Brosið stirðnar á andlitum bíófólks Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2022 14:10 Jody Foster sem Clarice Starling í Silence of the Lambs, sínu þekktasta hlutverki. Foster leikur aðalhlutverkið í sjónvarpsseríunni True Detective, stærsta kvikmyndaverkefni sem hingað hefur ratað. Fögnuður meðal kvikmyndagerðarmanna vegna þess verkefnis hefur vikið snarlega fyrir fréttum af niðurskurði til Kvikmyndasjóðs. skjáskot Kvikmyndagerðarfólki brá illilega í brún þegar fjárlög voru kynnt í vikunni. Fyrir dyrum stendur 33 prósenta niðurskurður á framlögum til kvikmyndasjóðs; innlendrar kvikmyndagerðar. Óhætt er að segja að það leggist illa í íslenska bíóbransann, vægt til orða tekið. Sú tuska í andlit kvikmyndagerðarfólks reyndist köld því fregnirnar komu beint ofan í mikinn fögnuð sem braust út þegar spurðist að ríkisstjórnin hefði samþykkt frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. Í frumvarpinu felst að hækka endurgreiðslu af framleiðslukostnaði til kvikmyndaframleiðenda upp í 35 prósent fyrir stærri verkefni úr 25 prósentum eins og verið hefur undanfarin ár. Í því sambandi hefur einkum verið nefnt risaverkefni sem nú er verið að vinna hér á landi, upptökur á sjónvarpsseríunni True Detective sem HBO framleiðir. Dýrasta kvikmyndaverkefni sem unnið hefur verið á Íslandi. Því hefur verið slegið fram að kostnaður vegna þess séu níu milljarðar króna. Það þýðir að HBO fær úr ríkissjóði framlag sem nemur um 2,6 milljörðum í endurgreiðslu. Lilja lofuð í hástert Lilja hefur verið á fundum að undanförnu með erlendum kvikmyndaframleiðendum, svo sem Netflix, HBO og Amazon og kynnt þeim þessa greiðasemi íslenskra stjórnvalda við kvikmyndaiðnaðinn. Lilja telur þetta óumdeilt framtak, enda hefur hún enga ástæðu til að ætla annað. Kvikmyndagerðarfólk hefur verið mjög áfram um þetta skref og ekki séð á því nokkra einustu meinbugi. Leifur Dagfinnsson framkvæmdastjóri Truenorth var til dæmis afar glaður í viðtali við Kastljós á dögunum, það er áður en fjárlagafrumvarpið kom fram til umræðu. Hann lofaði Lilju í hástert fyrir framtakið sem hann lýsti sem frábæru. Hækkun á endurgreiðslunni hafi öllu máli skipt í því samhengi að fá True Detective til landsins. Þá telur Leifur ávinninginn fyrir Íslendinga alla yfir vafa hafinn til dæmis fyrir ferðaiðnaðinn. Ódýrasta auglýsingin fyrir Ísland væri kvikmyndgerðin eins og sýndi sig til að mynda þegar Tom Cruse og Ben Stiller komi hingað til lands til vegna kvikmyndaverkefna og tali um Ísland. Það hafi ómæld áhrif á áhuga á landinu. Leifur hafði áður tjáð sig um málið við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. En þá sagði hann kvikmyndarisa bíða aukinnar endurgreiðslu úr ríkissjóði. Óumdeilt frumvarp þar til skyndilega nú Minna en ekkert hefur borið á því að sett hafi verið gagnrýni á þessa hækkun endurgreiðslu og hvaða áhrif hún kunni að hafa þó til að mynda liggi fyrir að Ísland sem ferðamannaland er hvellsprungið, gistirými fullbókað langt fram í tímann og vandi við mönnun í greininni fyrirliggjandi; sé litið til afleiddra áhrifa á ferðaþjónustu. Og auglýsingagildið þannig afstætt. Þá hefur það ekki verið svo undanfarin ár að hin til þess að gera fámenna stétt kvikmyndagerðarmanna hafi skort verkefni, atvinnuleysi á Íslandi er lítið; að Írland sem til stendur með þessu að fara í samkeppni við um verkefni sé láglaunasvæði, svo eitthvað sé nefnt sem hefði hugsanlega mátt vænta að tæpt yrði á í umræðunni. Engar slíkar raddir komu fram. Lilja hefur sagt að málið hafi verið óumdeilt við ríkisstjórnarborðið. Nú eru hins vegar kvikmyndagerðarmenn að vakna upp við vondan draum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2023 lækkar framlag til Kvikmyndastöðvar og Kvikmyndasjóðs um rétt tæpar 484 milljónir milli ára. Sem er niðurskurður upp á hartnær 30 prósent miðað við framlög ársins 2022. Hláturinn sem breyttist í grát Fögnuðurinn meðal kvikmyndagerðarmanna vegna hinnar áður óumdeildu endurgreiðslu til stærri kvikmyndaframleiðenda erlendra breyttist í gremju. Ásgrímur Sverrisson, einn helsti sérfræðingur um íslenska kvikmyndagerð, heldur úti fagritinu Klapptré á netinu og það er þungur tónn í skrifum hans: „Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 1.093,9 m.kr. framlögum til Kvikmyndasjóðs árið 2023. Það er 433,1 m.kr. lækkun frá fyrra ári þegar fjárheimildir numu 1.527,0 m.kr. Gert er ráð fyrir 101,0 m.kr. framlagi til reksturs Kvikmyndamiðstöðvar 2023, það er lækkun um 50,5 m.kr. miðað við fyrra ár, þar sem gert var ráð fyrir 151,5 m.kr.“ Ef þetta er svo borið saman við fyrirsjáanlega endurgreiðslu ríkissjóðs til HBO um 2,6 milljarða verður samanburðurinn sláandi. Ásgrímur bendir á að þetta gangi þvert gegn kvikmyndastefnu 2020-30, sem lögð var fram fyrir tveimur árum þar sem segir að framlag til kvikmyndasjóðs hækki. Hollywood hlær alla leið í bankann Vitnað er til viðbragða Hilmars Sigurðssonar forstjóra Sagafilm en hann hefur árum saman verið atkvæðamikill í umræðu um kvikmyndagerð á Íslandi. Hann bregst hart við fréttatilkynningu Menningar- og viðskiptaráðuneytisins um áframhaldandi vöxt íslenskrar kvikmyndagerðar: „Bullshit! Nýr sjónvarpssjóður drepinn í fæðingu! Nýrri kvikmyndastefnu vikið til hliðar þrátt fyrir samþykki ríkisstjórnarinnar á henni! Tveggja ára aðlögun að nýrri stefnu sturtað niður! Vona bara að Hollywood berin verði ekki of súr og við endum að verða þjónustunýlenda fyrir draumaverksmiðjuna?! Kanada er nærtækt víti til varnaðar. Og leyfa sér að kalla 33% niðurskurð vöxt! Hilmar um málið á Facebook. Aftur og enn einu sinni er íslenskri kvikmyndagerð slátrað! 12-15 íslenskar þáttaraðir hefðu geta verið framleiddar fyrir þessa einu bandarísku og hefðu skilað meira virði, fleiri störfum, meiri skatttekjum og allar hefðu verið á íslensku! Vona bara að það hafi verið gaman að fá að nudda sér upp við Hollywood sem hlær alla leið í bankann!“ Ekki er ofmælt að segja kvikmyndagerðarmenn svekkta, sára og reiða. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, segir þeim brugðið við tíðindin. Hún vekur þó athygli á því að enn eigi eftir að fara fram umræða um frumvarpið, það sé ekki klappað í stein en ljóst sé að þetta komi afar illa við greinina. Íslensk kvikmyndagerð sem erlend stóriðja Hrafn Jónsson pistlahöfundur og kvikmyndagerðarmaður fer yfir málið á Facebook-síðu sinni: „Ég þarf eiginlega að éta ofan í mig allt það sem ég sagði um daginn um hversu jákvætt skref það væri fyrir íslenska kvikmyndagerð að fá svona risavaxið kvikmyndaverkefni eins og True Detective á forsendum endurgreiðslu Iðnaðarráðuneytisins ef niðurstaðan er stórfelldur niðurskurður á fjármagni til innlendrar framleiðslu. Þau nettó jákvæðu áhrif af erlendum verkefnum eru til lítils ef það skilar sér ekki í áframhaldandi uppbyggingu og framleiðslu á íslenskri menningu og efni,“ segir Hrafn. Þá segir hann að þarna sé vissulega um tvo ólíka hluti að ræða. „… en niðurstaðan virðist samt vera að heimspeki ríkisins sé að kvikmyndagerð sé eins og hver önnur erlend stóriðja sem má liðka fyrir þegar fjármagnið kemur erlendis frá, en á ekki að eyða peningum í að styrkja stoðirnar hér heima.