Tsimanouskaya komin með landvistarleyfi í Póllandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 13:19 Krystsina Tsimanouskaya er komin með landvistarleyfi í Póllandi. EPA-EFE/SERGEY DOLZHENKO Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur sótt um pólitískt hæli í Póllandi og hefur þegar fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og ætlar að fljúga til Póllands á næstu dögum. Tsimanouskaya er nú stödd í pólska sendiráðinu í Tókýó í Japan en hún var stödd þar til að keppa á Ólympíuleikunum. Tsimanouskaya var tekin úr keppnisliði Hvíta-Rússlands á laugardag eftir að hún gagnrýndi þjálfara sína á samskiptaforritinu Telegram fyrir að ætla henni að keppa í 400 metra boðhlaupi. Hún átti að keppa í 200 metra spretthlaupi í dag en að hennar sögn var hún skráð, án hennar vitneskju, í boðhlaupið vegna þess að liðsmenn voru ekki með keppnisleyfi þar sem tilskilin lyfjapróf vantaði. Að sögn Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands var Tsimanouskaya tekin úr liðinu að læknisráði vegna andlegrar líðan hennar. Í kjölfar þess að henni var tilkynnt að hún myndi ekki keppa fyrir hönd Hvíta-Rússlands var henni fylgt á Haneda flugvöllinn þar sem hún átti að fara um borð í flugvél á leið til Hvíta-Rússlands. Hún hins vegar neitaði að fara um borð í vélina og leitaði verndar hjá japönsku lögreglunni á flugvellinum. Yfirvöld í Póllandi og Tékklandi buðu henni þegar hæli. Þá hafði hvítrússneskur íbúi í Japan sagt í samtali við fréttastofu Reuters að hún hygðist sækja um hæli í Japan. Það var svo í dag, klukkan 5 síðdegis að staðartíma, sem Tsimanouskaya gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó þar sem við henni tóku tveir starfsmenn sendiráðsins og héldu á rauðum og hvítum fána, merki stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Málið hefur vakið mikla athygli en mikil óstöðugleiki hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi undanfarið ár. Þann 9. ágúst 2020 hófust mikil mótmæli þegar niðurstöður forsetakosninga lágu fyrir, en Alexander Lúkasjenkó bar sigur úr bítum í þeim þó að margir haldi því fram að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli. Síðan þá hefur landsstjórnin herjað hart að stjórnarandstæðingum. Samkvæmt heimildamanni fréttastofu Reuters í innanríkisráðuneyti Úkraínu hefur eiginmaður Tsimanouskayu, Arseni Zhdanevich, flúið til Úkraínu. Ekki liggur fyrir hvort hann muni fara til Póllands til að hitta Tsminaouskayu fyrir þegar hún kemur þangað. Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pólland Úkraína Tengdar fréttir Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. 2. ágúst 2021 07:35 Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóða Ólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Tsimanouskaya var tekin úr keppnisliði Hvíta-Rússlands á laugardag eftir að hún gagnrýndi þjálfara sína á samskiptaforritinu Telegram fyrir að ætla henni að keppa í 400 metra boðhlaupi. Hún átti að keppa í 200 metra spretthlaupi í dag en að hennar sögn var hún skráð, án hennar vitneskju, í boðhlaupið vegna þess að liðsmenn voru ekki með keppnisleyfi þar sem tilskilin lyfjapróf vantaði. Að sögn Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands var Tsimanouskaya tekin úr liðinu að læknisráði vegna andlegrar líðan hennar. Í kjölfar þess að henni var tilkynnt að hún myndi ekki keppa fyrir hönd Hvíta-Rússlands var henni fylgt á Haneda flugvöllinn þar sem hún átti að fara um borð í flugvél á leið til Hvíta-Rússlands. Hún hins vegar neitaði að fara um borð í vélina og leitaði verndar hjá japönsku lögreglunni á flugvellinum. Yfirvöld í Póllandi og Tékklandi buðu henni þegar hæli. Þá hafði hvítrússneskur íbúi í Japan sagt í samtali við fréttastofu Reuters að hún hygðist sækja um hæli í Japan. Það var svo í dag, klukkan 5 síðdegis að staðartíma, sem Tsimanouskaya gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó þar sem við henni tóku tveir starfsmenn sendiráðsins og héldu á rauðum og hvítum fána, merki stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Málið hefur vakið mikla athygli en mikil óstöðugleiki hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi undanfarið ár. Þann 9. ágúst 2020 hófust mikil mótmæli þegar niðurstöður forsetakosninga lágu fyrir, en Alexander Lúkasjenkó bar sigur úr bítum í þeim þó að margir haldi því fram að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli. Síðan þá hefur landsstjórnin herjað hart að stjórnarandstæðingum. Samkvæmt heimildamanni fréttastofu Reuters í innanríkisráðuneyti Úkraínu hefur eiginmaður Tsimanouskayu, Arseni Zhdanevich, flúið til Úkraínu. Ekki liggur fyrir hvort hann muni fara til Póllands til að hitta Tsminaouskayu fyrir þegar hún kemur þangað.
Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pólland Úkraína Tengdar fréttir Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. 2. ágúst 2021 07:35 Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóða Ólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. 2. ágúst 2021 07:35
Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóða Ólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17