Innlent

Sam­vinna lykill að lausn úraránsins

Tollsins Gegnumlýsingarbúnaður sem þessi er meðal þess sem tollgæslan getur lagt til í samstarfi við lögreglu við að upplýsa glæpi. Mynd/Tollgæslan
Tollsins Gegnumlýsingarbúnaður sem þessi er meðal þess sem tollgæslan getur lagt til í samstarfi við lögreglu við að upplýsa glæpi. Mynd/Tollgæslan

Náið samstarf tollgæslu og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samræmi við samning frá árinu 2008, hefur skilað miklum árangri, nú síðast við að upplýsa ránið í úraverslun Franks Michelsen. Þetta kemur fram í frétt á vef Tollstjóra.

Samningurinn sem um ræðir tók til samstarfs við rannsókn fíkniefnamála en einnig til samnýtingar mannafla og þekkingar.

Tollgæslan tekur Michelsen-ránið sem dæmi, en þar hafði sá sem nú er í haldi lögreglu, vakið athygli tollgæslu við komuna til landsins. Ekkert fannst í bíl hans þá, en ráða mátti af viðbrögðum fíkniefnahunda að eiturlyf hafi áður verið í bílnum. Því var lögreglu gert viðvart og ákveðið að fylgjast sérstaklega með honum þegar hann færi aftur úr landi.

Þegar að því kom, fannst ránsfengurinn eftir leit með tækjabúnaði tollgæslunnar, vandlega falinn, og þær upplýsingar sem fengust áttu því talsverðan þátt í að lögreglunni tókst að upplýsa ránið.

Því er talið mikilvægt að samvinna lögreglu og tollgæslu verði nýtt sem best í framhaldinu.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×