Innlent

Gyltur gjóta þrettán til sex­tán grísum í hverju goti

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Gylturnar hjá Gylfa verða að vera með 16 spena þannig að hver og einn grís hafi sinn spena.
Gylturnar hjá Gylfa verða að vera með 16 spena þannig að hver og einn grís hafi sinn spena. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Gyltur á nýju svínabúi í Eyjafirði fá að ganga lausar með grísina sína en þær eru að gjóta þrettán til sextán grísum og hver gylta verður að vera með 16 spena eigi hún að fá að gjóta.

Við sögðum frá nýju og glæsilegu svínabúi á Sölvastöðum í Eyjafirði í fréttum um helgina þar sem verða um 400 gyltur þegar búið verður komin í fullan rekstur. Fimm gotsalir eða „fæðingardeildir“ er á búinu þar sem gylturnar gjóta sínum grísum.

„Þessir grisir hérna eru búnir að vera hér í viku til tvær, Þetta eru gotstíur, sem að gylturnar eru lausar í. Við lokum þær bara af svona rétt í kringum gotið, fyrstu tvo til þrjá dagana,” segir Ingvi Stefánsson svínabóndi á Sölvastöðum,

Ingvi í einum af fimm gotsölum svínabúsins á Sölvastöðum í Eyjafirði þar, sem gylturnar gjóta sínum grísum. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ingvi segir að gyltur séu yfirleitt að gjóta 13 til 16 grísum og yfirleitt gangi gotin mjög vel.

„Og við setjum aldrei á nema að það séu sextán spenar, þannig að við pössum upp á það að það sé alltaf einn speni fyrir einn grís,” bætir Ingvi við.

En hvað eru grísirnir lengi á spena?

„30 daga hjá okkur, það er svona meðaltalið.”

En eru gylturnar ekki alltaf góðar við grísina sína eða hvað?

„Jú, jú, það er bara eins og með okkur mannskepnurnar, þær eru lang flestar góðar, eigum við ekki að orða það þannig,” segir Ingvi.

Ingvi í einum af fimm gotsölum svínabúsins á Sölvastöðum í Eyjafirði þar, sem gylturnar gjóta sínum grísum. Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×