Erlent

Cuba Gooding Jr. sleppur við fangelsi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Cuba Gooding Jr. var handtekinn í júní 2019 eftir að hafa gefið sig fram við lögreglu.
Cuba Gooding Jr. var handtekinn í júní 2019 eftir að hafa gefið sig fram við lögreglu. Getty/Bauzen

Leikarinn Cuba Gooding Jr. slapp við fangelsisrefsingu þegar dómur yfir honum var kveðinn upp í dag í New York ríki. Hann játaði að hafa kynferðislega áreitt þrjár konur árin 2018 og 2019. Með því skilyrði að halda áfengismeðferð sinni áfram hlaut hann sex mánaða skilorðsbundinn dóm. 

Gooding Jr. var handtekinn í júní 2019 eftir að 29 ára kona kærði hann til lögreglu fyrir fyrrgreinda áreitni. Hafi það gerst á bar nálægt Times Square í New York. Nokkrum mánuðum síðar, var Gooding Jr. ákærður fyrir tvö atvik til viðbótar. Nokkrar konur eru sagðar hafa komið fram með nýjar ásakanir.

Réttarhöldin yfir Gooding Jr. áttu að fara fram í apríl 2020 en þeim var frestað vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusýkinga í New York ríki.

Leikarinn er þekktur fyrir leik sinn í fjölda bandarískra kvikmynda. Árið 1997 vann hann Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki í kvikmyndinni Jerry Maguire. Kaldhæðnislega átti hann einnig eftirtektarverða túlkun á fótboltmanninum fyrrverandi og leikaranum OJ Simpson í þáttunum The People vs. OJ Simpson. Fjalla þættirnir um hádramatísk réttarhöld yfir OJ Simpson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×