Jólin koma snemma með Jodie Foster í Skautahöllinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2022 15:26 Borði hefur verið strengdur á bílastæðinu við Skautahöllina. Vísir/Vilhelm Jólin koma snemma í Skautahöllinni í Reykjavík í ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru tökur á atriðum í sjónvarpsþáttaröðinni True Detective fyrirhugaðar þar í næstu viku. Stór hluti bílastæðisins á milli Skautahallarinnar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hefur verið girt af vegna verkefnisins. Á heimasíðu Skautahallarinnar segir að höllin verði lokuð frá 10. til 22. október. Undanfarna daga hafa starfsmenn verið að gera og græja Skautahöllina fyrir tökur á sjónvarpsþáttaröðinni. Um er að ræða fjórðu seríu True Detective þar sem Jodie Foster, Óskarsverðlaunaleikkona með meiru, er í aðalhlutverki. Jodie Foster verður nýr Íslandsvinur. Hún leikur lögreglukonuna Liz Danvers sem þarf að leysa dularfull mannshvörf.Getty/Dominique Charriau Sögusvið fjórðu seríu True Detective er Alaska. Þau atriði sem tekin verða í höllinni gerast um jólin og hefur höllin því verið skreytt líkt og hátíð ljóss og friðar sé í gangi. Þá má sjá bandaríska fána í höllinni. Efnilegustu skautaiðkendur landsins verða frá æfingum þessa þrettán daga sem höllin er lokuð. Í pósti frá Skautafélagi Reykjavíkur til iðkenda á dögunum kom fram að erlent kvikmyndafyrirtæki hefði tekið Skautahöllina á leigu hjá Reykjavíkurborg. „Þessa daga falla niður allar reglulegar æfingar í Skautahöllinni þar sem við höfum ekki aðgang að henni á meðan. Við vitum að þetta er ekki skemmtileg staða en vetrarleyfi í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði lenda á seinni helginni svo það lágmarkar raskið að einhverju leyti,“ segir í póstinum. Smá jólaskraut má sjá utan á höllinni.Vísir/Vilhelm „Við stefnum á að vera með einhverja dagskrá á meðan þessari lokun stendur í formi fyrirlestra og óhefðbundinna æfinga en hún verður kynnt þegar nær dregur.“ Þá kemur fram að nokkrir SR-ingar hafi fengið aukahlutverk sem íshokkíleikmenn í True Detective. Fyrirtækið True North kemur að tökunum hér á landi. Leifur Dagfinnsson, eigandi og framkvæmdastjóri True North, sagði í Kastljósi á dögunum að verkefnið væri svona tíu sinnum stærra en týpísk verkefni fyrirtækisins fyrir erlend kvikmyndatökulið. Týpísku verkefnin, upp á viku til tíu daga, séu með fjárhagsáætlun upp á 500-1000 milljónir. En svona hundrað tökudaga verkefni, því fylgi erlendur peningur og gjaldmiðill upp á níu milljarða króna. Nokkur fjöldi Íslendinga hefur flutt úr húsum sínum til að leigja leikurum og starfsfólki við tökur á þáttunum. Kvikmyndagerð á Íslandi Skautaíþróttir Reykjavík Bíó og sjónvarp Tökur á True Detective á Íslandi Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Stór hluti bílastæðisins á milli Skautahallarinnar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hefur verið girt af vegna verkefnisins. Á heimasíðu Skautahallarinnar segir að höllin verði lokuð frá 10. til 22. október. Undanfarna daga hafa starfsmenn verið að gera og græja Skautahöllina fyrir tökur á sjónvarpsþáttaröðinni. Um er að ræða fjórðu seríu True Detective þar sem Jodie Foster, Óskarsverðlaunaleikkona með meiru, er í aðalhlutverki. Jodie Foster verður nýr Íslandsvinur. Hún leikur lögreglukonuna Liz Danvers sem þarf að leysa dularfull mannshvörf.Getty/Dominique Charriau Sögusvið fjórðu seríu True Detective er Alaska. Þau atriði sem tekin verða í höllinni gerast um jólin og hefur höllin því verið skreytt líkt og hátíð ljóss og friðar sé í gangi. Þá má sjá bandaríska fána í höllinni. Efnilegustu skautaiðkendur landsins verða frá æfingum þessa þrettán daga sem höllin er lokuð. Í pósti frá Skautafélagi Reykjavíkur til iðkenda á dögunum kom fram að erlent kvikmyndafyrirtæki hefði tekið Skautahöllina á leigu hjá Reykjavíkurborg. „Þessa daga falla niður allar reglulegar æfingar í Skautahöllinni þar sem við höfum ekki aðgang að henni á meðan. Við vitum að þetta er ekki skemmtileg staða en vetrarleyfi í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði lenda á seinni helginni svo það lágmarkar raskið að einhverju leyti,“ segir í póstinum. Smá jólaskraut má sjá utan á höllinni.Vísir/Vilhelm „Við stefnum á að vera með einhverja dagskrá á meðan þessari lokun stendur í formi fyrirlestra og óhefðbundinna æfinga en hún verður kynnt þegar nær dregur.“ Þá kemur fram að nokkrir SR-ingar hafi fengið aukahlutverk sem íshokkíleikmenn í True Detective. Fyrirtækið True North kemur að tökunum hér á landi. Leifur Dagfinnsson, eigandi og framkvæmdastjóri True North, sagði í Kastljósi á dögunum að verkefnið væri svona tíu sinnum stærra en týpísk verkefni fyrirtækisins fyrir erlend kvikmyndatökulið. Týpísku verkefnin, upp á viku til tíu daga, séu með fjárhagsáætlun upp á 500-1000 milljónir. En svona hundrað tökudaga verkefni, því fylgi erlendur peningur og gjaldmiðill upp á níu milljarða króna. Nokkur fjöldi Íslendinga hefur flutt úr húsum sínum til að leigja leikurum og starfsfólki við tökur á þáttunum.
Kvikmyndagerð á Íslandi Skautaíþróttir Reykjavík Bíó og sjónvarp Tökur á True Detective á Íslandi Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira