Pólland

Fréttamynd

Sam­þykkti um­deilt bann við hælisumsóknum

Forseti Póllands hefur staðfest umdeild lög sem veita stjórnvöldum tímabundna heimild til þess að svipta fólk sem kemur yfir landamærin frá Belarús réttinum til að sækja um hæli. Mannréttindasamtök mótmæltu frumvarpinu en pólska stjórnin sakar Belarús um að nota fólksflutninga sem vopn í óhefðbundnum hernaði gegn Póllandi.

Erlent
Fréttamynd

Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar

Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að allir pólskir menn muni fá umfangsmikla herþjálfun og að Pólland þurfi að hafa aðgang að háþróuðum vopnum. Þar á meðal kjarnorkuvopnum.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti full­trúi Ís­lands á minningar­at­höfninni í Auschwitz

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, var fyrsti fulltrúi íslenskra stjórnvalda til þess að sækja alþjóðlega athöfn til minningar um fórnarlömb helfararinnar í Auschwitz. Fyrrverandi utanríkisráðherra gagnrýndi forsætisráðherra harðlega fyrir að sækja ekki minningarathöfnina, einn norrænna leiðtoga.

Innlent
Fréttamynd

Sakar Rússa um skipu­lagningu hryðju­verka

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum.

Erlent
Fréttamynd

Lögðu kapp á að senda Pútín við­vörun vegna eldsprengja

Ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, lögðu í sumar mikið kapp á að koma viðvörun til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Var það eftir að eldur kviknaði í pökkum í vöruhúsum DHL í Englandi og Þýskalandi en það voru sprengjur sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) komu fyrir í flugvélum.

Erlent
Fréttamynd

Tíu ára drengur lést eftir bíl­slys á Ítalíu

Tíu ára pólskur drengur sem býr á Íslandi lést af slysaförum á Ítalíu í gær. Drengurinn var ásamt foreldrum sínum, systur og öðrum fjölskyldumeðlimum í fríi í bænum Nola nærri borginni Napólí.

Erlent
Fréttamynd

Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flug­vélum DHL

Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu.

Erlent
Fréttamynd

Eftir­lýstur fram­bjóðandi dregur sig í hlé

Frambjóðandi sem skipaði fjórtánda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður er eftirlýstur í heimalandinu fyrir fjársvik. Maðurinn hefur nú dregið framboð sitt til baka.

Innlent
Fréttamynd

Út­sendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flug­vélum

Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Fyrrum Stasímaður dæmdur fyrir fimm­tíu ára gamalt morð

Áttræður fyrrverandi fulltrúi austurþýsku öryggislögreglunnar Stasí hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að myrða pólskan mann sem reyndi að flýja til Vestur-Berlínar fyrir hálfri öld. Maðurinn var ákærður eftir rannsókn sagnfræðinga og pólskra yfirvalda.

Erlent
Fréttamynd

Óhappamynd Alec Baldwin brátt frum­sýnd

Kvikmyndin Rust með Alec Baldwin í aðalhlutverki verður brátt frumsýnd á kvikmyndahátíð í Póllandi. Myndin er þegar þekkt um allan heim þar sem kvikmyndatökustjóri myndarinnar Halyna Hutchins lést á setti árið 2021 þegar skot hljóp úr byssu leikarans.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal

Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns.

Erlent
Fréttamynd

Neyðar­á­stand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu

Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu eru önnum kafin vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð og bætt verulega í ár. Einn er látinn í Póllandi vegna flóðanna sem hafa fylgt rigningunni og fjórir í Rúmeníu. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir. Búist er við því að það gæti rignt til þriðjudags sums staðar.

Erlent