Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2025 14:44 Meirihlutinn í borginni ætlar sér að hagræða með aðstoð borgarbúa. Vísir/Vilhelm Opnað hefur verið fyrir innsendingar í hugmyndasöfnun um hvernig megi nýta bæði tíma og fjármagn Reykjavíkurborgar sem best. Samráðið er öllum opið og allar tillögur og ábendingar eru vel þegnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef borgarinnar. Hugmyndasöfnunin minnir á sambærilegt verkefni ríkisstjórnarinnar sem skipaði hagræðingarhóp til að vinna úr hugmyndum landsmanna. Ríkisstjórnin telur að hægt verði að spara um sjötíu milljarða með tillögunum á árunum 2026 til 2030. Á fundi borgarstjórnar 4. mars var lögð fram fyrsta aðgerðaáætlun á grundvelli samstarfsyfirlýsingar nýs meirihluta Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna. Meðal aðgerða var hugmyndaleit um sparnaðartillögur og var skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að útfæra verkefnið. Eftir skoðun var talið heppilegast að nýta samráðsgátt Reykjavíkurborgar, en hún er notuð til þess að kalla eftir hugmyndum og afstöðu borgarbúa til ýmissa verkefna hjá borginni. Þar geta borgarbúar sagt sitt álit á þeim fjöldamörgu stefnumótunar- og framkvæmdaverkefnum sem unnið er að hverju sinni. Opið fyrir innsendingar út mánuðinn Samráðið er með þeim hætti að starfsfólk og íbúar Reykjavíkurborgar geta komið álitum, tillögum, ábendingum og sjónarmiðum á framfæri um betri nýtingu á tíma og fjármagni í starfsemi borgarinnar í Samráðsgátt Reykjavíkurborgar til 30. apríl. Sérstakur vinnuhópur fer yfir innsendingar og dregur saman helstu niðurstöður sem kynntar verða í fagráðum, borgarráði og borgarstjórn. Niðurstöðurnar verða meðal annars nýttar til að móta starfsemi borgarinnar þar sem við á, við gerð fjárhagsáætlunar og við útfærslu verkefna sem gætu stuðlað að því að nýta bæði tíma og fjármagn í fjölbreyttri starfsemi borgarinnar. Kostnaður við verkefnið felst eingöngu í vinnutíma starfsfólks. Gætt að persónuleynd við meðferð gagna Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn. Engin takmörk eru sett á lengd álita en mikilvægt er að þau séu sett fram með skýrum og málefnalegum hætti. Álit sem send eru inn í samráðsgáttina birtast þar jafnóðum nema ef sendandi velur að fela bæði nafn sitt og álit. Í öllu ferlinu er fullum trúnaði heitið. Opnað hefur verið fyrir innsendingar í samráðsgáttinni og er öllum frjálst að taka þátt. Hér er hægt að senda inn hugmynd. Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef borgarinnar. Hugmyndasöfnunin minnir á sambærilegt verkefni ríkisstjórnarinnar sem skipaði hagræðingarhóp til að vinna úr hugmyndum landsmanna. Ríkisstjórnin telur að hægt verði að spara um sjötíu milljarða með tillögunum á árunum 2026 til 2030. Á fundi borgarstjórnar 4. mars var lögð fram fyrsta aðgerðaáætlun á grundvelli samstarfsyfirlýsingar nýs meirihluta Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna. Meðal aðgerða var hugmyndaleit um sparnaðartillögur og var skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að útfæra verkefnið. Eftir skoðun var talið heppilegast að nýta samráðsgátt Reykjavíkurborgar, en hún er notuð til þess að kalla eftir hugmyndum og afstöðu borgarbúa til ýmissa verkefna hjá borginni. Þar geta borgarbúar sagt sitt álit á þeim fjöldamörgu stefnumótunar- og framkvæmdaverkefnum sem unnið er að hverju sinni. Opið fyrir innsendingar út mánuðinn Samráðið er með þeim hætti að starfsfólk og íbúar Reykjavíkurborgar geta komið álitum, tillögum, ábendingum og sjónarmiðum á framfæri um betri nýtingu á tíma og fjármagni í starfsemi borgarinnar í Samráðsgátt Reykjavíkurborgar til 30. apríl. Sérstakur vinnuhópur fer yfir innsendingar og dregur saman helstu niðurstöður sem kynntar verða í fagráðum, borgarráði og borgarstjórn. Niðurstöðurnar verða meðal annars nýttar til að móta starfsemi borgarinnar þar sem við á, við gerð fjárhagsáætlunar og við útfærslu verkefna sem gætu stuðlað að því að nýta bæði tíma og fjármagn í fjölbreyttri starfsemi borgarinnar. Kostnaður við verkefnið felst eingöngu í vinnutíma starfsfólks. Gætt að persónuleynd við meðferð gagna Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn. Engin takmörk eru sett á lengd álita en mikilvægt er að þau séu sett fram með skýrum og málefnalegum hætti. Álit sem send eru inn í samráðsgáttina birtast þar jafnóðum nema ef sendandi velur að fela bæði nafn sitt og álit. Í öllu ferlinu er fullum trúnaði heitið. Opnað hefur verið fyrir innsendingar í samráðsgáttinni og er öllum frjálst að taka þátt. Hér er hægt að senda inn hugmynd.
Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira