Innlent

Rolex ræningi í fimm ára fangelsi

Marcin Tomasz Lech.
Marcin Tomasz Lech.

Marcin Tomasz Lech, einn fjögurra Pólverja sem komu hingað til lands í október í fyrra til þess að ræna úraverslunina Michelsen við Laugaveg, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátt sinn í ráninu. Frá því dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 27. október í fyrra. Þá er manninum gert að greiða tryggingafélaginu VÍS fjórtán milljónir króna og bíll sem hann ætlaði að nota til þess að koma þýfinu úr landi hefur verið gerður upptækur.

Marcin er eini fjórmenningana sem er í haldi lögreglu en hinir þrír samverkamenn hans komust úr landi strax eftir ránið. Marcin tók ekki beinan þátt í ráninu en hann átti að koma þýfinu úr landi, en verðmæti þess var talið hlaupa á 50 til 70 milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×