Innlent

Úrin úr Rolex-ráninu seld í dag

Mynd/Vilhelm

Michelsen úrsmiðir á Laugavegi hafa sett úrin sem rænt var úr búðinni á dögunum í almenna sölu. Salan hófst í dag og má gera góð kaup enda um nokkurn afslátt að ræða. Magnús Michelsen sölumaður segir að salan hafi gengið vel það sem af er degi. Úrin sem tekin voru eru seld á niðursettu verði en Magnús vill þó ekki nefna neina sérstaka prósentutölu í því sambandi. Það fer allt eftir því hvernig úrið er farið því nokkur þeirra rispuðust töluvert í hamaganginum. Um 40 Rolex úr var að ræða, sjö úr af Tudor gerð og tvö Michelsen úr.

Mynd/Stefán

Þá fóru einnig í sölu í dag tíu Tudor úr sem rispuðust nokkuð þegar ræningarnir brutu geymsluskápana en voru síðan skilin eftir. Magnús segir að Tudor úrin séu framledd af Rolex og eru þau í sama verð- og gæðaflokki og Breitling og Omega. Um helmings verðmunur er á Tudor og Rolex, en Rolex, sem eru dýrari kosta frá 800 þúsund krónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×