Jodie Foster sagði Ólafíu Hrönn vera bestu leikkonu í heimi Jón Þór Stefánsson skrifar 28. janúar 2024 07:11 Ólafía Hrönn og Jodie Foster leika á móti hvorri annarri í fjórðu seríu True Detective. HBO „Þetta var ótrúlega skemmtilegt og þægilegt ævintýri,“ segir leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir um þátttöku sína í True Detective þáttaröðinni. Þættirnir voru að miklu leyti teknir upp á Íslandi og þar af leiðandi tóku margir Íslendingar þátt í framleiðslu þeirra. Þar á meðal er Ólafía Hrönn sem brá fyrir í fyrsta þættinum í atriði með Óskarsverðlaunaleikkonunni Jodie Foster. Hér á landi er þáttaröðin sýnd á Stöð 2, en þegar þetta er skrifað hafa tveir þættir verið frumsýndir. Í samtali við fréttastofu ræddi Ólafía um ferlið. „Ég er beðin um að skila inn prufu. Ég tek upp prufu á Siglufirði þar sem sonur minn leikur á móti mér og tengdadóttir tekur það upp. Þetta var úti á götu því annars hefðum við vakið alla í húsinu, af því að ég átti að öskra.“ Spes að láta soninn slá sig fyrir framan barnabarnið Að sögn Ólafíu stóð í upprunalega handritinu að persóna Jodie Foster ætti að slá Ólafíu og hún að skutlast í jörðina, og í umræddri prufuupptöku lék hún atriðið með þeim hætti. „Það var ekkert mál fyrir mig, en það var rosalega fyndið þegar sonur minn var að slá mig því barnabarnið var að horfa á. Þetta var pínu spes,“ segir hún og hlær. „En Jodie Foster fannst það aðeins of mikið fyrir karakterinn og það var tekið út.“ Eftir fyrstu prufuna var Ólafía beðin um að taka upp aðra prufu eftir að hafa farið í framburðar- og talþjálfun þar sem áhersla var lögð á kanadískan hreim. Þá lék hún ásamt leikaranum Hákoni Jóhannessyni, og eftir það fékk hún hlutverkið. „Þau voru svo hrifin af Hákoni að hann fékk að koma með mér norður.“ Við tók frekari framburðarþjálfun bæði í gegnum fjarfundabúnað og síðan í persónu. „Þá er betur hægt að kenna. Þá er hægt að sýna nákvæmlega hvar tungan á að vera og hvað munurinn á að vera opinn mikið. Þetta var rosalega nákvæm kennsla. Ég veit ekki hvað ég sagði oft: please. S-ið þurfti að vera á hárnákvæmum stað.“ „Síðan þegar kom að því að taka upp þá þurfti maður að reyna að henda þessu og bara hugsa um leikinn. Það var ansi fyndið því kennarinn var með í tökunum og var að minna á frumburðinn. Þannig að það voru margir hlutir sem maður þurfti að pæla í, mörg áreiti í einu. Þetta var alveg challenge.“ Ólafía segist mjög þakklát framburðarþjálfaranum. „Hún var svo peppandi. Hún hélt svo með mér. Hún vildi mín vegna að þetta væri sem best.“ Ólafía Hrönn kemur fyrir í atriði þar sem persóna Jodie Foster handtekur hana í kjölfar bílslyss.HBO/Michele K. Short Best í heimi vegna blóðnasa Fyrsti tökudagurinn var rosalega skemmtilegur að sögn Ólafíu. Í fyrsta skotinu hennar átti hún að skjótast af loftpúða í bíl. „Ég byrja á að skutlast af púðanum. Ég veit ekki hvað ég gerði það oft, alveg rosalega oft, bara í æfingu. Og svo byrjuðu tökur og ég gerði þetta nákvæmlega eins, en þá fékk ég blóðnasir. Ég hugsaði „sjitt“ því næst átti ég að taka í Jodie Foster og það eina sem ég gat hugsað með mér var að ég mætti ekki klína í búninginn hennar, því þá yrði allt stopp í nokkra tíma. Þá þyrfti að þvo úlpuna. Þannig ég passa mig að koma ekki neitt við hana,“ lýsir Ólafía. „Síðan eru tökurnar búnar og ég segi „afsakið ég fékk blóðnasir.“ Þá heyri ég þessa kraftmiklu rödd Jodie Foster segja við mig „Þú ert besta leikkona í heimi. Þú fékkst blóðnasir á hárréttu augnabliki.“ Það var alveg svimandi að heyra það. Ég er búin að dýrka þessa konu frá því að ég var lítil.“ Ekki nóg með það heldur kom leikstjórinn, sem hafði ekki heyrt orð Jodie Foster, að Ólafíu og sagði það nákvæmlega sama. „Ókei þetta er of mikið,“ segist hún hafa hugsað með sér. Í áframhaldandi tökum var gerviblóð sett framan í Ólafíu til að halda þræðinum óslitnum með blóðnasirnar. „Pínu öðruvísi en að leika í íslenskri bíómynd“ Aðspurð um hver helsti munurinn sé á þátttöku í bandaríska risaverkefninu True Detective annars vegar og í íslenskri kvikmynda- og þáttagerð hins vegar nefnir Ólafía aðbúnaðinn. „Hérna er þetta alltaf einhver gömul rúta sem er skítkalt í og maður þarf að klæða sig í búninginn þar. En í þessu var maður með sérbúningsherbergi, það var heitt þar, og svo var náð í mann þegar að það kom að manni,“ segir hún. Ólafía nefnir að hún hafi dvalið á Hótel Kea þegar hún hafi verið að bíða eftir tökum og þegar að komið hafi verið að sé hafi hún verið sótt á hvítum lúxusjeppa. „Þetta var auðvitað algjör lúxus. Það kom hvítur Land Rover að sækja mig, og bara mig. Það mátti bara vera ein manneskja í hverjum bíl. Það var pínu öðruvísi en að leika í íslenskri bíómynd. Ólafía bætir þó við að sér hafi fundist bransinn á Íslandi batna svo um munar á síðustu árum. Stórstjarnan fagmannleg Ólafía fer fögrum orðum um Jodie Foster „Það var allt svo þægilegt og notalegt. Hún er rosalega fagmannleg, en ekki svo asnalega fagmannleg að hún þurfi að vera inni í búri að passa sig. Hún er bara á meðal okkar, en kann að halda einbeitingu. Þannig tók ég allavega eftir henni,“ segir hún. „Þetta eru svo flottar konur: leikstjórinn, pródúsentinn og Jodie Foster. Þær voru svona þrenning,“ segir Ólafía sem lýsir kveðjustundinni við þær. „Það var kallað í mig. Ég hugsaði með mér hvort að öll skotin væru ekki örugglega búin. Þá létu þær bara kalla á mig og þökkuðu mér svo innilega fyrir. Þannig að maður fór rosalega ánægður í burtu.“ Tökur á True Detective á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Þættirnir voru að miklu leyti teknir upp á Íslandi og þar af leiðandi tóku margir Íslendingar þátt í framleiðslu þeirra. Þar á meðal er Ólafía Hrönn sem brá fyrir í fyrsta þættinum í atriði með Óskarsverðlaunaleikkonunni Jodie Foster. Hér á landi er þáttaröðin sýnd á Stöð 2, en þegar þetta er skrifað hafa tveir þættir verið frumsýndir. Í samtali við fréttastofu ræddi Ólafía um ferlið. „Ég er beðin um að skila inn prufu. Ég tek upp prufu á Siglufirði þar sem sonur minn leikur á móti mér og tengdadóttir tekur það upp. Þetta var úti á götu því annars hefðum við vakið alla í húsinu, af því að ég átti að öskra.“ Spes að láta soninn slá sig fyrir framan barnabarnið Að sögn Ólafíu stóð í upprunalega handritinu að persóna Jodie Foster ætti að slá Ólafíu og hún að skutlast í jörðina, og í umræddri prufuupptöku lék hún atriðið með þeim hætti. „Það var ekkert mál fyrir mig, en það var rosalega fyndið þegar sonur minn var að slá mig því barnabarnið var að horfa á. Þetta var pínu spes,“ segir hún og hlær. „En Jodie Foster fannst það aðeins of mikið fyrir karakterinn og það var tekið út.“ Eftir fyrstu prufuna var Ólafía beðin um að taka upp aðra prufu eftir að hafa farið í framburðar- og talþjálfun þar sem áhersla var lögð á kanadískan hreim. Þá lék hún ásamt leikaranum Hákoni Jóhannessyni, og eftir það fékk hún hlutverkið. „Þau voru svo hrifin af Hákoni að hann fékk að koma með mér norður.“ Við tók frekari framburðarþjálfun bæði í gegnum fjarfundabúnað og síðan í persónu. „Þá er betur hægt að kenna. Þá er hægt að sýna nákvæmlega hvar tungan á að vera og hvað munurinn á að vera opinn mikið. Þetta var rosalega nákvæm kennsla. Ég veit ekki hvað ég sagði oft: please. S-ið þurfti að vera á hárnákvæmum stað.