Landsdómur

Fréttamynd

„Við berum öll ábyrgð“

Hugmyndir um samábyrgð þjóðarinnar á efnahagshruninu hafa ekki fallið í frjóan jarðveg. Hið eiginlega uppgjör þjóðarinnar sjálfrar á hruninu hefur í raun ekki farið fram.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sex þýddu Landsdómsskjölin

Alls tóku sex starfsmenn Þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins þátt í að þýða Landsdóminn yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og úrskurði tengda honum.

Innlent
Fréttamynd

Svörum frestað um mánuð

Innanríkisráðuneytið fékk mánaðarfrest til að svara spurningum Mannréttindadómstóls Evrópu og senda þangað skjöl í máli Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Virðing forseta Alþingis!

Í helgarblaði Fréttablaðsins laugardaginn 25. janúar sl. er viðtal við forseta Alþingis, Einar K. Guðfinnsson. Þar beinir hann spjótum sínum enn og aftur að þeim þingmönnum sem voru annarrar skoðunar en hann sjálfur í Landsdómsmálinu. Það að Sjálfstæðismaðurinn Einar K. Guðfinnsson hafi óbreytta afstöðu til málsins er ekki frétt.

Skoðun
Fréttamynd

"Ég tel að þetta mál frá upphafi hafi verið hneyksli"

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir það ánægjulegan áfanga fyrir sig að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi ákveðið að taka kæru hans vegna Landsdómsmálsins til efnismeðferðar en langstærstum hluta kæra til MDE er vísað frá. Geir er ómyrkur í máli um Landsómsmálið og segir það hneyksli, herleiðangur gegn sér og Sjálfstæðisflokknum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pólitískar ofsóknir á Alþingi

Það er miður að enn skuli vera efnt til pólitískra ofsókna á Alþingi. Allmargir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um skipan sérstakrar rannsóknarnefndar. Athuga á störf ráðherra og embættismanna sem komu að samningaviðræðum við bresk og hollensk stjórnvöld vegna Icesave.

Skoðun
Fréttamynd

Lýðræði er málið

Í fjóra áratugi hefur undirbúningur fyrir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi verið eitt af meginmarkmiðum grunnskólans. Hefur það skilað árangri? Samkvæmt nýrri námskrá á lýðræði að vera einn af sex grunnþáttum í öllu menntakerfinu næstu ár. Er einhver von til að það gangi betur?

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig eigum við að breyta?

Með nýju breytingaákvæði við stjórnarskrána, sem samþykkt var á sumarþingi, munu gefast ný tækifæri til stjórnarskrárbreytinga. En hvernig á að nýta þau tækifæri?

Skoðun
Fréttamynd

Leggjum af Landsdóm strax

Þing Evrópuráðsins hefur samþykkt ályktun um aðskilnað refsiábyrgðar og stjórnmálalegrar ábyrgðar stjórnmálamanna. Þá ályktun ber okkur að taka alvarlega, enda Evrópuráðið lykilstofnun í uppbyggingu lýðræðis og mannréttinda í Evrópu undanfarna áratugi.

Skoðun
Fréttamynd

"Höfum séð mikla galla við þetta fyrirkomulag"

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra segir að það hafi ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar að leggja niður Landsdóm, en er þó sammála því að nauðsynlegt sé að leggja hann niður.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að leggja Landsdóm niður

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ríkisstjórnin muni setja af stað vinnu til að breyta lögum og leggja Landsdóm niður. Hann segir þau viðbrögð eðlileg eftir ályktun Evrópuráðsþingsins frá því í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ekki verði réttað í pólitískum álitamálum

Evrópuráðsþingið staðfesti í gær ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar. Tilefnið er meðal annars Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde.

Innlent
Fréttamynd

Aukið á skömm Alþingis

Enga sérstaka spekinga þurfti á sínum tíma til að sjá að réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, voru pólitísk. Þannig var til þeirra stofnað, þegar þingmenn kusu eftir flokkslínum um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum. Atkvæði nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar, sem vildu ákæra fyrrverandi forystumann annars flokks en hlífa samflokksmönnum sínum, réðu því að Geir var einn ákærður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska

Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Kaldhæðnislegt að ekki megi leita sökudólga

Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir það kaldhæðnislegt að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vari við því að sökudólga yrði leitað, nú þegar Icesave hefur verið leitt til lykta.

Innlent
Fréttamynd

Fann ekkert fyndið við Landsdóm og Nubo

Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Áramótaskaupsins, segist vera sáttur við þau viðbrögð sem hann hafi fengið við Skaupinu. "Já já, ég er það,“ sagði hann þegar Vísir sló á þráðinn til hans í dag.

Innlent
Fréttamynd

Geir leitar til Mannréttindadómstólsins

Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefur kært málsmeðferð í Landsdómsmálinu til Mannréttindómstóls Evrópu. Hann telur að íslenska ríkið hafi í málinu brotið gegn ákvæðum í Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi.

Innlent
Fréttamynd

Skoðun á Landsdómi kemur ekki á óvart - þetta er gallað tæki

"Þetta er gallað tæki og kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að það sé skoðað,“ segir Mörður Árnason, varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, um minnisblað sem Pieter Omtzigt, fulltrúi Hollands í Evrópuráðsþinginu, lagði fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins. Í minnisblaðinu eru réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, gagnrýnd. Þar segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt.

Innlent
Fréttamynd

Dómur Landsdóms – síðari hluti

Hinn 15. maí sl. birti höfundur fyrri pistil sinn um dóm Landsdóms frá 23. apríl sl. Þar var fjallað um fyrri hluta ákæru á hendur fyrrverandi forsætisráðherra fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í síðari hluta ákærunnar, sem er viðfangsefni þessa pistils, var ákærða gefið að sök að hafa látið farast fyrir að halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg

Fastir pennar