hann sjónvarpsstöðina um að hafa vegið að æru sinni og fer fram á 475 milljónir dala í skaðabætur, jafnvirði 68 milljarða króna. 4. október 2022 08:42 Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03 Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11 Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Þetta er líklegast síðasti opni fundur nefndarinnar en hún hefur fjallað ítarlega um viðleitni Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Hópur stuðningsmanna Trumps ruddi sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna í Washington DC með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna, sem hann tapaði og hefur aldrei sætt sig við. Frá því hann tapaði kosningunum og jafnvel fyrir kosningarnar hefur Trump ítrekað haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur, sem er ekki rétt. Fulltrúadeildin, sem Demókratar stjórnuðu þá, ákærði Trump fyrir embættisbrot en Repúblikanar í öldungadeildinni komu í veg fyrir að hann yrði sakfelldur. Hafa rætt við fólk úr innsta hring Trumps Nærri því þrír mánuðir eru liðnir frá því nefndin hélt síðast opinn fund af þessu tagi. Síðan þá hafa meðlimir nefndarinnar farið yfir gögn frá lífvarðarsveit forsetans, rætt við vitni úr innsta hring Trumps og fleira. Markmið þessara opnu funda er að koma þeim upplýsingum sem nefndin hefur safnað á framfæri við Bandaríkjamenn en áhorf á þá hefur verið nokkuð mikið. Sjá einnig: Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Nefndin var stofnuð af fulltrúadeildinni eftir að Repúblikanar komu í veg fyrir stofnun óðháðrar rannsóknarnefndar vegna árásarinnar á þinghúsið. Leiðtogar Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni neituðu svo því að tveir ötulir stuðningsmenn Trumps fengju sæti í nefndinni, eins og leiðtogar Repúblikana kröfðust. Þess í stað tóku þau Liz Cheney og Adam Kinzinger sæti í nefndinni en bæði hafa verið gagnrýnin á Donald Trump vegna árásarinnar. Sjá einnig: Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Trump og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum hafa beitt sér gegn þeim af mikilli hörku en Kinzinger ætlar að hætta á þingi og Liz Cheney var sigruð í forvali Repúblikanaflokksins í Wyoming. Trump hefur tekist að bola svo gott sem öllum andstæðingum sínum innan Repúblikanaflokksins á brott. Segja Trump enn nota sama málflutning Í frétt Wall Street Journal segir að nefndin muni koma niðurstöðum sínum á framfæri í kvöld en engin vitni munu tala á fundinum. Þess í stað verða sýnd myndbönd af viðtölum við vitni og munu allir níu meðlimir nefndarinnar ræða rannsókn þeirra. Politico hefur eftir Cheney að nefndin ætli að sýna hvernig Trump hafi ítrekað notað sama málflutning leiddi til árásarinnar á þinghúsið og það hafi færst í aukana. Vísaði hún meðal annars til nýlegra ummæla dómara sem gagnrýndi háttsetta Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra í garð Trumps og sagði þá lafandi hrædda við hann. Sjá einnig: Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Bandarískir saksóknarar eru einnig með árásina á þinghúsið og aðkomu Trumps að henni til rannsóknar. Fundurinn hefst klukkan fimm og má fylgjast með honum í beinni útsendingu hér að neðan.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05 Krefur CNN um 68 milljarða vegna meintra ærumeiðinga Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur höfðað mál á hendur fjölmiðlarisanum CNN. Sakar hann sjónvarpsstöðina um að hafa vegið að æru sinni og fer fram á 475 milljónir dala í skaðabætur, jafnvirði 68 milljarða króna. 4. október 2022 08:42 Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03 Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11 Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59
Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05
Krefur CNN um 68 milljarða vegna meintra ærumeiðinga Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur höfðað mál á hendur fjölmiðlarisanum CNN. Sakar hann sjónvarpsstöðina um að hafa vegið að æru sinni og fer fram á 475 milljónir dala í skaðabætur, jafnvirði 68 milljarða króna. 4. október 2022 08:42
Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03
Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11
Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29