“ „Síðan þegar kom að því að taka upp þá þurfti maður að reyna að henda þessu og bara hugsa um leikinn. Það var ansi fyndið því kennarinn var með í tökunum og var að minna á frumburðinn. Þannig að það voru margir hlutir sem maður þurfti að pæla í, mörg áreiti í einu. Þetta var alveg challenge.“ Ólafía segist mjög þakklát framburðarþjálfaranum. „Hún var svo peppandi. Hún hélt svo með mér. Hún vildi mín vegna að þetta væri sem best.“ Ólafía Hrönn kemur fyrir í atriði þar sem persóna Jodie Foster handtekur hana í kjölfar bílslyss.HBO/Michele K. Short Best í heimi vegna blóðnasa Fyrsti tökudagurinn var rosalega skemmtilegur að sögn Ólafíu. Í fyrsta skotinu hennar átti hún að skjótast af loftpúða í bíl. „Ég byrja á að skutlast af púðanum. Ég veit ekki hvað ég gerði það oft, alveg rosalega oft, bara í æfingu. Og svo byrjuðu tökur og ég gerði þetta nákvæmlega eins, en þá fékk ég blóðnasir. Ég hugsaði „sjitt“ því næst átti ég að taka í Jodie Foster og það eina sem ég gat hugsað með mér var að ég mætti ekki klína í búninginn hennar, því þá yrði allt stopp í nokkra tíma. Þá þyrfti að þvo úlpuna. Þannig ég passa mig að koma ekki neitt við hana,“ lýsir Ólafía. „Síðan eru tökurnar búnar og ég segi „afsakið ég fékk blóðnasir.“ Þá heyri ég þessa kraftmiklu rödd Jodie Foster segja við mig „Þú ert besta leikkona í heimi. Þú fékkst blóðnasir á hárréttu augnabliki.“ Það var alveg svimandi að heyra það. Ég er búin að dýrka þessa konu frá því að ég var lítil.“ Ekki nóg með það heldur kom leikstjórinn, sem hafði ekki heyrt orð Jodie Foster, að Ólafíu og sagði það nákvæmlega sama. „Ókei þetta er of mikið,“ segist hún hafa hugsað með sér. Í áframhaldandi tökum var gerviblóð sett framan í Ólafíu til að halda þræðinum óslitnum með blóðnasirnar. „Pínu öðruvísi en að leika í íslenskri bíómynd“ Aðspurð um hver helsti munurinn sé á þátttöku í bandaríska risaverkefninu True Detective annars vegar og í íslenskri kvikmynda- og þáttagerð hins vegar nefnir Ólafía aðbúnaðinn. „Hérna er þetta alltaf einhver gömul rúta sem er skítkalt í og maður þarf að klæða sig í búninginn þar. En í þessu var maður með sérbúningsherbergi, það var heitt þar, og svo var náð í mann þegar að það kom að manni,“ segir hún. Ólafía nefnir að hún hafi dvalið á Hótel Kea þegar hún hafi verið að bíða eftir tökum og þegar að komið hafi verið að sé hafi hún verið sótt á hvítum lúxusjeppa. „Þetta var auðvitað algjör lúxus. Það kom hvítur Land Rover að sækja mig, og bara mig. Það mátti bara vera ein manneskja í hverjum bíl. Það var pínu öðruvísi en að leika í íslenskri bíómynd. Ólafía bætir þó við að sér hafi fundist bransinn á Íslandi batna svo um munar á síðustu árum. Stórstjarnan fagmannleg Ólafía fer fögrum orðum um Jodie Foster „Það var allt svo þægilegt og notalegt. Hún er rosalega fagmannleg, en ekki svo asnalega fagmannleg að hún þurfi að vera inni í búri að passa sig. Hún er bara á meðal okkar, en kann að halda einbeitingu. Þannig tók ég allavega eftir henni,“ segir hún. „Þetta eru svo flottar konur: leikstjórinn, pródúsentinn og Jodie Foster. Þær voru svona þrenning,“ segir Ólafía sem lýsir kveðjustundinni við þær. „Það var kallað í mig. Ég hugsaði með mér hvort að öll skotin væru ekki örugglega búin. Þá létu þær bara kalla á mig og þökkuðu mér svo innilega fyrir. Þannig að maður fór rosalega ánægður í burtu.“
Tökur á True Detective á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira