Landslið karla í handbolta

Fréttamynd

„Auðvitað er maður þreyttur“

„Gærkvöldið var leiðinlegt og þetta var bara gríðarlegt svekkelsi,“ segir Ómar Ingi Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Kristianstad Arena í dag. Eins og alþjóð veit tapaði liðið fyrir Ungverjum á HM í gærkvöldi, 30-28.

Handbolti
Fréttamynd

Sigfús: Vantar líkt og áður plan B hjá þjálfarateyminu

Ísland tapaði á sárgrætilegan hátt fyrir Ungverjalandi í annarri umferð í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta karla í Kristianstad í gærkvöldi. Handkastið fékk Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmann í handbolta til þess að rýna í leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Skin og skúrir í Kristianstad - myndasyrpa

Það var mikill tilfinningarússibandi sem átti sér stað í kringum leik Íslands og Ungverjalands á heimsmeistaramótinu í handbolta karla sem spilaður var í Kristianstad í Svíþjóð í gærkvöldi. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði nokkur frábær augnablik sem sjá má í myndaspyrpunni sem fylgir þessari frétt. 

Handbolti
Fréttamynd

HM í dag: Kalt er það Klara

Það var þungt í þeim hljóðið þegar þeir Stefán Árni Pálsson og Henry Birgir Gunnarsson gerðu upp leik Íslands og Ungverjalands á HM í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Aron: Ætla ekki að kenna því um

Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins var svekktur eftir tapið gegn Ungverjum í kvöld. Hann sagði tapaða bolta og dauðafæri hafa verið dýr.

Handbolti
Fréttamynd

„Við vitum hvað er að fara koma á okkur“

„Varnarleikurinn hjá okkur var stórkostlegur og markvarslan góð. Sóknarleikurinn var köflóttur, hann byrjaði mjög vel en síðan gerum við of mikið af mistökum í fyrri hálfleik. Það breyttist algjörlega í seinni hálfleiknum. Svo var ég rosalega ánægður að skora tólf mörk úr hraðaupphlaupum í gær,“ segir Guðmundur Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í handbolta í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Nauðsynlegt að vera algjör proffi á svona stórmótum

„Það er frábært að byrja mótið á þessum tveimur punktum og þessi fjögur mörk sem við náum að vinna leikinn með eru mjög mikilvæg,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður íslenska landsliðsins, á æfingu liðsins í Kristianstad í Svíþjóð í dag.

Handbolti