Jólin koma snemma með Jodie Foster í Skautahöllinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2022 15:26 Borði hefur verið strengdur á bílastæðinu við Skautahöllina. Vísir/Vilhelm Jólin koma snemma í Skautahöllinni í Reykjavík í ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru tökur á atriðum í sjónvarpsþáttaröðinni True Detective fyrirhugaðar þar í næstu viku. Stór hluti bílastæðisins á milli Skautahallarinnar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hefur verið girt af vegna verkefnisins. Á heimasíðu Skautahallarinnar segir að höllin verði lokuð frá 10. til 22. október. Undanfarna daga hafa starfsmenn verið að gera og græja Skautahöllina fyrir tökur á sjónvarpsþáttaröðinni. Um er að ræða fjórðu seríu True Detective þar sem Jodie Foster, Óskarsverðlaunaleikkona með meiru, er í aðalhlutverki. Jodie Foster verður nýr Íslandsvinur. Hún leikur lögreglukonuna Liz Danvers sem þarf að leysa dularfull mannshvörf.Getty/Dominique Charriau Sögusvið fjórðu seríu True Detective er Alaska. Þau atriði sem tekin verða í höllinni gerast um jólin og hefur höllin því verið skreytt líkt og hátíð ljóss og friðar sé í gangi. Þá má sjá bandaríska fána í höllinni. Efnilegustu skautaiðkendur landsins verða frá æfingum þessa þrettán daga sem höllin er lokuð. Í pósti frá Skautafélagi Reykjavíkur til iðkenda á dögunum kom fram að erlent kvikmyndafyrirtæki hefði tekið Skautahöllina á leigu hjá Reykjavíkurborg. „Þessa daga falla niður allar reglulegar æfingar í Skautahöllinni þar sem við höfum ekki aðgang að henni á meðan. Við vitum að þetta er ekki skemmtileg staða en vetrarleyfi í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði lenda á seinni helginni svo það lágmarkar raskið að einhverju leyti,“ segir í póstinum. Smá jólaskraut má sjá utan á höllinni.Vísir/Vilhelm „Við stefnum á að vera með einhverja dagskrá á meðan þessari lokun stendur í formi fyrirlestra og óhefðbundinna æfinga en hún verður kynnt þegar nær dregur.“ Þá kemur fram að nokkrir SR-ingar hafi fengið aukahlutverk sem íshokkíleikmenn í True Detective. Fyrirtækið True North kemur að tökunum hér á landi. Leifur Dagfinnsson, eigandi og framkvæmdastjóri True North, sagði í Kastljósi á dögunum að verkefnið væri svona tíu sinnum stærra en týpísk verkefni fyrirtækisins fyrir erlend kvikmyndatökulið. Týpísku verkefnin, upp á viku til tíu daga, séu með fjárhagsáætlun upp á 500-1000 milljónir. En svona hundrað tökudaga verkefni, því fylgi erlendur peningur og gjaldmiðill upp á níu milljarða króna. Nokkur fjöldi Íslendinga hefur flutt úr húsum sínum til að leigja leikurum og starfsfólki við tökur á þáttunum. Kvikmyndagerð á Íslandi Skautaíþróttir Reykjavík Bíó og sjónvarp Tökur á True Detective á Íslandi Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Sjá meira
Stór hluti bílastæðisins á milli Skautahallarinnar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hefur verið girt af vegna verkefnisins. Á heimasíðu Skautahallarinnar segir að höllin verði lokuð frá 10. til 22. október. Undanfarna daga hafa starfsmenn verið að gera og græja Skautahöllina fyrir tökur á sjónvarpsþáttaröðinni. Um er að ræða fjórðu seríu True Detective þar sem Jodie Foster, Óskarsverðlaunaleikkona með meiru, er í aðalhlutverki. Jodie Foster verður nýr Íslandsvinur. Hún leikur lögreglukonuna Liz Danvers sem þarf að leysa dularfull mannshvörf.Getty/Dominique Charriau Sögusvið fjórðu seríu True Detective er Alaska. Þau atriði sem tekin verða í höllinni gerast um jólin og hefur höllin því verið skreytt líkt og hátíð ljóss og friðar sé í gangi. Þá má sjá bandaríska fána í höllinni. Efnilegustu skautaiðkendur landsins verða frá æfingum þessa þrettán daga sem höllin er lokuð. Í pósti frá Skautafélagi Reykjavíkur til iðkenda á dögunum kom fram að erlent kvikmyndafyrirtæki hefði tekið Skautahöllina á leigu hjá Reykjavíkurborg. „Þessa daga falla niður allar reglulegar æfingar í Skautahöllinni þar sem við höfum ekki aðgang að henni á meðan. Við vitum að þetta er ekki skemmtileg staða en vetrarleyfi í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði lenda á seinni helginni svo það lágmarkar raskið að einhverju leyti,“ segir í póstinum. Smá jólaskraut má sjá utan á höllinni.Vísir/Vilhelm „Við stefnum á að vera með einhverja dagskrá á meðan þessari lokun stendur í formi fyrirlestra og óhefðbundinna æfinga en hún verður kynnt þegar nær dregur.“ Þá kemur fram að nokkrir SR-ingar hafi fengið aukahlutverk sem íshokkíleikmenn í True Detective. Fyrirtækið True North kemur að tökunum hér á landi. Leifur Dagfinnsson, eigandi og framkvæmdastjóri True North, sagði í Kastljósi á dögunum að verkefnið væri svona tíu sinnum stærra en týpísk verkefni fyrirtækisins fyrir erlend kvikmyndatökulið. Týpísku verkefnin, upp á viku til tíu daga, séu með fjárhagsáætlun upp á 500-1000 milljónir. En svona hundrað tökudaga verkefni, því fylgi erlendur peningur og gjaldmiðill upp á níu milljarða króna. Nokkur fjöldi Íslendinga hefur flutt úr húsum sínum til að leigja leikurum og starfsfólki við tökur á þáttunum.
Kvikmyndagerð á Íslandi Skautaíþróttir Reykjavík Bíó og sjónvarp Tökur á True Detective á Íslandi Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið