Úkraína

Fréttamynd

Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni

Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni.

Erlent
Fréttamynd

Lykilvitni breytir framburði sínum

Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega.

Erlent
Fréttamynd

Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni

Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans.

Erlent
Fréttamynd

Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum

William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum.

Erlent
Fréttamynd

Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða

Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi.

Erlent
Fréttamynd

Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu

Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs.

Erlent
Fréttamynd

Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd

Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins.

Erlent
Fréttamynd

Úkraínumenn ætla að rannsaka son Biden

Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Erlent