Bíó og sjónvarp

Þakkaði fyrir sig á ís­lensku

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Jodie Foster þakkaði íslenska teyminu sérstaklega.
Jodie Foster þakkaði íslenska teyminu sérstaklega. Kevin Winter/Getty Images

Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster þakkaði sérstaklega fyrir sig á íslensku þegar hún tók við Emmy verðlaununum í nótt fyrir hlutverk sitt í spennuþáttunum True Detective: Night Country. Eins og alþjóð veit voru þættirnir að mestu teknir upp á Dalvík.

„Þetta er ótrúlega tilfinningarík stund fyrir mig af því að True Detective: Night Country var geðveik lífsreynsla,“ sagði Foster meðal annars í ræðu sinni. Um var að ræða hennar fyrstu Emmy verðlaun en fjórðu tilnefningu.  Þar þakkaði hún Issa López leikstjóra þáttanna sérstaklega fyrir áður en hún vék sér að íslenska teyminu.

„Takk fyrir!“ sagði leikkonan á íslensku áður en hún þakkaði svo meðleikkonu sinni Kali Reis fyrir ferðalagið. Hún talaði svo um frumbyggja Alaska og sagðist vera þeim þakklát fyrir að hafa sagt framleiðendum þáttanna frá sögum þeirra og menningu.

Eins og alþjóð veit voru þættirnir teknir upp á Dalvík og í Reykjavík í janúar í fyrra. Foster hefur allar götur síðan talað um Ísland af mikilli hlýju og sagði meðal annars í samtali við blaðamann Vísis þegar þættirnir voru frumsýndir fyrr á þessu ári að hún saknaði landsins mikið.


Tengdar fréttir

Shogun á spjöld sögunnar á Emmy verðlaunahátíðinni

Sjónvarpsþáttaseríur líkt og Shogun, The Bear og Baby Reindeer voru meðal þeirra sería sem hlutu flest verðlaun á Emmy verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. Hver sería um sig fékk fjögur verðlaun.

Sakna allar Íslands: „Reykjavík er hinn fullkomni bær“

Þær Jodie Foster, Kali Reis og Issa Lopez segjast sakna Íslands. Þær vörðu nokkrum mánuðum hér á landi á undanförnum árum við tökur á fjórðu þáttaröð True Detective. Foster og Reis eru í aðalhlutverkum en Lopez leikstýrði þáttaröðinni, sem ber nafnið Night Country.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×