Rán í Michelsen 2011

Fréttamynd

Hafði heyrt að ræningjanum hefði verið komið fyrir kattar­nef

„Vá, armur laganna er langur,“ hugsaði Frank Michelsen þegar hann las frétt á Vísi í gær um að sakborningur í einu stærsta ráni Íslandssögunnar hefði hlotið fjögurra ára fangelsisdóm þrettán árum eftir að ránið var framið. Frank hafði heyrt að umræddur sakborningur væri látinn.

Innlent
Fréttamynd

Í sjö ára fangelsi fyrir að ræna úr­smið

Hæstiréttur dæmdi í dag pólskan karlmann, Pawel Jerzy Podburaczynski, í sjö ára fangelsi fyrir að hafa ásamt öðrum mönnum ráðist með ofbeldi og hótunum á starfsfólk úra- og skartgripaverslunarinnar Michelsen og tekið þaðan 49 armbandsúr, auk þess að hafa tekið fjóra bíla í heimildarleysi til þess að nota við ránið. Pawel var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur og því ljóst að Hæstiréttur þyngir dóminn um tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ára fangelsi fyrir að ræna Michelsen

Tveir karlmenn voru dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir að ræna úraverslunina Michelsen. Það var Héraðsdómur Reykjavíkur sem dæmdi mennina á föstudag. Þeir Grzegorz Marcin Nowak og Pawel Jerzy Podburaczynski, játuðu báðir aðild að úraráninu í Michelsen þegar málið var til meðferðar héraðsdóms í vor. Ránið var framið síðastliðið haust. Mennirnir fóru vopnaðir leikfangabyssum inn í úrabúðina og stálu úrum fyrir um 50 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Úraræningjar fyrir dóm í dag

Aðalmeðferð fer fram í dag í máli ríkissaksóknara gegn þeim Grzegorz Marcin Nowak og Pawel Jerzy Podburaczynski, sem eru grunaðir um hafa skipulagt úrarán í Michelsen á Laugavegi síðasta haust. Einn maður hefur þegar verið dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir aðild sína að ráninu.

Innlent
Fréttamynd

Á­kærðir fyrir að ræna Michelsen úr­smið

Tveir pólskir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að rán í úra- og skartgripaverslun Michelsen að Laugavegi, þar sem þeir tóku 49 armbandsúr af gerðunum Rolex, Tudor og Michelsen að verðmæti 50 milljónir króna. Samkvæmt ákærðu var þetta allt gert eftir fyrirfram gerði áætlun mannanna og tveggja samverkamanna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Rolex-ræningi úr­skurðaður í gæslu­varð­hald til 21. mars

Pólverji, sem grunaður er um rán í úraverslun Michelsen á Laugavegi í október í fyrra, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðahald til 21. mars. Maðurinn var handtekinn í Sviss í síðasta mánuði ásamt félaga sínum sem einnig er grunaður um aðild að ráninu.

Innlent
Fréttamynd

Rolex-ræninginn í héraðs­dómi

Pólverji sem grunaður er um rán í úraverslun Michelsen á Laugavegi í október í fyrra er kominn til landsins og er dómari nú að taka afstöðu til kröfu Ríkissaksóknara um gæsluvarðhald yfir honum. Maðurinn var ásamt félaga sínum sem einnig er grunaður í málinu handtekinn í Sviss í síðasta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Rolex-ræningi á leið til landsins í dag - von á hinum síðar

Pólverji sem grunaður er um rán í úraverslunin Michelsen á Laugavegi í október í fyrra er væntanlegur til landsins í dag en hann var ásamt félaga sínum sem einnig er grunaður í málinu handtekinn í Sviss í síðasta mánuði. Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir hjá Ríkissaksóknara segir að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir manninum um leið og hann kemur til landsins. Síðan tekur við rannsókn á þætti mannsins í ráninu.

Innlent
Fréttamynd

Rolex-ræningjarnir fóru í sund eftir vel­heppnað rán

Ástæðan fyrir því að Marcin Tomsz Lech tók að sér að keyra bíl í Michelsen-ráninu var einfaldlega sú að hann neytti ekki fíkniefna og sagðist vera góður ökumaður og ratvís í ókunnugum aðstæðum. Þetta kemur fram í dóminum yfir Marcin en dómari Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi hann í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi í dag. Félagar hans, sem komust af landi brott áður en Marcin var handsamaður, rændu verslunina í október á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Rolex ræningi í fimm ára fangelsi

Marcin Tomasz Lech, einn fjögurra Pólverja sem komu hingað til lands í október í fyrra til þess að ræna úraverslunina Michelsen við Laugaveg, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátt sinn í ráninu. Frá því dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 27. október í fyrra. Þá er manninum gert að greiða tryggingafélaginu VÍS fjórtán milljónir króna og bíll sem hann ætlaði að nota til þess að koma þýfinu úr landi hefur verið gerður upptækur.

Innlent
Fréttamynd

Játar að hafa ætlað að flytja úrin úr landi

Marcin Tomasz Lech, sem er einn fjögurra Pólverja sem komu hingað til lands í október í fyrra til þess að ræna úraverslunina Michelsen við Laugaveg, játaði sinn þátt í ráninu fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ríkissaksóknari krefst fimm ára fangelsis yfir honum.

Innlent
Fréttamynd

Úrin úr Rolex-ráninu seld í dag

Michelsen úrsmiðir á Laugavegi hafa sett úrin sem rænt var úr búðinni á dögunum í almenna sölu. Salan hófst í dag og má gera góð kaup enda um nokkurn afslátt að ræða. Magnús Michelsen sölumaður segir að salan hafi gengið vel það sem af er degi. Úrin sem tekin voru eru seld á niðursettu verði en Magnús vill þó ekki nefna neina sérstaka prósentutölu í því sambandi. Það fer allt eftir því hvernig úrið er farið því nokkur þeirra rispuðust töluvert í hamaganginum. Um 40 Rolex úr var að ræða, sjö úr af Tudor gerð og tvö Michelsen úr.

Innlent
Fréttamynd

Undan­þága ver þegna Ís­lands fyrir fram­sali - frétta­skýring

Hvað myndi lögfesting evrópsku handtökuskipunarinnar hafa í för með sér fyrir Ísland? Íslenskir ríkisborgarar verða ekki framseldir til annarra ríkja í Evrópu þrátt fyrir fyrirhugaða lögfestingu evrópsku handtökuskipunarinnar. Ísland fékk undanþágu í samningaviðræðum við Evrópusambandið um innleiðinguna árið 2006.

Innlent
Fréttamynd

Úraræningjarnir eru þekktir glæpa­menn

Úraræningjarnir sem rændu verslun Michelsen að morgni mánudagsins 17. október eru þekktir brotamenn í sínu heimalandi, Póllandi. Þrír þeirra komust úr landi og eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol. Sá fjórði hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. október og sætt yfirheyrslum. Hann hefur lítið viljað tjá sig, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Miðborgarstjóri vill hærri fram­lög til landa­mæra­eftir­lits

Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri, skorar á innanríkisráðuneytið að tryggja hærri fjárframlög til landamæraeftirlits "með hliðsjón af vaxandi tíðni erlendra glæpagengja,“ eins og hann orðar það í grein sinni sem hann birti í Fréttablaðinu í dag og á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Sam­vinna lykill að lausn úraránsins

Náið samstarf tollgæslu og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samræmi við samning frá árinu 2008, hefur skilað miklum árangri, nú síðast við að upplýsa ránið í úraverslun Franks Michelsen. Þetta kemur fram í frétt á vef Tollstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Interpol lýsir eftir Rolex-ræningjunum

Myndir af Pólverjunum þremur sem grunaðir eru um ránið hjá Michelsen úrsmiði hafa verið birtar á síðu Interpol. Lögreglan vonast til þess að þeir finnist í Evrópu. Mennirnir þrír sem frömdu ránið fóru úr landi strax að því loknu, en þeir flugu til Kaupmannahafnar innan við sólarhring eftir ránið.

Innlent
Fréttamynd

Stolnu Rolex-úrin lík­lega sett í sölu

„Ég er alveg ákveðinn í að veita þau ef einhver kom með ábendingu, en ég veit það ekki fyrr en rannsókn lögreglu er lokið,“ segir Frank Michelsen úrsmiður á Laugavegi en vopnað rán var framið í verslun hans í síðustu viki.

Innlent
Fréttamynd

Í varð­haldi til 10. nóvember

Maðurinn sem var handtekinn á miðvikudag vegna þáttöku í vopnuðu ráni í síðustu viku var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Í tveggja vikna gæslu­varð­hald

Pólskur karlmaður var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald nú skömmu fyrir hádegi en hann er grunaður um að hafa eiga þátt í ráni á úra- og skartgripaverslun Frank Michelsen á Laugavegi. Samverkamenn hans voru farnir úr landi innan við sólarhring eftir ránið en maðurinn átti að sjá um að koma þýfinu úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Bíll á breskum númerum til­búinn til smygls á úrum

Allt þýfið úr vopnuðu ráni í Michelsen úrsmiðum 17. október síðastliðinn fannst í bíl á breskum númeraplötum í gær. Búið var að búa bílinn undir að smygla þýfinu úr landi, en það var vel falið víðs vegar um bílinn. 49 úrum var stolið og er virði þeirra talið á bilinu 50 til 70 milljónir króna.

Innlent
  • «
  • 1
  • 2