Tökur á True Detective á Íslandi Þakkaði fyrir sig á íslensku Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster þakkaði sérstaklega fyrir sig á íslensku þegar hún tók við Emmy verðlaununum í nótt fyrir hlutverk sitt í spennuþáttunum True Detective: Night Country. Eins og alþjóð veit voru þættirnir að mestu teknir upp á Dalvík. Bíó og sjónvarp 16.9.2024 11:47 True Detective: Draugagangur á Dalvík Fjórða þáttaröð True Detective hefur nú runnið sitt skeið og allir sex þættirnir komnir í spilara Stöðvar 2+. Skoðanir hafa verið skiptar um þetta True Detective innlegg mexíkóska leikstjórans Issa López, svo mikið að legið hefur við netóeirðum á Twitter (X) og Instagram. Gagnrýni 6.3.2024 07:48 Ný þáttaröð af True Detective væntanleg Fimmta þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective hefur fengið græna ljósið og mun Issa López leikstýra henni. Hún leikstýrði einnig fjórðu þáttaröðinni sem tekin var upp að mestu leyti á Íslandi. Bíó og sjónvarp 22.2.2024 19:50 Jodie Foster sagði Ólafíu Hrönn vera bestu leikkonu í heimi „Þetta var ótrúlega skemmtilegt og þægilegt ævintýri,“ segir leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir um þátttöku sína í True Detective þáttaröðinni. Menning 28.1.2024 07:11 Ríkið niðurgreiðir starfsemi bandarísks stórfyrirtækis Menningar- og viðskiptaráðherra ritar grein í Morgunblaðið 27. janúar þar sem hún fjallar um aðkomu ríkissjóðs að fjármögnun sjónvarpsþáttanna True Detective sem framleiddir eru af amerísku sjónvarpsstöðinni HBO max. Ef skilja má ráðherrann rétt þá var heildarkostnaður við gerð þessara sjónvarpsþátta 11.500 milljónir króna; það er reyndar ekki skýrt hvort það sé kostnaður sem féll til um heim allan eða sá kostnaður sem féll til á Íslandi. Samkvæmt lögum mun ríkissjóður Íslands endurgreiða 35 prósent af þeim framleiðslukostnaði sem fellur til á Íslandi. Umræðan 27.1.2024 14:43 True Detective sigur fyrir íslenska kvikmyndagerð Gríðarleg ánægja er með hvernig til tókst með þáttaröðina True Detective og hefur HBO boðið öllum aðstandendum á sérstaka hátíðarsýningu sem verður í Smárabíói á laugardaginn. Lífið 24.1.2024 11:21 „Þetta var bara brjálað!“ Fyrsti þáttur í fjórðu seríu spennuþáttanna True Detective fór í loftið á Stöð 2 síðasta mánudagskvöld en hún var tekin upp hér á landi á síðasta ári. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum á sjónvarpsstöðinni HBO og á Stöð 2. Lífið samstarf 19.1.2024 13:53 True Detective: Segir Jodie Foster besta leikara heims Það fyrsta sem Issa López, leikstjóri fjórðu þáttaraðarinnar af True Detective, sagði þegar hún var spurð hvað hún myndi gera með verkefnið, var að færa það til fyrra horfs. Gera seríu sem innihéldi yfirnáttúrulega hluti, eins og fyrsta þáttaröð hinna vinsælu þátta gerði. Þáttaröðin endurspeglar þá fyrstu á ýmsan hátt. Bíó og sjónvarp 13.1.2024 08:00 „Þau trúa hundrað prósent á álfa“ Íslandsvinurinn Jodie Foster var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi, þar sem hún lofaði Ísland í hástert. Hún var mætt í þátt Kimmels til að ræða fjórðu þáttaröð True Detective, sem var að stórum hluta tekin upp hér á landi. Foster lofaði Ísland í hástert og talaði einnig um meinta trú Íslendinga á álfa. Lífið 10.1.2024 14:20 Sakna allar Íslands: „Reykjavík er hinn fullkomni bær“ Þær Jodie Foster, Kali Reis og Issa Lopez segjast sakna Íslands. Þær vörðu nokkrum mánuðum hér á landi á undanförnum árum við tökur á fjórðu þáttaröð True Detective. Foster og Reis eru í aðalhlutverkum en Lopez leikstýrði þáttaröðinni, sem ber nafnið Night Country. Bíó og sjónvarp 7.1.2024 09:01 Ísland í aðalhlutverki í nýrri stiklu True Detective Nýjasta stiklan úr þáttunum True Detective er frumsýnd á Vísi í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir þann 15. janúar næstkomandi. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2. Bíó og sjónvarp 5.12.2023 15:12 Fyrsta sýnishorn True Detective Fyrsta sýnishorn þáttanna True Detective: Night Country sem voru teknir upp hér á landi var frumsýnd í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir seinna á árin. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2. Bíó og sjónvarp 12.4.2023 18:22 Forsetahjónin hittu Foster Íslensku forsetahjónin og sonur þeirra heimsóttu kvikmyndaverið í Gufunesi þar sem verið var að taka upp þættina True Detective. Forsetafrú Íslands deilir myndum af heimsókninni á Facebook-síðu sinni og segir að um áhugaverða heimsókn hafi verið að ræða. Lífið 23.3.2023 15:52 Íslenskur leikmunastjóri endaði óvænt sem leikari Íslenskur leikmunastjóri True Detective þáttanna endaði óvænt sem leikari í þáttunum eftir að leikari smitaðist af Covid-19. Leikstjórinn segir hann hafa staðið sig fullkomlega. Lífið 22.3.2023 16:29 Í skýjunum eftir óvænta Hollywood-heimsókn Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster og eiginkona hennar voru í skýjunum með heimsókn á Smámunasafnið í Eyjafjarðarsveit. Óvissa er um framtíð safnsins en safnstýran, sem er einnig í skýjunum með heimsóknina, vonast til þess að hin óvænta heimsókn frá Hollywood muni verða safninu til heilla. Lífið 2.2.2023 15:51 Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni. Innlent 31.1.2023 22:31 Dalvík verður að Ennis í nokkra daga Hluti Dalvíkur verður á næstu dögum að bænum Ennis í nokkra daga. Tökur á þáttunum True Detective fara þar fram um mánaðamótin. Bíó og sjónvarp 24.1.2023 13:25 Mikið líf í Gufunesinu þar sem True Detective og Snerting eru tekin upp Eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu, sem staðsett er í Gufunesinu í Reykjavík, er töluvert aðdráttarafl fyrir erlendar framleiðslur að sögn leikstjóra og eiganda þess sem segist viss um að kvikmyndaiðnaðurinn geti verið ein af stoðgreinum landsins. Gríðarlegt umfang er á svæðinu þar sem þættirnir True detective eru teknir upp. Bíó og sjónvarp 16.11.2022 21:00 Skautahöllin í bandarískum búningi fyrir True Detective Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni True Detective eru komnar á fullt hér á landi. HBO, framleiðandi þáttanna, hefur birt mynd úr Skautahöllinni í Reykjavík, þar sem sjá má hana í bandarískum búningi. Bíó og sjónvarp 10.11.2022 22:13 Vogum á Vatnsleysuströnd breytt í Alaska fyrir tökur á True Detective Mikið líf hefur verið í Vogum á Vatnsleysuströnd síðustu tvo daga þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective hafa farið fram. Tökurnar kröfðust mikils undirbúnings en meðal annars þurfti að setja upp skilti sem vara við dýralífi Alaska. Bíó og sjónvarp 27.10.2022 18:21 Jólin koma snemma með Jodie Foster í Skautahöllinni Jólin koma snemma í Skautahöllinni í Reykjavík í ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru tökur á atriðum í sjónvarpsþáttaröðinni True Detective fyrirhugaðar þar í næstu viku. Lífið 14.10.2022 15:26 Brosið stirðnar á andlitum bíófólks Kvikmyndagerðarfólki brá illilega í brún þegar fjárlög voru kynnt í vikunni. Fyrir dyrum stendur 33 prósenta niðurskurður á framlögum til kvikmyndasjóðs; innlendrar kvikmyndagerðar. Óhætt er að segja að það leggist illa í íslenska bíóbransann, vægt til orða tekið. Viðskipti innlent 15.9.2022 14:10 True Detective verður stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar Gert er ráð fyrir að tökur á fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective muni taka níu mánuði og framleiðslukostnaður verði um níu milljarðar króna. Viðskipti innlent 11.9.2022 18:41 Lilja kynnti Ísland fyrir Netflix Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með fulltrúum bandarísku streymisveitunnar Netflix í Los Angeles í Bandaríkjunum á dögunum. Viðskipti innlent 7.9.2022 09:04 Næsta þáttaröð True Detective tekin á Íslandi með Jodie Foster í aðalhlutverki Bandaríska stórleikkonan og leikstjórinn Jodie Foster mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í fjórðu þáttaröðinni af HBO-seríunni True Detective. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að taka þættina upp á Íslandi næsta vetur en þeir gerast í Alaska í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 27.5.2022 15:00
Þakkaði fyrir sig á íslensku Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster þakkaði sérstaklega fyrir sig á íslensku þegar hún tók við Emmy verðlaununum í nótt fyrir hlutverk sitt í spennuþáttunum True Detective: Night Country. Eins og alþjóð veit voru þættirnir að mestu teknir upp á Dalvík. Bíó og sjónvarp 16.9.2024 11:47
True Detective: Draugagangur á Dalvík Fjórða þáttaröð True Detective hefur nú runnið sitt skeið og allir sex þættirnir komnir í spilara Stöðvar 2+. Skoðanir hafa verið skiptar um þetta True Detective innlegg mexíkóska leikstjórans Issa López, svo mikið að legið hefur við netóeirðum á Twitter (X) og Instagram. Gagnrýni 6.3.2024 07:48
Ný þáttaröð af True Detective væntanleg Fimmta þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective hefur fengið græna ljósið og mun Issa López leikstýra henni. Hún leikstýrði einnig fjórðu þáttaröðinni sem tekin var upp að mestu leyti á Íslandi. Bíó og sjónvarp 22.2.2024 19:50
Jodie Foster sagði Ólafíu Hrönn vera bestu leikkonu í heimi „Þetta var ótrúlega skemmtilegt og þægilegt ævintýri,“ segir leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir um þátttöku sína í True Detective þáttaröðinni. Menning 28.1.2024 07:11
Ríkið niðurgreiðir starfsemi bandarísks stórfyrirtækis Menningar- og viðskiptaráðherra ritar grein í Morgunblaðið 27. janúar þar sem hún fjallar um aðkomu ríkissjóðs að fjármögnun sjónvarpsþáttanna True Detective sem framleiddir eru af amerísku sjónvarpsstöðinni HBO max. Ef skilja má ráðherrann rétt þá var heildarkostnaður við gerð þessara sjónvarpsþátta 11.500 milljónir króna; það er reyndar ekki skýrt hvort það sé kostnaður sem féll til um heim allan eða sá kostnaður sem féll til á Íslandi. Samkvæmt lögum mun ríkissjóður Íslands endurgreiða 35 prósent af þeim framleiðslukostnaði sem fellur til á Íslandi. Umræðan 27.1.2024 14:43
True Detective sigur fyrir íslenska kvikmyndagerð Gríðarleg ánægja er með hvernig til tókst með þáttaröðina True Detective og hefur HBO boðið öllum aðstandendum á sérstaka hátíðarsýningu sem verður í Smárabíói á laugardaginn. Lífið 24.1.2024 11:21
„Þetta var bara brjálað!“ Fyrsti þáttur í fjórðu seríu spennuþáttanna True Detective fór í loftið á Stöð 2 síðasta mánudagskvöld en hún var tekin upp hér á landi á síðasta ári. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum á sjónvarpsstöðinni HBO og á Stöð 2. Lífið samstarf 19.1.2024 13:53
True Detective: Segir Jodie Foster besta leikara heims Það fyrsta sem Issa López, leikstjóri fjórðu þáttaraðarinnar af True Detective, sagði þegar hún var spurð hvað hún myndi gera með verkefnið, var að færa það til fyrra horfs. Gera seríu sem innihéldi yfirnáttúrulega hluti, eins og fyrsta þáttaröð hinna vinsælu þátta gerði. Þáttaröðin endurspeglar þá fyrstu á ýmsan hátt. Bíó og sjónvarp 13.1.2024 08:00
„Þau trúa hundrað prósent á álfa“ Íslandsvinurinn Jodie Foster var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi, þar sem hún lofaði Ísland í hástert. Hún var mætt í þátt Kimmels til að ræða fjórðu þáttaröð True Detective, sem var að stórum hluta tekin upp hér á landi. Foster lofaði Ísland í hástert og talaði einnig um meinta trú Íslendinga á álfa. Lífið 10.1.2024 14:20
Sakna allar Íslands: „Reykjavík er hinn fullkomni bær“ Þær Jodie Foster, Kali Reis og Issa Lopez segjast sakna Íslands. Þær vörðu nokkrum mánuðum hér á landi á undanförnum árum við tökur á fjórðu þáttaröð True Detective. Foster og Reis eru í aðalhlutverkum en Lopez leikstýrði þáttaröðinni, sem ber nafnið Night Country. Bíó og sjónvarp 7.1.2024 09:01
Ísland í aðalhlutverki í nýrri stiklu True Detective Nýjasta stiklan úr þáttunum True Detective er frumsýnd á Vísi í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir þann 15. janúar næstkomandi. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2. Bíó og sjónvarp 5.12.2023 15:12
Fyrsta sýnishorn True Detective Fyrsta sýnishorn þáttanna True Detective: Night Country sem voru teknir upp hér á landi var frumsýnd í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir seinna á árin. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2. Bíó og sjónvarp 12.4.2023 18:22
Forsetahjónin hittu Foster Íslensku forsetahjónin og sonur þeirra heimsóttu kvikmyndaverið í Gufunesi þar sem verið var að taka upp þættina True Detective. Forsetafrú Íslands deilir myndum af heimsókninni á Facebook-síðu sinni og segir að um áhugaverða heimsókn hafi verið að ræða. Lífið 23.3.2023 15:52
Íslenskur leikmunastjóri endaði óvænt sem leikari Íslenskur leikmunastjóri True Detective þáttanna endaði óvænt sem leikari í þáttunum eftir að leikari smitaðist af Covid-19. Leikstjórinn segir hann hafa staðið sig fullkomlega. Lífið 22.3.2023 16:29
Í skýjunum eftir óvænta Hollywood-heimsókn Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster og eiginkona hennar voru í skýjunum með heimsókn á Smámunasafnið í Eyjafjarðarsveit. Óvissa er um framtíð safnsins en safnstýran, sem er einnig í skýjunum með heimsóknina, vonast til þess að hin óvænta heimsókn frá Hollywood muni verða safninu til heilla. Lífið 2.2.2023 15:51
Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni. Innlent 31.1.2023 22:31
Dalvík verður að Ennis í nokkra daga Hluti Dalvíkur verður á næstu dögum að bænum Ennis í nokkra daga. Tökur á þáttunum True Detective fara þar fram um mánaðamótin. Bíó og sjónvarp 24.1.2023 13:25
Mikið líf í Gufunesinu þar sem True Detective og Snerting eru tekin upp Eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu, sem staðsett er í Gufunesinu í Reykjavík, er töluvert aðdráttarafl fyrir erlendar framleiðslur að sögn leikstjóra og eiganda þess sem segist viss um að kvikmyndaiðnaðurinn geti verið ein af stoðgreinum landsins. Gríðarlegt umfang er á svæðinu þar sem þættirnir True detective eru teknir upp. Bíó og sjónvarp 16.11.2022 21:00
Skautahöllin í bandarískum búningi fyrir True Detective Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni True Detective eru komnar á fullt hér á landi. HBO, framleiðandi þáttanna, hefur birt mynd úr Skautahöllinni í Reykjavík, þar sem sjá má hana í bandarískum búningi. Bíó og sjónvarp 10.11.2022 22:13
Vogum á Vatnsleysuströnd breytt í Alaska fyrir tökur á True Detective Mikið líf hefur verið í Vogum á Vatnsleysuströnd síðustu tvo daga þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective hafa farið fram. Tökurnar kröfðust mikils undirbúnings en meðal annars þurfti að setja upp skilti sem vara við dýralífi Alaska. Bíó og sjónvarp 27.10.2022 18:21
Jólin koma snemma með Jodie Foster í Skautahöllinni Jólin koma snemma í Skautahöllinni í Reykjavík í ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru tökur á atriðum í sjónvarpsþáttaröðinni True Detective fyrirhugaðar þar í næstu viku. Lífið 14.10.2022 15:26
Brosið stirðnar á andlitum bíófólks Kvikmyndagerðarfólki brá illilega í brún þegar fjárlög voru kynnt í vikunni. Fyrir dyrum stendur 33 prósenta niðurskurður á framlögum til kvikmyndasjóðs; innlendrar kvikmyndagerðar. Óhætt er að segja að það leggist illa í íslenska bíóbransann, vægt til orða tekið. Viðskipti innlent 15.9.2022 14:10
True Detective verður stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar Gert er ráð fyrir að tökur á fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective muni taka níu mánuði og framleiðslukostnaður verði um níu milljarðar króna. Viðskipti innlent 11.9.2022 18:41
Lilja kynnti Ísland fyrir Netflix Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með fulltrúum bandarísku streymisveitunnar Netflix í Los Angeles í Bandaríkjunum á dögunum. Viðskipti innlent 7.9.2022 09:04
Næsta þáttaröð True Detective tekin á Íslandi með Jodie Foster í aðalhlutverki Bandaríska stórleikkonan og leikstjórinn Jodie Foster mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í fjórðu þáttaröðinni af HBO-seríunni True Detective. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að taka þættina upp á Íslandi næsta vetur en þeir gerast í Alaska í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 27.5.2022 15:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent