„Trúin hjá leikmönnum og stuðningsfólki er alltaf til staðar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2023 23:30 Bruno í leik kvöldsins. EPA-EFE/Adam Vaughan Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United í kvöld, var eðlilega í sjöunda himni þegar hann ræddi við blaðamenn eftir frækinn 2-1 endurkomusigur Man United á Barcelona í síðari leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna, sem fór fram á Nývangi í Katalóníu, lauk með 2-2 jafntefli og því allt galopið fyrir leik kvöldsins. Bruno fékk dæmda á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem Robert Lewandowski skoraði úr þrátt fyrir að David De Gea næði að slæma hendi í knöttinn. Í síðari hálfleik skoruðu hins vegar Brasilíumennirnir Fred og Antony sem kom Man Utd 2-1 yfir og reyndust það lokatölur. „Trúin hjá leikmönnum og stuðningsfólki er alltaf til staðar. Stuðningsfólkið stóð við bakið á okkur og ýtti okkur áfram á erfiðum augnablikum. Það skóp þessa frábæru endurkomu. Þetta voru frábær úrslit en við eigum mikilvægan leik á sunnudaginn,“ sagði fyrirliðinn eftir leik. „Ekkert sem ég segi núna mun breyta því en mér fannst ekki mikið vera í þessu. Báðir að reyna komast í góða stöðu, báðir að nota hendurnar en svona er þetta. Ég vil ekki tjá mig of mikið. Dómararnir hafa alltaf rétt fyrir sér og get ekkert gert í þessu núna,“ sagði Fernandes um vítaspyrnudóminn. Do you agree with this penalty call on Bruno Fernandes? pic.twitter.com/CqZjNWhoQj— ESPN UK (@ESPNUK) February 23, 2023 „Stuðningsfólkið hefur alltaf verið með okkur á erfiðum augnablikum. Við höfum spilað vel á þessari leiktíð því þau eru alltaf við bakið á okkur en þetta er eitthvað annað. Þú getur fundið að það er eitthvað sérstakt á milli okkar og þeirra hér á Old Trafford. Þess vegna náðum við í þessi úrslit.“ „Þegar við skoruðum strax í upphafi seinni hálfleiks vissi ég að þau myndu standa þétt við bakið á okkur,“ sagði Fernandes að endingu en hann lagði upp jöfnunarmark Man United í leiknum. Leikmenn liðsins fá ekki langan tíma til að jafna sig því á sunnudag mætir liðið Newcastle United í úrslitum enska deildarbikarsins. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Sjá meira
Fyrri leik liðanna, sem fór fram á Nývangi í Katalóníu, lauk með 2-2 jafntefli og því allt galopið fyrir leik kvöldsins. Bruno fékk dæmda á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem Robert Lewandowski skoraði úr þrátt fyrir að David De Gea næði að slæma hendi í knöttinn. Í síðari hálfleik skoruðu hins vegar Brasilíumennirnir Fred og Antony sem kom Man Utd 2-1 yfir og reyndust það lokatölur. „Trúin hjá leikmönnum og stuðningsfólki er alltaf til staðar. Stuðningsfólkið stóð við bakið á okkur og ýtti okkur áfram á erfiðum augnablikum. Það skóp þessa frábæru endurkomu. Þetta voru frábær úrslit en við eigum mikilvægan leik á sunnudaginn,“ sagði fyrirliðinn eftir leik. „Ekkert sem ég segi núna mun breyta því en mér fannst ekki mikið vera í þessu. Báðir að reyna komast í góða stöðu, báðir að nota hendurnar en svona er þetta. Ég vil ekki tjá mig of mikið. Dómararnir hafa alltaf rétt fyrir sér og get ekkert gert í þessu núna,“ sagði Fernandes um vítaspyrnudóminn. Do you agree with this penalty call on Bruno Fernandes? pic.twitter.com/CqZjNWhoQj— ESPN UK (@ESPNUK) February 23, 2023 „Stuðningsfólkið hefur alltaf verið með okkur á erfiðum augnablikum. Við höfum spilað vel á þessari leiktíð því þau eru alltaf við bakið á okkur en þetta er eitthvað annað. Þú getur fundið að það er eitthvað sérstakt á milli okkar og þeirra hér á Old Trafford. Þess vegna náðum við í þessi úrslit.“ „Þegar við skoruðum strax í upphafi seinni hálfleiks vissi ég að þau myndu standa þétt við bakið á okkur,“ sagði Fernandes að endingu en hann lagði upp jöfnunarmark Man United í leiknum. Leikmenn liðsins fá ekki langan tíma til að jafna sig því á sunnudag mætir liðið Newcastle United í úrslitum enska deildarbikarsins.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Sjá meira