“ Hrafn segir jafnframt að ef frumforsenda kvikmyndaframleiðslu hér heima eigi að vera innflutningur á erlendum verkefnum á kostnað þess sem gert er hér heima, þá megi það heita miklar villigötur. Undirlægjuháttur við stóriðju Annar af fjölmörgum sem tengjast kvikmyndagerð á Íslandi og tjáir sig um þetta bakslag er Arnar Sigurðsson. Hann greinir kjarnann frá hisminu: „Á sama tíma og stendur til að skera framlög til íslenskrar kvikmyndagerðar niður í 1.200 milljónir á ári, á að styrkja HBO um 3.000 milljónir til að búa til True Detective þáttaröð. Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. Fyrir fáeinum dögum var hún lofuð og prísuð í ranni kvikmyndagerðarmanna en skjótt skipast veður í lofti.vísir/vilhelm Íslenskar kvikmyndir koma líka með sitt fjárhagslega mótframlag, en eru bæði menningarleg og efnahagsleg verðmæti sem hafa, eftir að framleiðslu er lokið, mun meiri jákvæð áhrif á okkar samfélag en nokkur Hollywood eða streymisveituframleiðsla. Þetta er að fara í kolranga átt, og hugmyndafræðin sem drífur þetta áfram er einfaldlega undirlægjuháttur við stóriðju í skjóli þess að flest menningarsinnað fólk telur sig þurfa að vera í einhverskonar klappliði fyrir „skapandi greinar“.“ Taka mætti til fjölmörg dæmi önnur þar sem kvikmyndagerðarmenn tjá sig um niðurskurðinn á samfélagsmiðlum; skjótt skipast veður í lofti, gleðin meðal bíófólksins breyttist snarlega í gremju. Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og framleiðandi, og Elli Cassata, framkvæmdastjóri Pegasus, mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar var til umræðu fyrrnefnd endurgreiðsla vegna True Detective og áhrif hennar. Kvikmyndagerð á Íslandi Fjárlagafrumvarp 2023 Tökur á True Detective á Íslandi Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Sú tuska í andlit kvikmyndagerðarfólks reyndist köld því fregnirnar komu beint ofan í mikinn fögnuð sem braust út þegar spurðist að ríkisstjórnin hefði samþykkt frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. Í frumvarpinu felst að hækka endurgreiðslu af framleiðslukostnaði til kvikmyndaframleiðenda upp í 35 prósent fyrir stærri verkefni úr 25 prósentum eins og verið hefur undanfarin ár. Í því sambandi hefur einkum verið nefnt risaverkefni sem nú er verið að vinna hér á landi, upptökur á sjónvarpsseríunni True Detective sem HBO framleiðir. Dýrasta kvikmyndaverkefni sem unnið hefur verið á Íslandi. Því hefur verið slegið fram að kostnaður vegna þess séu níu milljarðar króna. Það þýðir að HBO fær úr ríkissjóði framlag sem nemur um 2,6 milljörðum í endurgreiðslu. Lilja lofuð í hástert Lilja hefur verið á fundum að undanförnu með erlendum kvikmyndaframleiðendum, svo sem Netflix, HBO og Amazon og kynnt þeim þessa greiðasemi íslenskra stjórnvalda við kvikmyndaiðnaðinn. Lilja telur þetta óumdeilt framtak, enda hefur hún enga ástæðu til að ætla annað. Kvikmyndagerðarfólk hefur verið mjög áfram um þetta skref og ekki séð á því nokkra einustu meinbugi. Leifur Dagfinnsson framkvæmdastjóri Truenorth var til dæmis afar glaður í viðtali við Kastljós á dögunum, það er áður en fjárlagafrumvarpið kom fram til umræðu. Hann lofaði Lilju í hástert fyrir framtakið sem hann lýsti sem frábæru. Hækkun á endurgreiðslunni hafi öllu máli skipt í því samhengi að fá True Detective til landsins. Þá telur Leifur ávinninginn fyrir Íslendinga alla yfir vafa hafinn til dæmis fyrir ferðaiðnaðinn. Ódýrasta auglýsingin fyrir Ísland væri kvikmyndgerðin eins og sýndi sig til að mynda þegar Tom Cruse og Ben Stiller komi hingað til lands til vegna kvikmyndaverkefna og tali um Ísland. Það hafi ómæld áhrif á áhuga á landinu. Leifur hafði áður tjáð sig um málið við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. En þá sagði hann kvikmyndarisa bíða aukinnar endurgreiðslu úr ríkissjóði. Óumdeilt frumvarp þar til skyndilega nú Minna en ekkert hefur borið á því að sett hafi verið gagnrýni á þessa hækkun endurgreiðslu og hvaða áhrif hún kunni að hafa þó til að mynda liggi fyrir að Ísland sem ferðamannaland er hvellsprungið, gistirými fullbókað langt fram í tímann og vandi við mönnun í greininni fyrirliggjandi; sé litið til afleiddra áhrifa á ferðaþjónustu. Og auglýsingagildið þannig afstætt. Þá hefur það ekki verið svo undanfarin ár að hin til þess að gera fámenna stétt kvikmyndagerðarmanna hafi skort verkefni, atvinnuleysi á Íslandi er lítið; að Írland sem til stendur með þessu að fara í samkeppni við um verkefni sé láglaunasvæði, svo eitthvað sé nefnt sem hefði hugsanlega mátt vænta að tæpt yrði á í umræðunni. Engar slíkar raddir komu fram. Lilja hefur sagt að málið hafi verið óumdeilt við ríkisstjórnarborðið. Nú eru hins vegar kvikmyndagerðarmenn að vakna upp við vondan draum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2023 lækkar framlag til Kvikmyndastöðvar og Kvikmyndasjóðs um rétt tæpar 484 milljónir milli ára. Sem er niðurskurður upp á hartnær 30 prósent miðað við framlög ársins 2022. Hláturinn sem breyttist í grát Fögnuðurinn meðal kvikmyndagerðarmanna vegna hinnar áður óumdeildu endurgreiðslu til stærri kvikmyndaframleiðenda erlendra breyttist í gremju. Ásgrímur Sverrisson, einn helsti sérfræðingur um íslenska kvikmyndagerð, heldur úti fagritinu Klapptré á netinu og það er þungur tónn í skrifum hans: „Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 1.093,9 m.kr. framlögum til Kvikmyndasjóðs árið 2023. Það er 433,1 m.kr. lækkun frá fyrra ári þegar fjárheimildir numu 1.527,0 m.kr. Gert er ráð fyrir 101,0 m.kr. framlagi til reksturs Kvikmyndamiðstöðvar 2023, það er lækkun um 50,5 m.kr. miðað við fyrra ár, þar sem gert var ráð fyrir 151,5 m.kr.“ Ef þetta er svo borið saman við fyrirsjáanlega endurgreiðslu ríkissjóðs til HBO um 2,6 milljarða verður samanburðurinn sláandi. Ásgrímur bendir á að þetta gangi þvert gegn kvikmyndastefnu 2020-30, sem lögð var fram fyrir tveimur árum þar sem segir að framlag til kvikmyndasjóðs hækki. Hollywood hlær alla leið í bankann Vitnað er til viðbragða Hilmars Sigurðssonar forstjóra Sagafilm en hann hefur árum saman verið atkvæðamikill í umræðu um kvikmyndagerð á Íslandi. Hann bregst hart við fréttatilkynningu Menningar- og viðskiptaráðuneytisins um áframhaldandi vöxt íslenskrar kvikmyndagerðar: „Bullshit! Nýr sjónvarpssjóður drepinn í fæðingu! Nýrri kvikmyndastefnu vikið til hliðar þrátt fyrir samþykki ríkisstjórnarinnar á henni! Tveggja ára aðlögun að nýrri stefnu sturtað niður! Vona bara að Hollywood berin verði ekki of súr og við endum að verða þjónustunýlenda fyrir draumaverksmiðjuna?! Kanada er nærtækt víti til varnaðar. Og leyfa sér að kalla 33% niðurskurð vöxt! Hilmar um málið á Facebook. Aftur og enn einu sinni er íslenskri kvikmyndagerð slátrað! 12-15 íslenskar þáttaraðir hefðu geta verið framleiddar fyrir þessa einu bandarísku og hefðu skilað meira virði, fleiri störfum, meiri skatttekjum og allar hefðu verið á íslensku! Vona bara að það hafi verið gaman að fá að nudda sér upp við Hollywood sem hlær alla leið í bankann!“ Ekki er ofmælt að segja kvikmyndagerðarmenn svekkta, sára og reiða. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, segir þeim brugðið við tíðindin. Hún vekur þó athygli á því að enn eigi eftir að fara fram umræða um frumvarpið, það sé ekki klappað í stein en ljóst sé að þetta komi afar illa við greinina. Íslensk kvikmyndagerð sem erlend stóriðja Hrafn Jónsson pistlahöfundur og kvikmyndagerðarmaður fer yfir málið á Facebook-síðu sinni: „Ég þarf eiginlega að éta ofan í mig allt það sem ég sagði um daginn um hversu jákvætt skref það væri fyrir íslenska kvikmyndagerð að fá svona risavaxið kvikmyndaverkefni eins og True Detective á forsendum endurgreiðslu Iðnaðarráðuneytisins ef niðurstaðan er stórfelldur niðurskurður á fjármagni til innlendrar framleiðslu. Þau nettó jákvæðu áhrif af erlendum verkefnum eru til lítils ef það skilar sér ekki í áframhaldandi uppbyggingu og framleiðslu á íslenskri menningu og efni,“ segir Hrafn. Þá segir hann að þarna sé vissulega um tvo ólíka hluti að ræða. „… en niðurstaðan virðist samt vera að heimspeki ríkisins sé að kvikmyndagerð sé eins og hver önnur erlend stóriðja sem má liðka fyrir þegar fjármagnið kemur erlendis frá, en á ekki að eyða peningum í að styrkja stoðirnar hér heima.“ Hrafn segir jafnframt að ef frumforsenda kvikmyndaframleiðslu hér heima eigi að vera innflutningur á erlendum verkefnum á kostnað þess sem gert er hér heima, þá megi það heita miklar villigötur. Undirlægjuháttur við stóriðju Annar af fjölmörgum sem tengjast kvikmyndagerð á Íslandi og tjáir sig um þetta bakslag er Arnar Sigurðsson. Hann greinir kjarnann frá hisminu: „Á sama tíma og stendur til að skera framlög til íslenskrar kvikmyndagerðar niður í 1.200 milljónir á ári, á að styrkja HBO um 3.000 milljónir til að búa til True Detective þáttaröð. Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. Fyrir fáeinum dögum var hún lofuð og prísuð í ranni kvikmyndagerðarmanna en skjótt skipast veður í lofti.vísir/vilhelm Íslenskar kvikmyndir koma líka með sitt fjárhagslega mótframlag, en eru bæði menningarleg og efnahagsleg verðmæti sem hafa, eftir að framleiðslu er lokið, mun meiri jákvæð áhrif á okkar samfélag en nokkur Hollywood eða streymisveituframleiðsla. Þetta er að fara í kolranga átt, og hugmyndafræðin sem drífur þetta áfram er einfaldlega undirlægjuháttur við stóriðju í skjóli þess að flest menningarsinnað fólk telur sig þurfa að vera í einhverskonar klappliði fyrir „skapandi greinar“.“ Taka mætti til fjölmörg dæmi önnur þar sem kvikmyndagerðarmenn tjá sig um niðurskurðinn á samfélagsmiðlum; skjótt skipast veður í lofti, gleðin meðal bíófólksins breyttist snarlega í gremju. Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og framleiðandi, og Elli Cassata, framkvæmdastjóri Pegasus, mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar var til umræðu fyrrnefnd endurgreiðsla vegna True Detective og áhrif hennar.
Kvikmyndagerð á Íslandi Fjárlagafrumvarp 2023 Tökur á True Detective á Íslandi Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira