Fundu lík þúsunda fórnarlamba Stalíns í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 26. ágúst 2021 12:05 Jósef Stalín er einn alræmdasti harðstjóri mannkynssögunnar. Þúsundir og þúsundir ofan voru myrtar í stjórnartíð hans í Úkraínu einni saman. Vísir/EPA Líkamsleifar allt frá fimm til átta þúsund manns fundust í 29 fjölgagröfum á framkvæmdasvæði í borginni Odessu í sunnanverðri Úkraínu. Talið er að fólkið hafi verið fórnarlömb sovésku leynilögreglunnar í tíð alræðisherrans Jósefs Stalín. Rannsakendur telja að grafirnar séu frá seinni hluta fjórða áratugs síðustu aldar. Grafirnar fundust við undirbúning framkvæmda við stækkun flugvallar í borginni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hundruð þúsunda Úkraínumanna eru taldar hafa verið drepnar í stjórnartíð Stalíns. Samkvæmt upplýsingum stofnunar sem varðveitir heimildir um fórnarlömb pólitískra ofsókna í Úkraínu dæmdi sovéska leynilögreglan um 8.600 manns til dauða í Odessu frá 1938 til 1941. Ómögulegt sé þó að bera kennsl á líkin þar sem gögn um fórnarlömbin séu geymd í Rússlandi. Talið er að grafirnar sem nú eru komnar í ljós séu einhverjar stærstu fjöldagrafir sem fundist hafa í Úkraínu. Uppgreftri á svæðinu er enn ekki lokið og því gætu enn fleiri líkamsleifar komið í leitirnar. Úkraínskir sagnfræðingar hafa skotið á að fleiri en 200.000 pólitískir fangar sem voru teknir af lífi kunni að vera grafnir í Bykivnia-skógi utan við höfuðborgina Kænugarð. Þá eru ótaldar þær milljónir Úkraínumanna sem eru taldar hafa látíð lífið í sárri hungursneyð í tíð Stalíns frá 1932 til 1933. Margir Úkraínumenn líta á hungursneyðina sem vísvitandi þjóðarmorð Stalíns en því hafna rússnesk stjórnvöld. Úkraína Rússland Sovétríkin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Sjá meira
Rannsakendur telja að grafirnar séu frá seinni hluta fjórða áratugs síðustu aldar. Grafirnar fundust við undirbúning framkvæmda við stækkun flugvallar í borginni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hundruð þúsunda Úkraínumanna eru taldar hafa verið drepnar í stjórnartíð Stalíns. Samkvæmt upplýsingum stofnunar sem varðveitir heimildir um fórnarlömb pólitískra ofsókna í Úkraínu dæmdi sovéska leynilögreglan um 8.600 manns til dauða í Odessu frá 1938 til 1941. Ómögulegt sé þó að bera kennsl á líkin þar sem gögn um fórnarlömbin séu geymd í Rússlandi. Talið er að grafirnar sem nú eru komnar í ljós séu einhverjar stærstu fjöldagrafir sem fundist hafa í Úkraínu. Uppgreftri á svæðinu er enn ekki lokið og því gætu enn fleiri líkamsleifar komið í leitirnar. Úkraínskir sagnfræðingar hafa skotið á að fleiri en 200.000 pólitískir fangar sem voru teknir af lífi kunni að vera grafnir í Bykivnia-skógi utan við höfuðborgina Kænugarð. Þá eru ótaldar þær milljónir Úkraínumanna sem eru taldar hafa látíð lífið í sárri hungursneyð í tíð Stalíns frá 1932 til 1933. Margir Úkraínumenn líta á hungursneyðina sem vísvitandi þjóðarmorð Stalíns en því hafna rússnesk stjórnvöld.
Úkraína Rússland Sovétríkin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Sjá meira