Fótbolti

Björn Daníel tryggði FH jafn­tefli á móti norska úr­vals­deildar­félaginu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björn Daníel Sverrisson tryggði FH gott jafntefli í dag.
Björn Daníel Sverrisson tryggði FH gott jafntefli í dag. vísir/Diego

FH og Vålerenga gerðu 1-1 jafntefli í dag í æfingarleik á Marbella á Spáni þar sem liðin eru í æfingarbúðum fyrir komandi tímabil.

Daninn Elias Sorensen kom Vålerenga yfir á 36. mínútu og norska liðið var 1-0 yfir í hálfleik.

Björn Daníel Sverrisson jafnaði metin á 52. mínútu og það urðu lokatölur leiksins.

Norðmennirnir voru að kveðja Marbella með þessum leik en FH-ingar eiga eftir að spila annan leik.

Þeir mæta næst Rosenborg á fimmtudaginn kemur.

Vålerenga er að koma aftur upp í norsku úrvalsdeildina eftir eins árs fjarveru.  Liðið vann norsku b-deildina í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×