Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

Evrópu­ævin­týri Al­fons og fé­laga hófst gegn Val

Alfons Sampsted og liðsfélagar hans í norska meistaraliðinu Bodø/Glimt hafa nú unnið 14 Evrópuleiki í röð í annað hvort Evrópu- eða Sambandsdeild Evrópu. Sigurgangan hófst þann 29. júlí 2021 er liðið lagði þáverandi Íslandsmeistara Vals 3-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Leik Arsenal í Evrópudeildinni frestað

Leik Arsenal við PSV Eindhoven í Evrópudeildinni í fótbolta hefur verið frestað sökum andláts Elísabetar II Bretadrottningar. Óvissa er um leiki komandi helgar í ensku deildarkeppnunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Nketiah tryggði Skyttunum sigurinn

Arsenal er talið líklegasta liðið til að vinna Evrópudeildina í fótbolta á þessari leiktíð og Skytturnar hófu tímabilið á 1-2 sigri gegn FC Zurich í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Kallar eftir Brexit í Evrópuboltanum

Adriano Galliani, fyrrum framkvæmdastjóri AC Milan og núverandi framkvæmdastjóri Monza, óskar eftir því að hugmyndir um Ofurdeild Evrópu verði teknar aftur upp en í þetta sinn án ensku félagsliðanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid er besta lið Evrópu

Real Madrid er meistari meistaranna í Evrópu en liðið vann sinn fimmta Ofurbikar UEFA í kvöld þegar Real vann þægilegan 2-0 sigur á Eintracht Frankfurt á Ólympíuvellinum í Helsinki.

Fótbolti
Fréttamynd

Elías og félagar fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar

Elías Rafn Ólafsson og félagar hans í danska liðini Midtjylland eru úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 1-3 tap gegn Benfica í kvöld. Evrópuævintýri liðsins er þó ekki lokið þar sem tapið þýðir að Midtjylland fer beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Áfrýjun Rússlands hafnað

CAS, Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn í Sviss, hefur hafnað áfrýjunarkröfu frá fjórum rússneskum félagsliðum vegna þátttökubanns UEFA sem meinar liðunum frá því að taka þátt í Evrópukeppnum á næsta leiktímabili. Rússnesku landsliðin mega heldur ekki leika í alþjóðlegum keppnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Frankfurt er Evrópumeistari

Eintracht Frankfurt er sigurvegari Europa Leauge árið 2022 eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Rangers. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

Fótbolti