Innlent

Sex þýddu Landsdómsskjölin

Freyr Bjarnason skrifar
Geir höfðaði mál gegn íslenska ríkinu eftir að Landsdómur kvað upp dóm sinn.
Geir höfðaði mál gegn íslenska ríkinu eftir að Landsdómur kvað upp dóm sinn. Fréttablaðið/Vilhelm
Alls tóku sex starfsmenn Þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins þátt í að þýða Landsdóminn yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og úrskurði tengda honum.

Samanlagt tók verkefnið um þrjá mánuði, þar af fóru tæpir tveir mánuðir í þýðingarnar.

Skjölin og verða send út til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg ásamt sex spurningum sem dómstóllinn óskaði eftir svörum við. Fresturinn til þess rann út á mánudag, eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær.

Innanríkisráðuneytið átti að senda skjölin út 6. mars en fékk mánaðarfrest vegna þess hve langan tíma tók að þýða Landsdóminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×