Fótbolti

Stuðningsmaður PSV réðst á markvörð Sevilla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marko Dmitrovic tókst að halda stuðningsmanninum niðri þar til öryggisverðir mættu á svæðið.
Marko Dmitrovic tókst að halda stuðningsmanninum niðri þar til öryggisverðir mættu á svæðið. getty/Rene Nijhuis

Stuðningsmaður PSV Eindhoven réðst að markverði Sevilla, Marko Dmitrovic, í leik liðanna í umspili um sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í gær.

Undir lok leiks hljóp áhorfandinn inn á völlinn, í átt að Dmitrovic og reyndi að kýla hann. Sem betur fer hitti hann markvörðinn ekki. Dmitrovic tæklaði áhorfandann svo í grasið og hann var í kjölfarið færður af velli af öryggisvörðum.

„Það er aldrei gott að sjá svona í fótbolta. Þetta ætti ekki að gerast og ég vona að hann fái viðeigandi refsingu,“ sagði Dmitrovic eftir leikinn.

„Hann kom og hrinti mér. Hann var sennilega reiður út af úrslitunum. Hann reyndi að kýla mig en ég náði taki á honum og beið þar til öryggisverðir komu.“

PSV vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Það dugði hollenska liðinu þó skammt því Sevilla vann fyrri leikinn, 3-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×