Börn getin eftir Tsjernóbyl-slysið erfa ekki skaðann sem foreldrarnir urðu fyrir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. apríl 2021 08:17 Kona myndar rústir skemmtigarðs í Prypyat. epa/Oleg Petrasyuk Einstaklingar sem urðu fyrir geislamengun í Tsjernóbyl arfleiða börnin sín ekki að þeim skaða sem þeir kunna sjálfir að hafa orðið fyrir. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á börnum foreldra sem unnu við hreinsun eftir kjarnorkuslysið. Rannsakendurnir fengu til liðs við sig heilar fjölskyldur og raðgreindu erfðamengi móður, föður og barna. Börnin voru getin eftir slysið og fæddust á árunum 1987 til 2002. Engar erfðabreytingar fundust hjá börnunum sem tengja mátti við þá geislamengun sem foreldrarnir urðu fyrir. Einn rannsakendanna, Dr. Stephen Chanock, segir um 50 til 100 nýjar erfðabreytingar finnast hjá nýjum kynslóðum en þær séu handahófskenndar og „kubbar þróunarinnar“, eins og hann kemst að orði. Þannig verði smám saman breytingar á erfðamenginu, með fæðingu hvers einasta barns. Hins vera hefðu rannsakendurnir varið níu mánuðum í að leita að breytingum sem þeir gætu tengt við geislamengandi umhverfi foreldranna fyrir getnað en fundið engar. Sundlaug í Prypyat.epa/Sergey Dolzhenko „Það voru margir hræddir við að eignast börn eftir kjarnorkusprengjurnar,“ segir Gerry Thomas, prófessor við Imperial College London, við BBC News. „Og fólk sem var hrætt við að eiga börn eftir slysið í Fukushima, af því að það óttaðist að börnin yrðu fyrir áhrifum vegna þeirrar geislamengunar sem foreldarnir urðu fyrir. Það er átakanlegt. Og ef við getum sýnt fram á að hún hefur engin áhrif, þá getum við vonandi slegið á þær áhyggjur.“ Thomas kom ekki að umræddri rannsókn en stóð fyrir annarri þar sem rannsakendur skoðuðu skjaldkirtilskrabbamein af völdum Tsjernóbyl-slyssins en talið er að um 5.000 einstaklingar hafi fengið slík krabbamein. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að skjaldkirtilskrabbamein af völdum geislamengunar væri ekki frábrugðið „hefðbundnu“ skjaldkirtilskrabbameini og því væri engin ástæða til að ætla annað en að ekki væri hægt að meðhöndla þau með sömu meðferð, með sama árangri. BBC greindi frá. Úkraína Kjarnorka Tsjernobyl Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Rannsakendurnir fengu til liðs við sig heilar fjölskyldur og raðgreindu erfðamengi móður, föður og barna. Börnin voru getin eftir slysið og fæddust á árunum 1987 til 2002. Engar erfðabreytingar fundust hjá börnunum sem tengja mátti við þá geislamengun sem foreldrarnir urðu fyrir. Einn rannsakendanna, Dr. Stephen Chanock, segir um 50 til 100 nýjar erfðabreytingar finnast hjá nýjum kynslóðum en þær séu handahófskenndar og „kubbar þróunarinnar“, eins og hann kemst að orði. Þannig verði smám saman breytingar á erfðamenginu, með fæðingu hvers einasta barns. Hins vera hefðu rannsakendurnir varið níu mánuðum í að leita að breytingum sem þeir gætu tengt við geislamengandi umhverfi foreldranna fyrir getnað en fundið engar. Sundlaug í Prypyat.epa/Sergey Dolzhenko „Það voru margir hræddir við að eignast börn eftir kjarnorkusprengjurnar,“ segir Gerry Thomas, prófessor við Imperial College London, við BBC News. „Og fólk sem var hrætt við að eiga börn eftir slysið í Fukushima, af því að það óttaðist að börnin yrðu fyrir áhrifum vegna þeirrar geislamengunar sem foreldarnir urðu fyrir. Það er átakanlegt. Og ef við getum sýnt fram á að hún hefur engin áhrif, þá getum við vonandi slegið á þær áhyggjur.“ Thomas kom ekki að umræddri rannsókn en stóð fyrir annarri þar sem rannsakendur skoðuðu skjaldkirtilskrabbamein af völdum Tsjernóbyl-slyssins en talið er að um 5.000 einstaklingar hafi fengið slík krabbamein. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að skjaldkirtilskrabbamein af völdum geislamengunar væri ekki frábrugðið „hefðbundnu“ skjaldkirtilskrabbameini og því væri engin ástæða til að ætla annað en að ekki væri hægt að meðhöndla þau með sömu meðferð, með sama árangri. BBC greindi frá.
Úkraína Kjarnorka Tsjernobyl Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira