Innlent

Í varð­haldi til 10. nóvember

Leiddur fyrir dómara Maðurinn var úrskurðaður í hálfsmánaðar gæsluvarðhald.fréttablaðið/vilhelm
Leiddur fyrir dómara Maðurinn var úrskurðaður í hálfsmánaðar gæsluvarðhald.fréttablaðið/vilhelm

Maðurinn sem var handtekinn á miðvikudag vegna þáttöku í vopnuðu ráni í síðustu viku var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. nóvember.



Maðurinn var handtekinn á gistiheimili sem hann dvaldist á. Á sama tíma tók lögreglan bíl á breskum númerum, sem hann hafði til umráða, og fann í honum 49 úr sem stolið var í ráninu í verslun Michelsen úrsmiða mánudaginn 17. október. Búið var að fela úrin vandlega og búa bílinn þannig undir að smygla þeim úr landi með Norrænu.



Ræningjarnir þrír komust úr landi og eru nú eftirlýstir.- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×