Innlent

Pólsku úraþjófarnir hand­teknir í síðustu viku - og látnir lausir

Einn ræningjana sem er eftirlýstur.
Einn ræningjana sem er eftirlýstur.

Michelsen-þjófarnir voru handteknir í smábænum Kolbynica í síðustu viku, tveimur dögum eftir að þeir voru eftirlýstir af Interpol, en þeim var sleppt þar sem engin framsalssamningur er í gildi á milli Íslands og Póllands. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.



Yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, Smári Sigurðsson, segir málið vonbrigði.



Tveir voru handteknir í bænum eftir að þeir voru eftirlýstir. Þrír menn eru grunaðir um ránið og ganga lausir. Sjá fjórði er í haldi hér á landi.



Að sögn Smára er enginn grundvöllur til þess að handtaka mennina og senda hingað til lands, „ekki frekar en ef Íslendingur hefði brotið af sér í Póllandi og væri staddur hér á landi,“ bætti hann við.



Hann segir mennina verða handtekna ef þeir fara út fyrir Pólland, til landa þar sem framsalssamningar eru í gildi. Staðan nú sé þó þannig að mennirnir ganga lausir í Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×