Skoðun á Landsdómi kemur ekki á óvart - þetta er gallað tæki 2. október 2012 13:23 Mörður Árnason, varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. „Þetta er gallað tæki og kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að það sé skoðað," segir Mörður Árnason, varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, um málið sem Pieter Omtzigt, fulltrúi Hollands í Evrópuráðsþinginu, lagði fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins. Í minnisblaði sem hann sendi á fjölmiðla eru réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, gagnrýnd. Þar segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Omtzigt hefur einnig beitt sér í máli Júlíu Tymoshenko og réttarhalda yfir henni sem eru afar umdeild. Omtzigt kom meðal annars hingað til lands þegar Landsdómsmálið stóð sem hæst og ræddi þá við Mörð. „Það sem ég benti Omtzigt meðal annars á var að það væri undarlegt að tala um Landsdóminn í sömu andrá og mál Tymoshenko," segir Mörður sem hefur vitað af minnisblaðinu en ekki stendur til að þing Evrópuráðsins taki það fyrir fyrr en í janúar. Á þeim tíma gæti minnisblaðið, sem nú birtist í fjölmiðlum, breyst töluvert. Mörður segir þó Landsdómi til varnar að hann sé annarsvegar bundinn í stjórnarskrá landsins auk þess sem hann byggir á erlendum fyrirmyndum, svo sem Landsdómi í Danmörku. Auk þess sem svipað fyrirkomulag sé að finna í Noregi og Þýskalandi. „Þannig mætti til að mynda spyrja um Tamíla-málið," segir Mörður og á þá við frægt dómsmál gegn ráðherra í Danmörku árið 1995. Mörður segir aðspurður samþykkt málsins á Evrópuráðsþinginu ekki hafa nein réttarfarsáhrif. Mörður áréttar hinsvegar, að ef plaggið verður samþykkt með þeirri gagnrýni sem það inniheldur í dag, að það sé sjálfsagt að skoða þá gagnrýni, enda þegar verið að endurskoða ráðherralögin, og lög um landsdóminn. „Þetta ætti að hjálpa til og bæta þá umræðu," segir Mörður. Hann segir aftur á móti hafa tilfinningu fyrir því, „og það er bara mín tilfinning," áréttar hann, að ástæðan fyrir því að Omtzigt taki nú Landsdóminn fyrir, sé svo Úkraína standi ekki eitt þegar Evrópuráðsþingið gagnrýnir landið fyrir pólitísk réttarhöld. Mörður segir þó ekki hægt að leggja þetta að jöfnu við Landsdóminn hér á landi. Landsdómur Tengdar fréttir Evrópuráðsþingmaður fordæmir málsmeðferðina gegn Geir Það var rangt að draga Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir dómstóla. Þetta segir í minnisblaði sem lagt var fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins og var send fjölmiðlum nú rétt fyrir fréttir. Í minnisblaðinu segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Pieter Omtzigt, fulltrtúi Hollands í nefndinni, vinnur að skýrslu fyrir nefndina um það hvernig best sé að halda pólitískri ábyrgð aðskildri frá sakamálum. Hann gagnrýnir málsmeðferðina gegn Geir og segir að íslensk stjórnmál hafi sett niður við hana. 2. október 2012 12:07 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Þetta er gallað tæki og kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að það sé skoðað," segir Mörður Árnason, varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, um málið sem Pieter Omtzigt, fulltrúi Hollands í Evrópuráðsþinginu, lagði fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins. Í minnisblaði sem hann sendi á fjölmiðla eru réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, gagnrýnd. Þar segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Omtzigt hefur einnig beitt sér í máli Júlíu Tymoshenko og réttarhalda yfir henni sem eru afar umdeild. Omtzigt kom meðal annars hingað til lands þegar Landsdómsmálið stóð sem hæst og ræddi þá við Mörð. „Það sem ég benti Omtzigt meðal annars á var að það væri undarlegt að tala um Landsdóminn í sömu andrá og mál Tymoshenko," segir Mörður sem hefur vitað af minnisblaðinu en ekki stendur til að þing Evrópuráðsins taki það fyrir fyrr en í janúar. Á þeim tíma gæti minnisblaðið, sem nú birtist í fjölmiðlum, breyst töluvert. Mörður segir þó Landsdómi til varnar að hann sé annarsvegar bundinn í stjórnarskrá landsins auk þess sem hann byggir á erlendum fyrirmyndum, svo sem Landsdómi í Danmörku. Auk þess sem svipað fyrirkomulag sé að finna í Noregi og Þýskalandi. „Þannig mætti til að mynda spyrja um Tamíla-málið," segir Mörður og á þá við frægt dómsmál gegn ráðherra í Danmörku árið 1995. Mörður segir aðspurður samþykkt málsins á Evrópuráðsþinginu ekki hafa nein réttarfarsáhrif. Mörður áréttar hinsvegar, að ef plaggið verður samþykkt með þeirri gagnrýni sem það inniheldur í dag, að það sé sjálfsagt að skoða þá gagnrýni, enda þegar verið að endurskoða ráðherralögin, og lög um landsdóminn. „Þetta ætti að hjálpa til og bæta þá umræðu," segir Mörður. Hann segir aftur á móti hafa tilfinningu fyrir því, „og það er bara mín tilfinning," áréttar hann, að ástæðan fyrir því að Omtzigt taki nú Landsdóminn fyrir, sé svo Úkraína standi ekki eitt þegar Evrópuráðsþingið gagnrýnir landið fyrir pólitísk réttarhöld. Mörður segir þó ekki hægt að leggja þetta að jöfnu við Landsdóminn hér á landi.
Landsdómur Tengdar fréttir Evrópuráðsþingmaður fordæmir málsmeðferðina gegn Geir Það var rangt að draga Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir dómstóla. Þetta segir í minnisblaði sem lagt var fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins og var send fjölmiðlum nú rétt fyrir fréttir. Í minnisblaðinu segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Pieter Omtzigt, fulltrtúi Hollands í nefndinni, vinnur að skýrslu fyrir nefndina um það hvernig best sé að halda pólitískri ábyrgð aðskildri frá sakamálum. Hann gagnrýnir málsmeðferðina gegn Geir og segir að íslensk stjórnmál hafi sett niður við hana. 2. október 2012 12:07 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Evrópuráðsþingmaður fordæmir málsmeðferðina gegn Geir Það var rangt að draga Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir dómstóla. Þetta segir í minnisblaði sem lagt var fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins og var send fjölmiðlum nú rétt fyrir fréttir. Í minnisblaðinu segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Pieter Omtzigt, fulltrtúi Hollands í nefndinni, vinnur að skýrslu fyrir nefndina um það hvernig best sé að halda pólitískri ábyrgð aðskildri frá sakamálum. Hann gagnrýnir málsmeðferðina gegn Geir og segir að íslensk stjórnmál hafi sett niður við hana. 2. október 2012 12:07